Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 57
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
57
vaxa með lúpínunni gulvíðir, viðja, birki
og loðvíðir, allt tegundir sem eru há-
vaxnari en hún. Allvíða var gras komið í
lúpínuna og bar einna mest á snarrótar-
punti en einnig var þar hálíngresi, blá-
sveifgras, vallarsveifgras og túnvingull.
Hálíngresið var líklega þekjumest gras-
tegunda. Nokkuð var einnig af túnfífli.
Allvíða fannst akurarfi og á stöku stað
fjalldalafífill og maríustakkur.
Á lúpínusvæðinu fundust 12 birkitré
og var hæð þeirra á bilinu 1,4–3,1 m, en
meðalhæð 2,5 m. Öll trén voru í góðum
vexti og með rekla nema eitt. Hæstu
gulvíðiplöntur voru yfir 3 m og hæstu
viðjur enn hærri.
Á norðurhluta lúpínusvæðisins var
yfirborð víðast hvar slétt og jarðvegur
um 40 cm þykkur, lagskiptur, blanda
af sandi, vikri og mold ofan á ármöl-
inni. Þegar kemur suður fyrir miðjan
hólmann verður á þessu breyting. Þar
mátti greina gróna sand- og áfokshóla
og var melgresi í sumum þeirra. Þykkt
jarðvegs ofan á möl var þar sums staðar
yfir 1 m.
Eyrarblettir
Lítt grónar áreyrar eru aðeins um 30
m2. Af þeim ellefu tegundum sem þar
fundust voru sex ekki skráðar annars
staðar í hólmanum, þ.e. fjallapuntur,
klappadúnurt, lindadúnurt, hundasúra,
skammkrækill og lækjagrýta.
Samanburður hólma
Í hólmunum sextán eru samtals
skráðar 194 tegundir æðplantna (sjá
viðauka). Mikill munur er á fjölda eftir
hólmum. Ekki er þó greinilegt sam-
band á milli stærðar hólma og tegunda-
fjölda (1. tafla). Flestar tegundir voru í
Bláfellshólma (106) en fæstar í hólm-
anum í Mjóavatni (41). Miðað við stærð
er tegundaauðgi sérstaklega mikil í
hólmunum í Laxá í Aðaldal, Helleyjar-
hólma og Helley, sem eru aðeins 0,06
og 0,3 ha að stærð. Þar fundust 68 og 85
tegundir æðplantna.
Hnitunargreining
Umtalsverður munur var á flóru
hólmanna, og kemur hann skýrt fram í
hnituninni (9. mynd). Fyrstu fjórir ásar
greiningarinnar útskýra samtals 34,5%
af þeim breytileika sem er að finna í öllu
gagnasafninu og af þeim útskýra fyrstu
ásarnir tveir 21,4 og 7,1% (eigingildi ása
var 0,28; 0,09; 0,05 og 0,03). Greiningin
sýnir einnig að munur á flóru hólmanna
er einkum tengdur hæð yfir sjó, þar sem
mjög sterkt samband er á milli staðsetn-
ingar á 1. ási hnitunar og hæðar yfir sjó
(r2 = 0,91, p<0,0001, n=15). Því lægra sem
hólmarnir liggja, þeim mun hærri gildi
fá þeir að jafnaði á ásnum (9. mynd).
Samband staðsetningar á 1. ási og með-
alhita í júlí er einnig sterkt, þar hækkar
meðalhiti að jafnaði með hærri gildum á
1. ási (r2 = 0,84, p<0,0001, n=15).
Annar ás hnitunarinnar aðgreinir
hólmana að hluta til eftir því hversu
raklendir þeir eru. Þurrlendari hólm-
arnir, svo sem hólminn í Bugavatni,
Bláfellshólmi, hólminn í Lómatjörnum
og Viðey, eru allir á neðri helmingi
grafsins. Raklendari hólmarnir, svo
sem hólminn í Eyjavatni, í Vestara Frið-
mundarvatni, í Mjóavatni og Foxufells-
hólmi eru á efri helmingi þess (9. mynd).
Aðrar breytur sem kannaðar voru,
þ.e. úrkoma, fjöldi tegunda og stærð
hólma, sýna mun minni samsvörun við
fyrstu tvo ásana og þar með við gróður-
breytileika í hólmunum (9. mynd).
Nokkur munur kemur fram á
gróðri hólma eftir því hvort þeir eru
í straumvatni eða stöðuvatni, og rað-
ast hólmar í straumvatni neðarlega til
hægri á myndinni. Ástæðan er einkum
sú að friggjargras, mýrasóley, birki,
hrútaberjalyng og gulmaðra vaxa
fremur í straumvatnshólmum en í
stöðuvatnshólmum.
TWINSPAN-flokkun
TWINSPAN-flokkunin gaf mjög
svipaða niðurstöðu og hnitunargrein-
ingin þar sem flokkunin hefur sterka
tengingu við hæð yfir sjó (2. tafla, 9.
mynd). Við fyrstu skiptingu greindust
hólmarnir fjórir sem lægst liggja (<120
m), Koðralækjarhólmi, Viðey og hólm-
arnir tveir í Laxá í Aðaldal, frá öðrum
hólmum. Hólmarnir sem þá voru til
skiptanna greindust síðan í tvo misstóra
hópa þar sem Bláfellshólmi, Foxufells-
hólmi og hólminn í Mjóavatni, sem eru í
140–310 m hæð, skildu sig frá og mynd-
uðu sérstaka einingu. Frekari skipting
greindi síðan hólmann í Lómatjörnum
(427 m) frá öðrum hólmum og að lokum
mynduðu hólmarnir í Vestara Frið-
mundarvatni, Eyjavatni og Úlfsvatni
einn flokk (438–433 m) og hólmarnir í
Arnarvatni og Bugavatni annan (538–
560 m).
Flóra láglendishólmanna fjögurra
(flokkur I) skilur sig einkum frá flóru
annarra hólma með því að þar vaxa rúm-
lega 40 tegundir sem finnast ekki eða í
mjög litlum mæli í hólmum sem hærra
liggja (viðauki). Í þessum hópi eru birki,
mýrasóley, friggjargras, lokasjóður
og gleym-mér-ei sem finnast í öllum
fjórum hólmunum. Einnig kjarrhveiti,
aronsvöndur, mjaðjurt, alaskalúpína,
hvítsmári, umfeðmingur, melgresi og
8. mynd. Í Bláfellshólma hafði beitilyng aukist talsvert frá 1992 til 2012. – Observations indicated
that Calluna vulgaris had increased noticeably on the island Bláfellshólmi during the 20 years
that passed between observations. Ljósm./Photo: Sigurður H. Magnússon 9.8. 2012.