Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 50
Náttúrufræðingurinn
50
svæðum því að margar þeirra eiga þar
meiri möguleika en á beittu landi.15–17
Því er viðbúið að með tímanum breytist
gróður beitarfriðaðra hólma og eyja og
gefi þá ekki jafngóða mynd af gróðri
sem hefur þróast á undanförnum öldum
án mikilla áhrifa mannsins.
Beitarfriðaðir hólmar eru hvorki
margir né stórir en sérstæðir að gróð-
urfari og má því ætla að þeir hafi mikið
verndargildi. Því er brýnt að kanna
gróður þeirra til að fá yfirlit yfir þau
verðmæti sem í þeim eru fólgin.
Megintilgangur rannsóknarinnar
var að kanna og lýsa gróðri í tveimur
beitarfriðuðum hólmum í Árnessýslu,
Bláfellshólma í Hvítá og Koðralækj-
arhólma í Tungufljóti, bera saman flóru
þeirra og fjórtán annarra beitarfriðaðra
hólma sem áður hafa verið kannaðir og
athuga tengsl flórunnar við nokkra um-
hverfisþætti. Auk þess voru athugaðar
breytingar sem orðið hafa á gróðri í
hólmunum hin síðari ár (1. mynd).
1. mynd. Hólmar sem fjallað er um í greininni. – Location of the 16 islands studied.
RANNSÓKNARSVÆÐI
Bláfellshólmi
Bláfellshólmi er í Hvítá í Árnessýslu
sunnan við Bláfell, á mörkum afrétta
Biskupstungna og Hrunamanna (1.
mynd). Hann er í 310 metra hæð yfir
sjó, 15 hektarar að flatarmáli, 800 metra
langur og mest um 300 metra breiður.
Ofan við hólmann fellur Hvítá meðfram
Bláfelli eftir misgengissprungu (Haukur
Jóhannesson, munnl. uppl. 2012).
Áin brýtur sér leið út úr sprungunni í
tveimur kvíslum. Þær sameinast síðan
stuttu neðar og mynda þannig hólmann.
Syðri kvíslin er vatnsmeiri og fellur hún
í ófæru gljúfri með austur- og suður-
bakka hólmans. Mikill halli er þarna í
ánni og straumur stríður. Neðarlega í
nyrðri kvíslinni er snotur foss og ofan
við hann flúðir. Þar er vætt út í hólmann
þegar lítið er í ánni.
Hólminn er úr grágrýti og setlögum
frá síðari hluta ísaldar.18 Suðurhlutinn er
mjög mótaður af ánni. Þar sjást greini-
legir farvegir sem hún hefur grafið á
fyrri tíð og þá mótað kletta og dranga úr
hraun- og setlögum (2. mynd). Nyrðri
hlutinn er tiltölulega flatur með all-
háum klettum við báðar kvíslar árinnar.
Í ánni bæði ofan og neðan Bláfells-
hólma eru litlir klettahólmar, að nokkru
grónir og sennilega illfært í þá alla.
Gróðri í Bláfellshólma hefur ekki
verið lýst áður. Samkvæmt gróðurkorti
frá 1966 voru þar tvær megingerðir gróð-
urs, mosaþemba með stinnastör og smá-
runnum á norðurhlutanum en kræki-
lyng-fjalldrapi-bláberjalyng á þeim syðri.19
Bláfellshólmi er langt frá öllum veð-
urstöðvum og er nákvæmar upplýsingar
um veðurfar því ekki að hafa. Miðað við
líkön Veðurstofu Íslands er ársúrkoma
reiknuð fyrir árin 1971–2000 um 1.500
mm.20 Ársmeðalhiti fyrir tímabilið frá
1961–1990 telst vera 1,7°C og meðalhiti
í júlí, hlýjasta mánuði ársins, er 9,4°C
(1. tafla).21