Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 70

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 70
Náttúrufræðingurinn 70 MÁLEFNI NÁTTÚRUMINJASAFNS Barátta HÍN fyrir hagsmunum Náttúruminjasafns Íslands hefur haldið áfram, en eins og greint var frá í síðustu árs- skýrslu voru þá teikn á lofti sem bjartsýnisfólk gerði sér vonir um að boðuðu betri tíma. Þar horfðu menn til þingsályktunar Alþingis nr. 70/145 í tilefni 100 ára fullveldisafmælis Íslands árið 2018. Þar var að finna málsgrein um Náttúruminjasafnið og sagði þar að Alþingi skyldi „fela ríkisstjórninni að sjá til þess að í fjármálaáætlun til næstu fimm ára, sem lögð verður fyrir Alþingi vorið 2017, verði gert ráð fyrir uppbyggingu Nátt- úruminjasafns“. Í greinargerð með ályktuninni sagði að auki: „Mikilvægt er að koma á fót hér á landi slíkri byggingu er hýsi merkar náttúruminjar og tryggja Náttúruminjasafni með því aðstöðu til frambúðar.“ Að ályktuninni stóðu forsvarsmenn allra flokka sem þá áttu sæti á Alþingi. Ný ríkisstjórn var sest á valdastóla þegar síðasti ársfundur var haldinn og menn ákváðu að knýja fast á um efndir fyr- irheitanna í þingsályktunartillögunni. Nýr ráðherra, Kristján Þór Júlíusson, var kominn í menntamálaráðuneytið í stað Illuga Gunnarssonar. Stjórn HÍN hafði árangurslaust reynt að fá fundi með Illuga alla hans ráðherratíð en án árangurs. Þá sögu má sjá í undangengnum ársskýrslum stjórnar. Það þurfti hins vegar ekki að bíða lengi eftir fundi með Kristjáni Þór því strax hinn 8. mars gengu fulltrúar HÍN á hans fund í menntamálaráðuneytinu. Fundinn í ráðuneytinu sátu af hálfu HÍN Árni Hjartarson, Ester Rut Unnsteinsdóttir og Margrét Hugadóttir. Af hálfu mennta- & menningarmálaráðuneytis voru þar Kristján Þór, Ásta Magnúsdóttir ráðuneytisstjóri og Eiríkur Þorláksson. Dagskrá: Stutt kynning á félaginu og starfsemi þess. Húsnæðismál HÍN og samningurinn frá 1947. Málefni Náttúruminjasafns. Þingsályktun 70/145 og fyrirheitin sem felast í henni. Samvinna Náttúruminjasafns og Háskóla Íslands, og hugsanleg samnýting á húsnæði á G-reit. Tilboð Perlu norðursins um sýningaraðstöðu fyrir safnið. Fundurinn með menntamálaráðherra var mjög gagnlegur og ráðherra, sem ekki var kunnugur þessum málum, tók mál- flutningi HÍN með opnum huga. Engin handföst loforð voru þó gefin um röggsemi eða harða baráttu ráðuneytisins fyrir að uppfylla fyrirheit þingsályktunar nr. 70/145. Ljóst var að ekki mátti slaka á í þessari baráttu. Næsta skref í málinu var að í samstarfi við Landvernd var haft samband við fjölmörg samtök á sviði náttúrufræða, um- hverfis- og ferðamála og þau beðin að undirrita ályktun um uppbyggingu Náttúruminjasafns Íslands. Ályktunin hljóðaði svo nokkuð stytt: Í umboði neðangreindra samtaka skorum við á Alþingi og mennta- og menningarmálaráðherra að taka hið fyrsta af skarið varðandi málefni Náttúruminjasafns Íslands og búa þannig um hnúta að starfsemi þess rísi undir nafni við mið- lun á fróðleik og þekkingu á náttúru landsins, náttúrusögu, náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda, eins og lög kveða á um. Ályktun Alþingis nr. 70/145 um hvernig minnast skuli aldarafmælis fullveldis Íslands ... er mikið fagnaðarefni. Þar kemur m.a. fram að Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni ... „að sjá til þess að í fjármálaáætlun til næstu fimm ára, sem lögð verður fyrir Alþingi vorið 2017, verði gert ráð fyrir upp- byggingu Náttúruminjasafns.“ ... Staða Náttúruminjasafnsins, höfuðsafns þjóðarinnar í náttúrufræðum, hefur frá upphafi verið óviðunandi og safnið búið við þröngan kost þau tíu ár sem liðin eru frá stofnun þess. Fjárheimildir hafa verið afar naumt skornar, starfs- menn aðeins tveir hið mesta, skrifstofuaðstaða ótrygg og engin aðstaða til sýningarhalds, kennslu eða miðlunar fróð- leiks á eigin vegum. Öflugt náttúrufræðisafn styrkir mennta- kerfið og menningarlífið og stuðlar að aukinni þekkingu á náttúru landsins og skilningi á tengslum hennar við um- heiminn. Menntun landsmanna í náttúrufræðum er forsenda sjálfbærni í atvinnugreinum þjóðarinnar, sem nær allar hvíla á nýtingu náttúrunnar. Aukinn skilningur á náttúru Íslands er eitthvert brýnasta verkefni samtímans og skólaæska lands- ins á sannarlega skilið metnaðarfullt og nýstárlegt nátt- úrufræðisafn þar sem undrum og ferlum náttúrunnar eru gerð skil. Það er mikils um vert að ekki verði hvikað frá þeim góðu fyrirheitum sem gefin eru í fyrrnefndri ályktun Alþingis. Undir ályktunina rituðu eftirtalin 17 félög og samtök: Hið íslenska náttúrufræðifélag Bandalag íslenskra skáta Eldvötn - Samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi Félag íslenskra safnafræðinga FÍSOS – Félag íslenskra safna og safnmanna Fjöregg í Mývatnssveit Fuglavernd Landvernd Líffræðifélag Íslands Náttúruverndarsamtök Austurlands Náttúruverndarsamtök Íslands Náttúruverndarsamtök Suðurlands Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands Samlíf, samtök líffræðikennara Skógræktarfélag Íslands Ungir umhverfissinnar Vistfræðifélag Íslands Hinn 17. maí var haldið á fund ráðherrans og honum afhent ályktunin að viðstöddum fulltrúum frá nokkrum samtakanna og fólki frá Sjónvarpinu. Þessi aðgerð tókst ágætlega og jók þrýsting á ráðuneytið um að standa við sín fyrirheit. Ráðu- neytinu gafst hins vegar ekki ráðrúm til að sinna málinu því ríkisstjórnin endaði aldur sinn með hvelli í lok september og boðað var til þingkosninga. Málið lifði þó áfram og fyrirheit þingsályktunar nr. 70/145 voru enn í gildi. Það næsta sem gerðist var að eftir alllangar stjórnar- myndunarumræður leit ný ríkisstjórn dagsins ljós með nýjan stjórnarsáttmála. Þar var mönnum til mikillar gleði sérstakt ákvæði um Náttúruminjasafn sem hljómaði svo:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.