Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 42
Náttúrufræðingurinn
42
6. mynd. Meðaláhrif af einni vor- eða sumarúðun með mismunandi
styrkleikum eiturs á þekju skógarkerfils að hausti sama árs (20. ágúst
2012) og vorið eftir (6. júní 2013). Mismunandi bókstafir innan hvorrar
úttektar tákna marktækan mun á milli styrkleikaliða (p<0,05). – The
average effect of herbicide in spring or summer, on the vegetation
cover of cow parsley at two timepoints. The different letters above
columns indicate a significant differnece between treatments (p<0,05).
inn komu plöntutegundir sem einkenna
frjósöm röskuð svæði, svo sem njóli,
túnfífill, arfi og ýmis grös (5. mynd). Á
svæðum þar sem einungis hafði verið
úðað einu sinni eða tvisvar var skógar-
kerfilinn hins vegar nánast einráður yfir
vaxtartímabilið þó að stundum yxu með
honum fáeinar aðrar tegundir í upphafi
og við lok tímabilsins, svo sem hvönn og
elfting.
Áhrif af mismunandi styrkleika eiturs
og tímasetningu úðunar á þekju skógar-
kerfils: Niðurstöður af meðaláhrifum
einfaldrar úðunar með mismunandi
styrkleika eiturs, óháð úðunartíma, eru
sýndar á 6. mynd. Þar má sjá að úðunin
sjálf hafði alltaf mikil og marktæk áhrif
til lækkunar á þekju skógarkerfils, bæði
í ágúst sama ár sem og í upphafi vaxt-
artímabilsins árið eftir (6. mynd; aðal-
meðferð „styrkleiki“ p<0,001; munur
milli samanburðarreita og reita sem
fengu eitur). Veik eða meðalsterk lausn
hafði hins vegar ekki marktækt ólík
áhrif þegar munurinn var greindur
með LSD-prófum (6. mynd, p=0,51 og
p=0,24). Í úttekt á fyrsta hausti mátti sjá
nokkuð meiri áhrif af sterkustu lausn-
inni (p=0,07), nær marktæk, en þau
áhrif reyndust horfin vorið eftir (2013;
p=0,79).
Því næst voru skoðaðar niðurstöður
af meðaláhrifum einfaldrar úðunar á
mismunandi tímasetningum, frá 10.
maí til 1. júlí, óháð styrkleika eiturs, á
þekju skógarkerfils síðsumars og vorið
eftir. Ekki var marktækur munur milli
reitanna, hvorki í ágúst né næsta vor
(7. mynd; p=0,11 og p=0,18), og samspil
við styrkleika var ekki heldur mark-
tækt (p=0,22 og 0,59). Því var ekki gerð
frekari tölfræðileg greining á því hvort
munur væri eftir úðunartíma. Áhrifin
af einfaldri úðun, óháð styrkleika og
tímasetningu, voru því þau að þekja
skógarkerfils minnkaði að jafnaði um
55% þegar hún var metin í lok ágúst
sama haust og um 58% í upphafi vaxtar-
tímabilsins næsta vor.
Vorið eftir tvöfalda úðun í Kaupangi
hafði þekja skógarkerfils minnkað um
78% miðað við viðmiðunarreiti (aðal-
meðferð „styrkleiki“ p<0,001; munur
á viðmiði við aðra reiti) og aftur var
ekki að sjá að styrkleiki lausnarinnar
í fyrri úðuninni hefði haft nein mark-
tæk áhrif á þekjuna (8. mynd; p>0,45).
Svo brá við að áhrif tímasetningar fyrri
úðunar reyndist marktæk þegar henni
hafði verið fylgt eftir með haustúðun
(9. mynd; aðalmeðferð „tímasetning“
p<0,027). Þessi marktæku áhrif komu
þannig fram að lægri þekja fékkst að
jafnaði þegar fyrri úðun hafði farið
fram á tímabilinu 20. maí til 10. júní,
eða 88% samdráttur á þekju í stað 78%.
Þessar niðurstöður féllu nokkuð vel að
tilhneigingunni í gögnunum eftir fyrri
úðun. Tímasetning úðunar virðist því
geta skipt máli fyrir árangurinn, þó að
áhrifin séu ekki mikil (9. mynd).
Niðurstöðurnar úr úttektinni 14.
ágúst 2013, um ári eftir seinni úðun,
voru hins vegar talsvert frábrugðnar
(8. og 9. mynd). Þá voru úðunaráhrifin
að stórum hluta gengin til baka og sam-
dráttur í þekju skógarkerfils var einungis
um 21% miðað við ómeðhöndlaða sam-
anburðarreiti. Þá brá svo við að þar sem
veikasta lausnin var notuð í upphafi
reyndist kerfillinn hafa marktækt lægri
þekju en þegar notuð var meðalsterk
eða sterk lausn. Munurinn var þó lítill
og því óvarlegt að draga af þessu miklar
ályktanir. Í seinni úttektinni komu aftur
fram marktæk áhrif milli tímasetningar
fyrri úðunar og þekju skógarkerfils eftir
eitt ár (9. mynd; aðalmeðferð „tímasetn-
ing“ p<0,005). Þar sem fyrst hafði verið
úðað eftir 20. júní var þekja skógarkerf-
ils orðin 93% að meðaltali ári eftir seinni
úðun (9. mynd), og var ekki marktækt
frábrugðin samanburðarreitum. Allir
reitir sem höfðu verið úðaðir fyrr höfðu
hins vegar marktækt lægri skógarkerf-
7. mynd. Meðaláhrif af einni úðun á tímabilinu 10. maí til 1. júlí 2012
á þekju skógarkerfils að hausti sama árs (20. ágúst 2012) og vorið
eftir (6. júní 2013), óháð styrkleika eiturs. – The average effect of her-
bicide used from 10th of May until 1st of July 2012, on the vegetation
cover of cow parsley at two timepoints.