Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 40

Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 40
Náttúrufræðingurinn 40 4. mynd. Horft yfir rannsóknarsvæðið í Kaupangi frá suðri til norðurs. Myndir teknar að vori, sumri og hausti. An overview of the experimental area in Kaupangur. Photos taken at spring, summer and autumn (Ljósm./Photo: BB). 30. maí 2012 1. júlí 2012 20. ágúst 2012 til að meta hvort einhverjar breytingar hefðu orðið á útbreiðslu skógarkerfils í vegköntum. Ekið var frá Öxnadals- heiði um Akureyri út Svalbarðsströnd að Grenivík, frá Þelamörk að Dalvík og loks voru eknir hringir inn Svarfaðar- dal og Eyjafjarðarsveit (3. mynd). Sam- tals nam þessi vegalengd um 200 kíló- metrum og var ekið um fimm sveitar- félög: Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Sval- barðsstrandarhrepp. Sjáanlegir skógar- kerfilsbrúskar í vegköntum voru taldir og breytingar metnar sem fjöldi brúska á hvern ekinn kílómetra. Gróðurgreining og þekjumat í út- tektarreitum: Vorið 2011 voru lagðir út sextán 1×1 m reitir á átta svæðum í Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit þar sem vitað var að kerfill hafði vaxið um nokkuð langt skeið (3. mynd). Þessi svæði voru valin út frá upplýsingum frá landeigendum sem allir höfðu unnið að því í nokkur ár í röð að hefta þekju skógarkerfils með úðun á viðkomandi svæði. Settir voru út reitir sem höfðu verið úðaðir árlega í 1–4 ár (þ.e. einföld úðun, 1×, eða endurtekin úðun, 2× eða 3–4×) á árunum 2007–2010, auk sam- anburðarreita. Reitur sem hafði verið úðaður einu sinni var úðaður árið 2010, reitir sem höfðu verið úðaðir tvisvar voru úðaðir árin 2010 og 2009 o.s.frv. Við úðunina hafði í öllum tilfellum verið notað plöntueitur sem innihélt glýfosat. Að loknu svæðavali um vorið voru reitirnir heimsóttir reglulega yfir vaxtartímabilið sumarið 2011, háplöntu- gróður í þeim greindur til tegunda og þekja einstakra tegunda metin sem hlutfall (%) yfirborðs í hverjum 1x1 m reit. Auk þess voru teknar ljósmyndir af reitunum. Svæðin voru ólík, sum í vegkanti, önnur við lækjarfarveg og enn önnur í óræktuðu landi. Af þessum sökum, sem og vegna ótraustra upplýs- inga um forsögu úðunar, voru svæðin ekki að fullu samanburðarhæf og því var ekki gerð tölfræðileg úttekt á mark- tækum muni milli svæðanna. Áhrif af mismunandi styrkleika eit- urs og tímasetningu úðunar á þekju skógarkerfils: Viðamesta rannsóknar- verkefnið hófst í apríl 2012 og fór fram í landi Kaupangs í Eyjafjarðarsveit, inni í miðri stórri og samfelldri skógarkerf- ilsbreiðu sem þar vex í aflögðum kart- öflugörðum. Við upphaf rannsóknanna var ekki að finna neinn annan gróður en skógarkerfil innan rannsóknarreit- anna (2. og 4. mynd). Þetta er eitt fyrsta svæðið í sveitarfélaginu þar sem skógar- kerfill náði að mynda stórar samfelldar breiður. Í tilrauninni var upphaflega unnið með tvo meðferðarliði, annars vegar styrkleika við blöndun plöntueiturs og hins vegar tímasetningu úðunar. Einungis var notað plöntueitur með virka efninu glýfosati. Við blöndun voru höfð þrjú styrkleikastig, 1:120 (veik lausn), 1:100 (miðlungssterk lausn) og 1:80 (sterk lausn). Samanburðarreitir fengu ekkert eitur. Úðun fór fram á sex ólíkum tímasetningum. Fyrsta úðunin fór fram 10. maí 2012 og síðan var úðað fimm sinnum í viðbót á 10 daga fresti, allt til 1. júlí 2012. Þriðji meðferðarliður- inn bættist svo við síðar, en í honum var horft á áhrif af endurtekinni úðun innan sama árs. Tilraunin var sett upp í reitaformi og var hver reitur 20 fermetrar (2×10 m) að stærð. Samtals voru reitirnir 48 sem merkir að einungis var um að ræða tvær sannar endurtekningar af öllum meðferðarliðum (n=2). Tilviljun réð röð meðferða innan hverrar endur- tekningar. Líkt og fyrr greinir var úðað tiltekna daga á tímabilinu frá vori fram á sumar. Til að leggja mat á árangur tvöfaldrar úðunar sama ár var öllum reitunum skipt í tvennt (2×5 m) þann 20. ágúst 2012 og helmingur hvers reits (óháð því hvenær fyrri úðun hafði farið fram) úðaður aftur með miðlung- ssterkri lausn af glýfosati. Tilviljun var látin ráða því hvor helmingurinn var úðaður aftur. Úðað var með hefðbundinni hand- knúinni úðunardælu. Úðunin sjálf, sem og meðhöndlun plöntueitursins fylgdi leiðbeiningum seljanda. Úttekt fór fram þrisvar sumrin 2012 og 2013 og loka- mat var framkvæmt í júní árið 2014. Við úttektina var lagt sjónrænt mat á yfir- borðsþekju skógarkerfils í viðkomandi reit á skalanum 0–100%, námundað að næsta tug. Líkt og fyrr greinir var einungis um að ræða tvær sannar endurtekningar af hverjum meðferðarlið (n=2) og því var einungis hægt að skoða meðaláhrif af einum tilraunalið þvert á hinn til- raunaliðinn (t.d. hafði munur á styrk- leika eiturs samtals 12 endurtekningar fyrir 6 mismunandi tímasetningar). Framsetning niðurstaðna endurspeglar þessa úrvinnslu. Við tölfræðilegt upp- gjör var notast við tölfræðiforritið SAS 9.4. Eftir að hafa gengið úr skugga um að gögnin uppfylltu skilyrði fervika- greininga, var tvíþátta fervikagreining notuð við úrvinnslu á áhrifum tíma- setningar eitrunar og styrkleika. Þegar fram komu marktæk áhrif eða samspil

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.