Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 37
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 37 Rit ýnd grein Brynhildur Bjarnadóttir, Bjarni Diðrik Sigurðsson og Bjarni E. Guðleifsson Áhrif eitrunar á útbreiðslu skógarkerfils Skógarkerfill (Anthriscus sylvaticus) er hávaxin sveip- jurt sem fjölgar sér bæði með fræjum og kynlaust með rótarskotum. Hann er skilgreindur sem framandi ágeng plöntutegund í íslensku vistkerfi. Kerfillinn barst til landsins í upphafi síðustu aldar og finnst nú í öllum landshlutum. Hann breiðist einkum út á óbeittum frjósömum svæðum, gjarnan röskuðum, og finnst oft í skurðbökkum, á aflögðum túnum og í lúpínubreiðum. Aukna dreifingu hans á síðustu áratugum má sennilega rekja bæði til minnkandi beitar og hlýnandi loftslags. Árið 2007 hóf sveitarfélagið Eyja- fjarðarsveit átaksverkefni með það að markmiði að stemma stigu við útbreiðslu kerfils í sveitarfélaginu. Í kjölfarið hófst rannsóknarverkefni þar sem markmiðin voru fjórþætt. Kanna skyldi a) útbreiðslu skógarkerfils í vegköntum í Eyja- firði, b) hvort hægt væri að eyða skógarkerfli af svæði með notkun plöntueiturs nokkur ár í röð, c) hvaða tímasetningar hentuðu til úðunar, og d) hvort styrkleiki plöntueiturs skipti máli. Niðurstöðurnar sýndu að skógarkerfilsbrúskum fjölgaði að jafnaði um 62% í vegköntum í Eyjafirði á sex ára tímabili. Fjölgunin var minnst í Eyjafjarðarsveit (19%) þar sem reynt hafði verið að hindra útbreiðslu kerfilsins um tíma. Endurtekin úðun með plöntueitri sem innihélt virka efnið glýfosat (e. glyphosate) virtist einungis skila tímabundnum árangri og dugar því varla ein og sér til að útrýma skógar- kerfli varanlega af ákveðnu svæði. Tilraunir er snéru að tímasetningu úðunar sýndu að bestur árangur náðist þegar úðað var í lok maí eða byrjun júní. Sá árangur reyndist þó aðeins tímabundinn. Sterkari eiturblanda hafði lítil og einnig tímabundin áhrif á þekju skógarkerfils. Hafa skal í huga að endurtekin notkun plöntueiturs hefur umtals- verð neikvæð umhverfisleg áhrif. Því er afar mikilvægt að meta þann skaða sem ágenga plantan veldur áður en ráð- ist er í að halda aftur af henni með eitri á tilteknu svæði. Að mati höfunda gætu árangursríkari leiðir til að stemma stigu við útbreiðslu skógarkerfils falist í einhvers konar blöndu af beit og slætti, og mögulega sáningu annarra plöntutegunda. Forðast ætti að nota plöntueitur. 1. mynd. Útbreiðsla skógarkerfils á Íslandi. – The distribution of cow parsley. Náttúrufræðistofnun Íslands 2018 / Icelandic Institute of Natural History 2018. Náttúrufræðingurinn 88 (1–2), bls. 37–48, 2018 Ritrýnd grein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.