Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 25

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 25
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 25 undir skeljabroti eða þörungi sem þau draga yfir sig. Það gerist einstaka sinnum að ígulkerum fjölgar mikið á af- mörkuðum svæðum og breyta þá atferli sínu. Þau mynda þétta breiðfylkingu meðfram ytri jaðri þaraskógarins og bíta niður allan gróður sem verður á vegi þeirra.55,56,57 Slíkt henti í lok síðustu aldar í Eyjafirði (9. mynd) og voru dýrin þétt- ust við ytri jaðar þaraskógarins, allt að 120 fullvaxin dýr á hverjum fermetra.58 Fæðuvalstilraunir sýndu að ígulkerin í Eyjafirði vildu helst stórþara. Aðrar tegundir í boði voru étnar í mun minni mæli.59 Einnig sáust ígulkerin í Eyjafirði éta botndýr og voru engin botndýr sjá- anleg þar sem ígulkerin höfðu farið yfir. Ígulkerin átu sig hægt utan af djúpinu og að landi. Þau dreifðu sér ekki inn á milli þaraplantnanna en héldu sig við ytri jaðar þaraskógarins, sem færðist smám saman í átt að ströndinni.58 VEIÐAR OG NÝTING VIÐ ÍSLAND Hér við land hófust tilraunaveiðar á skollakoppi árið 1984. Kafarar söfnuðu ígulkerum á nokkrum stöðum við landið og voru sýnishorn af unnum hrognum send utan til markaðskönnunar.39,47 Það var þó ekki fyrr en árið 1993 sem veiðar hófust í einhverjum mæli. Í byrjun tóku kafarar stóran hluta aflans en fljótlega hófust stórfelldar plógveiðar (10. mynd) sem náðu hámarki árið 1994 þegar afl- inn varð 1.500 tonn. Allur afli var unn- inn innanlands og voru um tíu vinnslur starfandi víðs vegar um land á árunum 1993–1996. Hrognin voru seld úr landi, aðallega á Japansmarkað. Árið 1997 lauk þessum veiðum þegar markaðstæður breyttust í Japan.1 Árið 2004 hófust plógveiðar að nýju í innanverðum Breiðafirði. Landaður afli var innan við 50 tonn þar til árið 2007 að hann náði 134 tonnum. Síðan hefur aflinn verið á bilinu 130–340 tonn.60 Allur afli hefur verið seldur á erlendan markað. Stærsti hlutinn er seldur lif- andi til Frakklands en einnig hafa ígul- kerahrogn verið seld til Suðaustur-Asíu. Markaður fyrir ígulker er kröfuharður og viðkvæmur. Gæði hrognanna, sem ráðast af stærð, áferð og lit, eru mest frá september til apríl en mjög háð fæðuframboði. 8. mynd. Ungviði skollakopps leitar skjóls á botninum niður á milli greinóttra kóralþörunga (Lithothamnion sp.). – Juvenile green sea urchin hiding amongst rhodolith nodules (Lithot- hamnion sp.). Ljósm./Photo: Karl Gunnarsson. Araeosoma fenestratum (Thomson, 1872) Brisaster fragilis (Düben & Koren, 1844) Brissopsis lyrifera (Forbes, 1841) Calveriosoma hystrix (Thomson, 1872) Cidaris cidaris (Linnaeus, 1758) Echinocardium cordatum (Pennant, 1777) Echinocardium flavescens (O.F. Müller, 1776) Echinocyamus pusillus (O.F. Müller, 1776) Echinus esculentus Linnaeus, 1758 Genocidaris maculata A. Agassiz, 1869 Gracilechinus acutus (Lamarck, 1816) Gracilechinus affinis (Mortensen, 1903) Gracilechinus alexandri (Danielssen & Koren, 1883) Histocidaris purpurata (Thomson, 1872) Holanthus expergitus (Lovén, 1871) Hygrosoma petersii (A. Agassiz, 1880) Hypsiechinus coronatus Mortensen, 1903 Neolampas rostellata A. Agassiz, 1869 Phormosoma placenta Thomson, 1872 Pourtalesia jeffreysi Thomson, 1873 Pourtalesia miranda A. Agassiz, 1869 Salenocidaris profundi (Duncan, 1877) Spatangus purpureus O.F. Müller, 1776 Spatangus raschi Lovén, 1869 Sperosoma grimaldii Koehler, 1897 Strongylocentrotus droebachiensis (O.F. Müller, 1776) Trigonocidaris albida A. Agassiz, 1869 1. tafla. Tegundir ígulkera sem fundist hafa við Ísland.28 – Species of sea urchins found in Icelandic waters.28

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.