Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 68

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 68
Náttúrufræðingurinn 68 SKÝRSLA STJÓRNAR HÍN Á AÐALFUNDI 26. FEBRÚAR 2018 FUNDIR STJÓRNAR Ár er liðið síðan síðasti aðalfundur Hins íslenska nátt- úrufræðifélags var haldinn hér í stofu 132 í Öskju. Það var nánar til tekið hinn 27. febrúar 2017 að afloknu fræðsluer- indi Guðrúnar Larsen um jökulhlaup frá Kötlu. Kjörtímabili þriggja stjórnarmanna var þá lokið. Þetta voru Bryndís Mart- einsdóttir, Hilmar J. Malmquist og Ester Ýr Jónsdóttir. Ester Ýr, ritari félagsins, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Í hennar stað var kosinn nýr stjórnarmaður, Margrét Hugadóttir. Á fyrsta stjórnarfundi starfsársins skipti stjórnin með sér verkum, öðrum en formannsstarfinu lögum samkvæmt. Mar- grét tók við ritarastarfinu en hlutverkaskipan breyttist ekki að öðru leyti ekki frá síðasta ári. Stjórn HÍN 2017–2018 var því þannig skipuð: Árni Hjartar- son formaður, Hafdís Hanna Ægisdóttir vara formaður, Mar- grét Hugadóttir ritari, Ester Rut Unnsteinsdóttir gjaldkeri, Bryndís Mart eins dóttir fræðslustjóri, Jóhann Þórsson félags- vörður og Hilmar J. Malmquist meðstjórn andi. Á þessu tímabili hefur stjórn haldið 9 venjubundna stjórn- arfundi. Fundað var í húsnæði Náttúru minja safns Íslands í Loftskeytastöðinni gömlu á Melunum. FÉLAGSMENN Félagsmönnum heldur áfram að fækka þótt ekki sé það stórfellt. Þeir voru 1165 í árslok 2017 og er það fækkun um 15 frá fyrra ári. 27 nýir bættust í hópinn en 42 hættu – þar af lét- ust 14. Meðal þeirra var Margrét Guðnadóttir, einn af heiðurs- félögum samtakanna. Félagatalið hefur verið að sveiflast í kringum 1200 allt frá aldamótum. Ljóst er að fara þarf í kröft- ugt átak til að laða fólk að félaginu og fá það til inngöngu. FRÆÐSLUERINDIN Fræðslufundir félagsins voru haldnir í stofu 132 í Öskju. Frá síðasta aðalfundi hafa verið haldnir sex fundir en erindi sem stefnt var að í september féll niður. Aðsókn á þessa fundi hefur farið dvínandi með árunum en þó var aðsóknin í ár betri en í fyrra. Í ár voru 247 fundargestir (237 í fyrra og 270 í hitti- fyrra). Eftirfarandi erindi voru haldin: 27. febrúar. Guðrún Larsen, jarðfræðingur: Af framferði jökulhlaupa í Kötlugosum. 27. mars. Bryndís Marteinsdóttir, plöntuvistfræðingur: Áhrif sauðfjárbeitar á íslensk vistkerfi – hvað vitum við í raun mikið? 24. apríl. Anna Heiða Ólafsdóttir, fiskifræðingur: Fjöl- þjóðarannsóknir á uppsjávarvistkerfi Norðaustur-Atlants- hafs: Tæki, tól og tilgangur. Septemberfyrirlesturinn féll niður. 30. október. Bjarni K. Kristjánsson, líffræðingur, og Camille Leblanc, líffræðingur: Lífið í hrauninu – lífríki í vatnsfylltum hraunhellum í Mývatnssveit. 27. nóvember. Freydís Vigfúsdóttir, vistfræðingur: Milli borgarsvæða Írlands og heimskautasvæða Norður-Kanada: Rannsóknir á lífi margæsa. 29. janúar 2017. Hilmar J. Malmquist, líffræðingur: Hlýnun Þingvallavatns og hitaferlar í vatninu. Náttúrufræðingurinn 88 (1–2), bls. 68–71, 2018

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.