Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 29

Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 29
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 29 Áhrif skollakopps á landrof Valdimar Össurarson Á síðustu áratugum 20. aldar tók að bera á auknu strandrofi af völdum sjávarágangs víða um land, og ógnaði það meðal annars fornum verstöðvum og menningarverð- mætum sem þær geyma. Slíkt rof varð til dæmis í Kollsvík í Rauðasandshreppi og á sama tíma jókst þar til muna uppblástur skeljasands úr fjörum. Um svipað leyti varð hrun í grásleppuveiðum á svæðinu, sem skýrist af því að þaraskógar við ströndina, hrygningarsvæði grásleppunnar, voru á hröðu undanhaldi og hurfu jafnvel sums staðar. Þessari eyðingu olli gríðarleg fjölgun ígulkersins skollakopps (1. mynd) sem át upp þaraskógana á stuttum tíma. Hér er sett fram tilgáta um samhengi milli þessara þátta, með vísan í fyrirliggjandi rannsóknir. Þaraskógarnir drógu verulega úr orku brimöldu. Eyðing þeirra leiddi til þess að brimaldan færðist í aukana og af- leiðingarnar eru annars vegar stóraukinn sandburður á fjörur með tilheyrandi upp- blæstri og hins vegar rof sjávarbakka í áður óþekktum mæli. Náttúrufræðingurinn 88 (1–2), bls. 29–36, 2018 Þétt fylking af skollakoppi (Strongylocentrotus droebachiensis) á beit við jaðar þaraskógarins utan við Árskógssand í Eyjafirði 2007. Auðn er utan við og innan við er gróskumikill þaraskógur. Ljósm. Erlendur Bogason.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.