Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 55

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 55
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 55 Úrvinnsla Tegundaskrár í hólmunum voru bornar saman með flokkun (e. classification) og hnitunargreiningu (e. ordination). Við flokkunina var notað forritið TWINSPAN, útgáfa 2.3,26 sem skiptir gagnasafni eftir tegundasam- setningu í smærri og smærri einingar en gefur einnig upp einkennistegundir fyrir hverja skiptingu. Við hnitunina var notað forritið CANOCO, 5. útgáfa.27 Í greiningunni var byggt á þeim tegundum æðplantna sem skráðar höfðu verið í hólmunum. Ekki var gerður greinarmunur á fjallakobba og jakobsfífli og ekki á hnoðamaríu- stakki og maríustakki, og voru þessar tegundir skráðar sem jakobsfífill og maríustakkur. Undafíflum og íslandsfífli var einnig slegið saman undir heitinu undafíflar. Við útreikninga var öspinni sem fannst í skóginum í Koðralækj- arhólma sleppt þar sem fullvíst þótti að henni hefði verið plantað. Við flokkun- ina var skurðgildi forritsins stillt á 0 og 1 en við hnitunina var valin DCA-aðferð (e. Detrended Correspondence Analysis) sem gefur kost á að finna gróðurfars- legan skyldleika og kanna jafnframt samband umhverfisþátta og gróðurs. Kannað var samband eftirfarandi þátta við gróður í hólmunum: hæð yfir sjó, meðalárshiti, ársúrkoma, stærð hólma og fjöldi æðplöntutegunda. Tegundaheiti æðplantna miðast við plöntutal Harðar Kristinssonar28 (sjá einnig viðauka). NIÐURSTÖÐUR Bláfellshólmi Bláfellshólmi er nánast allur þurr- lendur (>99%). Deiglendi finnst þó á örlitlum bletti vestast í honum (Sv I) og í tveimur lautum á honum austanverðum (Sv II) en stærsti bletturinn er í gömlum farvegi árinnar syðst í hólmanum (Sv III) (4. mynd). Þar er m.a. lítil tjörn sem þornar í þurrkatíð (2. mynd). Hólminn er að mestu leyti gróinn. Lítt gróið land, melar, klappir og klettar, er aðeins um 13% af yfirborði hans. Í hólmanum voru skráðar 106 tegundir æðplantna. Þar af fannst 91 tegund í birkiskóginum og nágrenni hans (Sv I), 67 í mosaþembu, melum, lyngmóum og klöppum austar á hólm- anum (Sv II) og 71 tegund í og við kletta- sundið syðst á hólmanum (Sv III) (4. mynd). Í hólmanum vex birki á nokkrum stöðum en eingöngu þar sem skjóls gætir. Öflugast er birkið í halla móti suðri vestast í hólmanum þar sem það myndar svolítinn skógarlund (Sv I). Slíkir birkilundir eru einnig austarlega á hólmanum og smáhríslur finnast víðar (4. mynd). Talsverð ummerki voru í hólmanum eftir gæs, skítur og traðk, einkum við birkiskóginn. Allvíða á bökkum hólm- ans var að finna gömul og ný hreiður- stæði heiðagæsar. Svæði I – birkiskógur og nágrenni Stærð skógarins var ekki mæld árið 1992 en slegið á að hann væri yfir 100 m á lengd og 30–40 m á breidd. Mæling sumarið 2012 sýndi að skógarsvæðið hafði stækkað talsvert. Það var þá um 200 m langt og mest um 100 m breitt, og um fjórðungur úr ha að flatarmáli (4. mynd). Ljósmyndir sem teknar voru af skóginum 1992 og 2012 bera vott um þessar breytingar (6. mynd). Árið 1992 voru hæstu tré í skóginum um 3 m, mælt lóðrétt frá jarðvegsyfir- borði. Mikið af birkinu hallaðist undan 6. mynd. Allmiklar breytingar hafa orðið á birkilundinum í Bláfellshólma á síðustu áratugum; trén hafa bæði hækkað og skógurinn breiðst út. Efri myndin var tekin 26. júlí 1992 en sú neðri 20 árum síðar, eða 28. ágúst 2012. – The Betula-woodland on the island Bláfellshólmi has ex- panded significantly in recent years. The upper image was taken July 26, 1992, and the lower 20 years later, August 28, 2012. Ljósm./Photo: Sigurður H. Magnússon.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.