Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 31
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
31
3. mynd. Rof sjávarbakka. Hér sést dæmi þess hvernig sjórinn hef-
ur brotið úr Grundabökkum neðan Láganúps. Hér brýtur brimið niður
minjar um hina fornu og miklu verstöð Láganúpsver. Hleðslur hrynja og
mannvistarlög tapast, sem ekki hafa hreyfst öldum saman. Hér er um
að ræða menningarsögulegan skaða sem ekki verður bættur. Ljósm.
Eyþór Eðvarðsson.
4. mynd. Rof mannvirkja á landi. Nokkru sunnar á Grundabökkum
er fjara stórgrýtt og sandlaus, og bakkarnir lægri. Við breytingarnar
tók sjór að hlaupa þar á land í rótarbrimi og hefur á nokkrum stöðum
valdið spjöllum. Þetta eru Garðarnir, ævafornt 350 metra langt mann-
virki sem til þessa hefur staðið óhaggað. Eins og sjá má hefur brimið
valdið rofi og rutt upp grjóti. Þessi spjöll voru lagfærð sumarið 2016.
Ljósm. Valdimar Össurarson.
5. mynd. Nokkur þeirra örnefna á landi og miða sem nefnd eru. Helsta
verstöð grásleppuútgerðar í Rauðasandshreppi 1970–1990 var á
Gjögrum í Örlygshöfn. Þar er bryggjustúfur, og aðstaða fyrir hrogna-
verkun var í sláturhúsi Sláturfélagsins Örlygs á staðnum. Einnig var
gert út frá Sellátranesi og áður frá Hænuvík og Kollsvík. Helstu neta-
mið voru annars vegar þaragarður á grunnsævi innanfrá Gjögrum,
út með firðinum sunnanverðum að miðju Blakknesi, og hins vegar
sunnantil á Breiðavík. Einnig var netaveiði undir Breið (Landamerkja-
hlein), á Kollsvík og norðurundir Kóp (Krossadal).
6. mynd. Á myndinni er afmarkað með grænni línu það svæði á Kolls-
vík þar sem þéttastar þarabreiður uxu fyrir 1980. Þar voru þá ágæt
grásleppumið í stilltri tíð, en þar sem víkin liggur fyrir opnu hafi var net-
um hætta búin þegar jók sjó. Því lögðu þar ekki aðrir en staðkunnugir.
Suðvestur af þarasvæðinu (markað með gulu) er svæði þar sem þari
er ekki eins þéttur, og víðáttumiklar lænur með skeljasandi inn á milli
boða og grynninga. Þar var Gljáin, helstu lóðamiðin meðan róið var úr
Kollsvíkurveri um og eftir 1900. Öflugustu hafáttir í Kollsvík eru norðan
og vestan, og báðar geta rifið upp mikið brim. Þegar það er sverast er
öll víkin hvít af grunnbrotum. Fyrir 1980 kom iðulega fyrir að nokkuð
af sandi rótaðist upp á fjörur og í miklum norðansjó bárust dyngjur af
þara upp í fjöruna, slitnar af þarasvæðinu norður á víkinni. Þessi sand-
og þaraburður hélst þó alltaf í nokkru jafnvægi þar þetta tók út aftur í
stillum og aflandsáttum.