Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 46

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 46
Náttúrufræðingurinn 46 Hvað tekur svo við þegar skógar- kerfill hefur verið ríkjandi í landinu um skeið? Litlar upplýsingar er að finna um framvindu í skógarkerfilsbreiðum til lengri tíma litið. Í náttúrulegum heimkynnum virðist mega rekja aukna útbreiðslu kerfilsins til aukins köfn- unarefnis í jarðvegi, sem oftast tengist breyttri landnýtingu.7 Skógarkerfill á sér stutta sögu á Íslandi og því er í raun lítið vitað um framvindu hans hérlendis til lengri tíma litið. Til dæmis er ekki ljóst hvernig honum vegnar í gömlum lúpínubreiðum sem hann hefur tekið yfir. Gisnar kerfillinn þegar hægir á hr- ingrás köfnunarefnis á svæðinu eftir að lúpínan hopar? Eða helst köfnun- arefnishringrásin nægilega hröð til að viðhalda kerflinum á svæðinu? Erfitt getur verið að draga með beinum aðgerðum úr því magni köfn- unarefnis sem plöntum er aðgengilegt í jarðvegi á hverjum tímapunkti. Þó er þekkt að þegar C/N-hlutfall í jarðvegi eða yfirborðslagi hækkar snögglega, þá dregur tímabundið úr hraða hringrásar- innar. Þetta gerist fyrir tilstilli niður- brotsörvera sem binda mikinn hluta aðgengilegra næringarefna til að brjóta niður lífræna efnið (C) og getur slík binding leitt til þess að tímabundið dragi úr frjósemi jarðvegsins.46 Þannig mætti nota viðarkurl til að hækka C/N-hlutfall í skógarkerfilsbreiðum og athuga hvaða áhrif það hefur á gróðurframvindu. Á að reyna að stýra út- breiðslu skógarkerfils? Rannsóknir hafa sýnt að landnám ágengrar plöntu hefur í för með sér ýmsar breytingar í vistkerfi landnáms- svæðisins.45 Ágenga plantan verður yf- irleitt einráð og dregur úr líffræðilegri fjölbreytni á viðkomandi svæði til fram- búðar. Hún ryður úr vegi náttúrulegum tegundum og getur ógnað bæði fuglalífi og berjalöndum. Í íslenskri rannsókn þar sem borinn var saman þéttleiki fugla og smádýra í ógrónu landi, endurheimtu mólendi og lúpínubreiðum, kom þó fram að þéttleikinn var mestur í lúpínu- breiðunum.47 Ekki er til sambærileg rannsókn um skógarkerfilsbreiður. Í fræðum um stýringu ágengra tegunda er ítrekað fjallað um mikilvægi þess að koma í veg fyrir landnám ágengra plantna. Þetta skal gera með því að af- marka það svæði sem halda skal ágengu tegundinni frá og eyða stökum plöntum sem þangað berast. Mikilvægt er að hindra frædreifingu frá upprunastað og fjarlægja plöntur við ár og læki til að koma í veg fyrir dreifingu fræja með vatni. Einnig ætti að uppræta plöntur í vegköntum til að koma í veg fyrir dreifingu meðfram vegum.48 Einungis lítill hluti innfluttra plöntu- tegunda verður ágengur,2 þ.e. breiðist hratt út af eigin rammleik inn á svæði þar sem þeirra er ekki óskað og þar sem líklegt er að þær valdi umhverfislegu, efnahagslegu og/eða heilsufarslegu tjóni. Það er skoðun greinarhöfunda að jafn-sjálfsagt sé að finna leiðir til að halda aftur af útbreiðslu slíkra tegunda og að verja fjármunum og tíma til rækt- unar annarra innfluttra tegunda sem hafa í för með sér umhverfislegt, efna- hagslegt og/eða heilsufarslegt gagn í garðrækt, landbúnaði, landgræðslu og skógrækt. Við aðgerðir til að útrýma ágengum framandi plöntutegundum þarf að taka mið af kostnaði við verkið, af því tjóni sem ágengu tegundirnar valda og af hugsanlegum áhrifum af sjálfri eyðingunni. Það er vandséð að aukin útbreiðsla skógarkerfils hafi mikil nei- kvæð efnahagsleg eða heilsufarsleg áhrif hérlendis. Neikvæð áhrif frá skógar- kerfli eru því einkum umhverfisleg. Í Eyjafjarðarsveit fjaraði hægt og rólega undan átaksverkefninu þegar farið var að meta hvort hugsanleg neikvæð um- hverfisáhrif mikillar og endurtekinnar notkunar plöntueiturs yrðu meiri en þau neikvæðu áhrif sem kerfillinn sjálfur hefur á umhverfið, ekki síst í ljósi þeirrar óvissu sem enn ríkir um framvindu hans til lengri tíma litið. Enn er því mikil þörf á frekari rannsóknum, þar sem leitað er að öðrum og umhverfisvænni leiðum en úðun með plöntueitri, til að ná árangri við stýringu á útbreiðslu skógarkerfils. Hugsanlega má skapa slíkar leiðir með einhvers konar blöndu af stýrðri beit, slætti og sáningu að vori og sumri. Forð- ast ætti að nota plöntueitur. ENGLISH SUMMARY The effect of herbicide use on the cover of Cow parsley Cow parsley (Anthriscus sylvaticus) is defined as an invasive alien species in Iceland. It was first introduced in Iceland at the beginning of last century and has, since then, spread widely and is currently found in all parts of Ice- land. Cow parsley is especially prone to invade disturbed, nutrient rich hab- itats that have limited grazing pressure, such as roadsides, abandoned hayfields and Nootka lupin (Lupinus nootkaten- sis) fields. Warmer climate and lower grazing pressure possibly explain its in- creasing distribution in Iceland the past few decades. Cow parsley is a tall herb and reproduces both from seeds and from root buds. In 2007 the municipal- ity Eyjafjarðarsveit in N-Iceland started a research project on how to control the distribution of cow parsley using her- bicide. Specific aims of the study were to a) map the distribution of cow pars- ley on roadsides within the Eyjafjörður district, b) find out if repeated use of herbicide (3–4x) would permanently decrease the cover of cow parsley, c) find out which dates of applying the herbicide would give the best results, and d) find out if stronger mixtures of the herbicide gave better results. Our results showed that during a 6-year period, the distribution of cow pars- ley patches at roadsides had increased on average by 62% in the Eyjafjörður district in general, but least within the municipality Eyjafjarðarsveit (19%), where active measures had been taken to eradicate it. Repeated application of herbicide (glyphosate) did only tem- porarily decrease the cover of cow parsley and this method is therefore not suitable for permanently eradi- cating the species from a certain area. The spraying gave the best results, al- though only with short-term effect, if applied at the end of May or beginning of June. A stronger mixture of the her- bicide gave better results, but also those effects were only short-term. When controlling invasive alien species, it is very important to consider the harm from the invasive species relative to the potential harm that can possibly arise from using a herbicide. The authors recommend using mixed methods, like grazing and cutting, and perhaps seed- ing of other plant species, when trying to decrease the cover of cow parsley. The use of herbicide is not recommended.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.