Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 54

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 54
Náttúrufræðingurinn 54 Sumarið 2012 voru farnar tvær ferðir í hólmann, 9. og 28. ágúst, til að kanna gróður, skrá tegundir og meta hugsan- legar gróðurbreytingar sem orðið hefðu frá 1992 (4. mynd). Í ferðinni árið 1992 var tími til skoðunar mjög takmarkaður og því hreinlega yfirsást að skoða gamla farvegi í syðsta hluta hólmans (svæði III). Þetta svæði var því kannað sérstak- lega sumarið 2012. Sumarið 2012 var stærð birkiskógar- ins mæld með því að gengið var um- hverfis hann með GPS-tæki. Miðað var við svæði þar sem birkiplöntur mynd- uðu nokkurn veginn samfellu, og voru stakar plöntur fjarri meginbreiðunni því ekki teknar með. Ummál og lengd sverustu stofna var mælt líkt og gert var árið 1992. Auk þess voru teknar all- margar ljósmyndir, sumar frá svipuðu sjónarhorni og 20 árum fyrr. Gróður- kort af hólmanum var teiknað á grunni upplýsinga sem safnað var í ferðunum (4. mynd).24 Koðralækjarhólmi Sumarið 2012 voru farnar þrjár ferðir í Koðralækjarhólma til að kanna gróður og flóru, fyrst 29. og 30. ágúst og síðan 3. september. Í hólmanum eru fjögur gróð- ursvæði og var hvert þeirra skoðað sér- staklega (5. mynd). Á vesturhlutanum er gamalgróinn birkiskógur á þykkum áfoksjarðvegi. Á austurhlutanum, sem liggur um 1,5–2 metrum neðar en skóglendið, er að mestu uppgróin eyri sem skiptist í þrennt, deiglendi með tveimur litlum tjörnum í gömlum far- vegi næst skóginum, lúpínusvæði sem þekur mest af eyrinni og lítt grónir eyrarblettir á tveimur stöðum. Byggt var á þessum upplýsingum er gróðurkort af hólmanum var teiknað (5. mynd).24 Æðplöntutegundir voru skráðar á öllum fjórum gróðursvæðunum (5. mynd). Útlínur birkiskógarins voru skráðar með GPS-tæki og hæð hæstu trjáa áætluð með sjónmati. Á lúpínu- svæðinu voru öll birkitré sem fundust staðsett með GPS-tæki og hæð þeirra mæld. Jarðvegur var skoðaður og jarð- vegsþykkt mæld á nokkrum stöðum á öllum svæðunum. Teknar voru ljós- myndir af því sem markvert þótti. Aðrir hólmar Á árunum 1976–1979 var kannaður gróður í alls ellefu hólmum (1. tafla). Í Arnarvatni hinu stóra á Arnarvatns- heiði var gróður rannsakaður í fjórum hólmum en í vatninu eru alls sex hólmar. Gróður var kannaður í Land- eyju og þremur öðrum hólmum sem hér eru númeraðir 3, 4 og 5 (1. tafla). Tekið skal fram að gróður var skráður sameiginlega í hólmum 3 og 5. Í Úlfs- vatni á Arnarvatnsheiði var skráður gróður í Þúfuhólma, sem er stærstur fimm hólma í vatninu. Á Auðkúluheiði var rannsakaður gróður í stærsta hólm- anum í Eyjavatni, í hólmanum í Vest- ara Friðmundarvatni og hólmanum í Lómatjörnum. Á Eyvindarstaðaheiði var rannsakaður gróður í eina hólm- anum sem finnst í Bugavatni. Á þessum árum var gróður einnig kannaður í Foxufellhólma í Hítarvatni og í hólm- anum í Mjóavatni á Mosfellsheiði. Árið 2003 var kannaður gróður í tveimur af hólmunum í Laxá í Aðaldal, Helley og Helleyjarhólma,25 en ekki í öðrum grónum hólmum í ánni. Árið 2009 var rannsakaður gróður í Viðey í Þjórsá.3 Í öllum tilvikum var farið um hólmana, æðplöntutegundir skráðar og gróðri lýst. Í Viðey og í hólmunum í Lómatjörnum og Vestara Frið- mundarvatni hefur gróður auk þess verið rannsakaður nánar.2,3,13 5. mynd. Gróðurkort af Koðralækjarhólma teiknað á mynd frá 2008 frá Loftmyndum ehf. Skipting í gróðurfélög og landgerðir miðast við gróðurlykil Steindórs Steindórssonar.24 C5 ilmbjörk, L3 alaskalúpína, T4 gulvíðir-star- ir-grös, ey eyrar, av vatn. – Vegetation map of the island Koðralækjarhólmi based on an aerial photograph from Loftmyndir ehf, taken 2008. Vegetation and land types classes are from Steindór Steindórsson.24 C5 Betula pubescens, L3 Lupinus nootkatensis, T4 Salix phylicifolia-sedges-grasses, ey well drained riverwash, av water, Ógreint unspecified.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.