Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 33

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 33
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 33 9. mynd. Sandskaflar í Kollsvíkurveri. Þessi mynd er tekin í sama veðri og 8. mynd, norðantil í Kollsvík og sér til suðurs. Á þessum stað stóð verstöðin Kollsvíkurver um 1895–1930, útgerð allt að 25 árabáta löngu eftir að Láganúpsver lagðist af sunnar. Þá var hér malarfjara þar sem nú eru þykkir sandskaflar. Sjá má hvernig flanið ber sandinn upp í fjöruna. Allt er hreinþvegið, engir bakkar af lausaþara líkt og áður var. Ljósm. Valdimar Össurarson. 10. mynd. Sandfok á Hnífum. Þessi mynd var tekin í maí 2015 og sýnir skafla af skeljasandi á svonefndu Undirlendi sem er utarlega á Hnífunum, en það er hálendið sunnan Kollsvíkur. Þessi sandur hefur fokið úr Láganúpsfjöru, um nær 4 kílómetra leið. Slík tilvik eru mun algengari á síðari árum en áður var. Ljósm. Valdimar Össurarson. 11. mynd. Marígull (Echinus esculentus) og skollakoppur (Strongylocentrotus droebachiensis). Teikning: Jón Baldur Hlíðberg. er rauðleitur, oft yfir í fjólublátt, með kúpta skel og verður allt að 15 cm í þvermál á þessum slóðum. Algengt er að einn og einn marígull komi upp með grásleppunetum vestra, en ekki er vitað til að miklar sveiflur séu í stofn- stærð hans. Öðru máli gegnir um hina tegund- ina af ígulkerum sem þarna er al- geng á grunnsævi. Skollakoppur, Strongylocentrotus droebachiensis, er mun minni og flatari en marígull, og verður sjaldan stærri en 7 cm í þvermál. Hann er grænleitur að lit og gaddarnir eru misstórir. Auk gadda hafa ígulker eins konar klípur til að verja sig með, og sogfætur í röðum frá endaþarmi á hvirfli dýrsins niður að munni neðan á því. Þau hreyfa sig með vökvaþrýstingi, taka sjó inn um eins konar sigti ofan á bolnum og dæla honum um gangakerfi sem tengist sogfótunum. Á enda hvers sogfótar er sogblaðka sem snertir undir- lagið. Hún framkallar lím og myndar undirþrýsting. Dýrið hefur því allgóða möguleika á að komast sinna ferða þótt hægt fari. Skollakoppur lifir einkum á þara og öðrum þörungum í þaraskógum en er einnig sólginn í hræ og fastsitjandi smá- dýr. Undir venjulegum kringumstæðum lifir skollakoppur innan um botnþör- unga í nokkurs konar jafnvægi við fæð- uframboðið. Af og til verður offjölgun í stofninum, og þá leiðir ofbeit hans til þess að þaraskógar eyðast, jafnvel á stórum svæðum. Eini gróðurinn sem þá verður eftir eru þunnir rauðþörungar sem mynda skorpur á steinum. Hér verður vitnað lauslega í forvitni- lega ritgerð frá 1997 eftir Karl Gunnars- son og félaga sem lýsir niðurstöðum tilrauna þeirra og athugana og nefnist „Fæðuval og fæðunám skollakopps“. Gerð var tilraun með að leyfa skolla- koppi úr Eyjafirði að velja á milli fimm algengra þörungategunda í tilraunakeri. Í ljós kom að uppáhaldsfæðan var mar- inkjarni, Alaria esculenta, næstbestur var stórþari, Laminaria hyperborea, þá beltisþari, L. Saccarina, fiðurþari, Pt- ilota gunneri, og sístur kerlingarhár, Desmarestia aculeata (12. mynd). Skollakoppurinn át að meðaltali um 1,5 grömm á sólarhring af stórþara, beltis- þara og fiðurþara, en 0,5 grömm af kerlingarhári og marinkjarna. Áthraði skollakopps í tilrauninni reyndist svip- aður og át hans í jaðri þaraskógarins í náttúrunni.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.