Náttúrufræðingurinn - 2018, Síða 52
Náttúrufræðingurinn
52
Koðralækjarhólmi
Koðralækjarhólmi er í Tungufljóti
í Biskupstungum skammt ofan við
Tungnaréttir í um 70 metra hæð yfir
sjó (1. mynd). Hann er rúmur hektari að
flatarmáli, mest um 90 metra breiður og
rétt tæpir 200 metrar að lengd. Vestan
við hólmann er fljótið alldjúpt en aust-
urkvíslin er vel væð (3. mynd). Austan
við fljótið eru melar, gamalt vatnaset,
en berggrunnur vestan fljóts er hluti af
eldri grágrýtismynduninni.22
Upplýsingar um veðurfar í Koðra-
lækjarhólma eru góðar. Frá árinu 1990
hefur verið veðurstöð á Hjarðarlandi
um 1,6 kílómetrum norðan við hólmann.
Árin 1991–2011 var ársmeðalhiti 4,0°C
og meðalhiti í júlí, hlýjasta mánuði
ársins, 11,9°C. Að meðaltali var ársúr-
koma þetta tímabil 1.347 mm.23
Gróðri í Koðralækjarhólma hefur
ekki áður verið lýst. Hlíf Einarsdóttir
(fædd 1930) frá Hjarðarlandi hefur á
hinn bóginn fylgst með breytingum í
hólmanum frá unglingsárum og skráð
þar nokkrar tegundir plantna.
Aðrir hólmar
Til samanburðar við Bláfellshólma
og Koðralækjarhólma voru valdir
fjórtán hólmar þar sem gróður hefur
verið kannaður á undanförnum ára-
tugum (1. mynd). Sextán hólmar eru
því undir í þessari rannsókn. Fjórir
eru á Suðurlandi, þ.e. Viðey í Þjórsá,
Bláfellshólmi í Hvítá, Koðralækj-
arhólmi í Tungufljóti í Biskupstungum
og hólmi í Mjóavatni á Mosfellsheiði.
Sex eru á Vesturlandi, þ.e. Foxufells-
hólmi í Hítarvatni á Mýrum og fimm á
Arnarvatnsheiði; einn hólmi í Úlfsvatni
og fjórir í Arnarvatni hinu stóra. Fjórir
hólmar eru á Norðurlandi vestra, þ.e.
í Eyjavatni, Vestara Friðmundarvatni
og Lómatjörnum á Auðkúluheiði og
í Bugavatni á Eyvindarstaðaheiði.
Loks eru tveir hólmar á Norðurlandi
eystra, þ.e. Helley og Helleyjarhólmi í
Laxá í Aðaldal.
Aðstæður í hólmunum sextán eru
nokkuð ólíkar. Þeir eru misstórir (1.
tafla). Sá minnsti, Helleyjarhólmi, er
0,06 ha en Bláfellshólmi er langstærstur,
rúmir 15 ha. Fimm hólmar eru undir
150 m hæð yfir sjó, tveir í 200–350 m
hæð en átta eru á hálendinu í yfir 400
m hæð. Samkvæmt úrkomulíkani Veð-
urstofu Íslands er úrkoma í hólmunum
ólík (1. tafla).20 Í hólmunum sex á Norð-
urlandi er ársúrkoma um 700 mm. Úr-
koma er allmiklu meiri, 1.100–1.200
mm, í hólmunum á Arnarvatnsheiði
og talsvert meiri í hólmunum á Suður-
landi, eða 1.500–1.650 mm. Langmest er
úrkoman í Foxufellshólma í Hítarvatni
á Mýrum eða tæplega 2.300 mm. Sam-
kvæmt líkani Veðurstofunnar er meðal-
hiti einnig misjafn, og endurspeglar sá
munur að verulegu leyti hæð yfir sjó (1.
tafla).21 Meðalhiti í júlí, hlýjasta mánuði
ársins, er hæstur í Viðey og Koðra-
lækjarhólma, um 11°C, en lægstur í
hólmunum á Arnarvatnsheiði, um 7,5°C.
Fimm hólmar eru í straumvatni en tíu í
stöðuvötnum.
Breytileiki í landi er misjafn eftir
hólmum (1. tafla). Fjölbreyttast er land
í Bláfellshólma og í Helley sem er úr
hrauni með misdjúpum sprungum.
Land í hólmanum í Lómatjörnum er
nokkuð fjölbreytt en hólminn er all-
3. mynd. Koðralækjarhólmi í Tungufljóti. Til vinstri í hólmanum er birkiskógur á þykkum áfoksjarðvegi. Til hægri er eyrin sem vaxin er gróskumikl-
um gróðri; lúpínu, ætihvönn, viðju, gulvíði, birki o.fl. tegundum. – A view over the island Koðralækjarhólmi in the river Tungufljót. On the left is
the original Betula-woodland on thick aeolian soil. On the right is a gravel bank colonized by Lupinus nootkatensis, Angelica archangelica, Salix
myrsinifolia, Salix phylicifolia, Betula pubescens and more. Ljósm./Photo: Sigurður H. Magnússon 29.8. 2015.