Náttúrufræðingurinn - 2018, Síða 45
45
Skógarkerfill
útlit og vaxtarferill
1. mynd. Frumvöxtur skógarkerfilsplöntu. Lengst til hægri má sjá að aðalrótin drepst eftir
slátt eða beit en hliðarrætur taka við. – The first growth of a young cow parsley plant. To
right it is shown how the main root dies after grazing or cutting and the sideroots take over
(Teikningar/Drawings: Knut Quelprud, Hundekjeksprosjektet, 2012).
2. mynd. Vaxtarferill skógarkerfils. – The lifecycle of cow parsley. From top: [Seed] [Seed-
ling] germination [young plant] growth [leaf plant] maturity [mature plant]
flowering and pollination. After cutting/grazing of mature plants, asexual reproduction leads
to the growth of young plants (Teikning/Drawing: Ragnar Kristjánsson).
Skógarkerfill (e. Cow parsley)
er sveipjurt (Umbelliferae). Hann er
hávaxinn, getur orðið allt að mann-
hæðarhár og myndar sterka stólparót
(1. mynd). Stöngullinn er grópaður
og blöðin eru tví- til þríhálffjöðruð,
að mestu hárlaus.13,20,29 Skógarkerfill
blómstrar snemma vors og langt fram á
sumar. Blómin eru hvít, venjulega 8–16
saman í smásveipum sem skipa sér í
stórsveipi. Krónan er hvít með nokkuð
gulgrænleitum blæ en bikarblöð vantar.
Aldinið er mjóleitt, gljáandi, um 6 mm
á lengd. Á hverri plöntu eru bæði ein-
kynja karlblóm og tvíkynja blóm.16 Blóm
skógarkerfils eru skordýrafrævuð.49
Fræin eru fremur stór, 2,8 mg,50 og
þroskast seinni hluta júnímánaðar og
fram á haust. Ein planta getur fram-
leitt 800–10.000 fræ.29 Fræin lifa stutt,
flest spíra þau á fyrsta ári, fáein á öðru
ári og nánast engin eftir það10,49 og því
myndast ekki mikill og langlífur fræ-
forði í jarðveginum.7,10 Fræ dreifast með
vindi, vatni, fuglum, búpeningi svo sem
hrossum, kúm og kindum og með mann-
legum athöfnum.29,48,51
Lífsferill skógarkerfils er breytilegur
(2. mynd). Plantan getur verið einær,
vetrareinær, tvíær eða fjölær.29 Skógar-
kerfill sem vex upp af fræi myndar
blaðbrúsk en blómstrar ekki fyrsta sum-
arið.49 Plantan blómstrar oftast á öðru
til fjórða ári, myndar þá fræ og sterka
og djúpstæða stólparót.7,13 Þegar móð-
urplantan deyr, til dæmis eftir slátt
eða beit, myndast nokkrar hliðarrætur
sem síðan mynda nýjar plöntur út frá
neðsta hluta stöngulsins eða rótarháls-
inum12,16,22 (1. mynd). Eftir blómgun og
dauða blaðþyrpingarinnar vaxa hliðar-
ræturnar sjálfstætt. Þannig fjölgar
plantan sér bæði kynlaust með rót-
arskotum og kynjað með fræjum. Kerf-
illinn hefur því í raun bæði einkenni ein-
ærrar tegundar og fjölærrar tegundar
sem fjölgar sér með rótarskotum.16,22