Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 44
Náttúrufræðingurinn
44
vatn og þaðan í menn og skepnur.35,36
Nýlegar rannsóknir benda til þess að
tengja megi aukna tíðni ýmissa krabba-
meina í mönnum við mikla notkun á
glýfosati.37 Nú er svo komið að mörg ríki
í Evrópu vinna að því að banna notkun
á plöntueitri með virka efninu glýfosati.
Enn sem komið er hefur slíkt bann ekki
tekið gildi, en mikilvægt er að fylgjast
vel með þessum málum. Almennt er
óæskilegt að nota eitur í vistkerfum, og
slík notkun skekkir samkeppnisstöðu
annarra plöntutegunda í viðkomandi
vistkerfi.34 Eftir að umræðan um nei-
kvæð umhverfisáhrif plöntueitursins
komst í hámæli hér á landi34,36 þótti ekki
ástæða til að halda átaksverkefninu í
Eyjafjarðarsveit áfram af sama þunga og
því fjaraði undan því fljótlega eftir árið
2014.
Er hægt að eyða skógarkerfli?
Meðan á átaksverkefni Eyja-
fjarðarsveitar stóð (2007–2014) varði
sveitarfélagið talsverðum fjármunum
til verksins, enda er baráttan við skógar-
kerfil bæði tímafrek og kostnaðarsöm.
Lítið var um rannsóknarniðurstöður um
vistfræði plöntunnar og eyðingu hennar
hér á landi og því þurfti að byggja upp
þekkingu um leið og unnið var að verk-
inu. Þær niðurstöður erlendra rann-
sókna sem teknar voru saman í inngangi
voru hluti af þessari þekkingaröflun.
Þar kemur fram að það er helst úðun
með glýfosati sem hefur skilað árangri
erlendis.27,32 Í bandarískri rannsókn
kemur þó fram að bestur árangur náð-
ist þegar beitt var þremur aðferðum
saman, þ.e. slætti, úðun og loks sáningu í
svörðinn,27 en sambærilegar rannsóknir
hafa ekki farið fram hérlendis. Aðrar að-
ferðir sem hafa verið reyndar erlendis
eru t.d. plæging og jarðvinnsla, að slíta
plöntur upp með höndum, bruni o.fl.,21
en árangur þessara aðgerða hefur oftast
verið takmarkaður til lengri tíma litið.
Líkt og hjá lúpínunni virðist hefð-
bundin haga- og úthagabeit takmarka
lífslíkur hjá fræplöntum skógarkerfils.
Frekari rannsóknir skortir enn til að
hægt sé að fullyrða þetta með nægilegri
vissu. Markviss stýring hefðbundinnar
landnýtingar er því væntanlega áhrifa-
mikil aðgerð til að takmarka óvelkomið
landnám tegundarinnar.
Niðurstöður okkar sýna að vissulega
má ná árangri við eyðingu skógarkerf-
ils til skamms tíma með endurtekinni
glýfosatúðun í fleiri en eitt ár. Þessi leið
er þó síður en svo gallalaus út frá um-
hverfissjónarmiði, líkt og fram hefur
komið. Ályktunin er því sú að erfitt sé
að eyða skógarkerfli varanlega af til-
teknu svæði en mögulega megi hafa
áhrif á útbreiðslu hans með því að beita
blönduðum aðferðum, svo sem beit,
slætti, sáningu og notkun viðarkurls (sjá
síðar), en forðast eigi að nota plöntueitur.
Skipta tímasetning, fjöldi úðana
og styrkleiki eiturblöndu máli?
Í rannsóknum á alaskalúpínu hefur
komið fram að hægt er að eyða henni ef
hún er slegin á ákveðnu stuttu tímabili
snemmsumars þegar orkuforði í rótar-
kerfi hennar er í lágmarki.38,39 Í nýlegri
grein um lúpínu kemur fram að bæði
sláttur og úðun með plöntueitri skiluðu
lægri þekju í lúpínubreiðum.40 Í þeirri
rannsókn var þó einungis úðað einu
sinni á hverju vaxtartímabili eða þegar
lúpínan var langt komin með blómgun. Í
annarri tilraun þar sem lúpína var úðuð
náðist bestur árangur þegar úðað var
um mitt sumar og allra bestur þar sem
notuð var meðalsterk lausn af plöntu-
eitrinu.41 Allt eins mátti búast við því
að tímasetning eitrunar gæti haft áhrif
á lifun skógarkerfils og því var mikil
áhersla lögð á þennan rannsóknarþátt
í skógarkerfilsverkefninu. Niðurstöð-
urnar sýndu hins vegar að tímasetning
úðunar var almennt ekki afgerandi fyrir
árangurinn og þegar einungis var úðað
einu sinni var munurinn ekki mark-
tækur. Þó gáfu niðurstöður eftir tvö-
falda úðun til kynna að í þeim reitum þar
sem skógarkerfillinn var úðaður mjög
snemma eða mjög seint voru áhrifin
marktækt minni. Ekki var athugað hvort
um var að ræða nýjar fræplöntur eða
eldri plöntur sem höfðu vaxið aftur upp.
Í heild má þó álykta að úðun á bilinu 30.
maí til 10. júní skili bestum árangri.
Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram
á mikilvægi þess að endurtaka úðun við
eyðingu skógarkerfils.21,27 Það passar vel
við vísbendingar úr úttektinni á gróð-
urþekju svæða í Eyjafirði sem höfðu
fengið endurtekna úðun með glýfosati.
Þar þurfti þó tíðari úðun en tvöfalda
til þess að veruleg áhrif sæjust á þekju
skógarkerfils og landnám annarra
plöntutegunda. Í tilrauninni í Kaupangi
voru áhrifin af endurtekinni eitrun um-
talsverð á fyrri úttektinni (ágúst, 2013),
en tæpu ári síðar síðar ( júní, 2014) kom
fram í lokaúttekt á öllum reitum að
þekja skógarkerfils var ekki marktækt
frábrugðin ómeðhöndluðu reitunum.
Ályktunin er því sú að áhrifa tvöfaldrar
úðunar sama ár, gætir ekki nema í um
eitt ár. Tveimur árum síðar sjást engin
merki um úðun þannig að áhrifin urðu
mjög skammvinn. Til þess að ná lang-
tímaárangri með úðun hefði væntanlega
þurft að halda henni áfram í nokkur ár
og úða stærra samfellt svæði til að koma
í veg fyrir fræframleiðslu annars staðar
á svæðinu.
Ólík styrkleikastig eiturblöndu gáfu
mjög svipaðar niðurstöður í tilrauninni
í Kaupangi. Það er í samræmi við niður-
stöður úr lúpínutilraun þar sem fram
kom að ekki reyndist marktækur munur
á milli áhrifa meðalsterkar og sterkar
lausnar.41 Ályktunin er því sú að fylgja
skuli leiðbeiningum framleiðenda um
blöndun eitursins og nota meðalsterkar
lausnir.
Hver verður fram-
vinda skógarkerfils?
Niðurstöðurnar úr endurtekinni
talningu skógarkerfilsbrúska í veg-
köntum árið 2011 bentu sterklega til
þess að skógarkerfill væri almennt að
breiða úr sér í Eyjafirði. Áhugavert
hefði verið að endurtaka úttektina árið
2017 og sjá hver þróunin hefur verið
síðustu sex árin. Einnig væri það verð-
ugt verkefni að nota fjarkönnunar-
gögn til að áætla heildarútbreiðslu
tegundarinnar á landsvísu, svipað og
gert var nýlega fyrir alaskalúpínu.42
Þær upplýsingar sem liggja fyrir um
núverandi útbreiðslu skógarkerfils
eru brotakenndar.19
Almennt virðist skógarkerfill
gera talsverðar kröfur til frjósemi
jarðvegs. Þær kröfur setja honum
þrengri útbreiðslumörk en til dæmis
alaskalúpínu.43,44 Hæð skógarkerfilsins
og talsvert skuggþol gera honum kleift
að taka yfir algróið land þar sem ljóselsk-
ari tegundir vaxa. Kröfur um mikla
frjósemi vekja hins vegar upp þá spurn-
ingu hvort það séu ekki einmitt gamlar
lúpínubreiður sem geta orðið stærstu
mögulegu útbreiðslusvæðin hérlendis.
Slíkt samspil, þ.e. að ein ágeng tegund
ýtir undir útbreiðslu annarrar, er vel
þekkt úr fræðunum.45