Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 71

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 71
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 71 Á kjörtímabilinu verður sérstaklega hugað að því að styrkja starfsemi höfuðsafnanna þriggja. Þar á meðal verður Náttúruminjasafn Íslands styrkt til að opna eigin sýningu og gert ráð fyrir framtíðarhönnun fyrir nýtt safn í fjármálaáætlun til fimm ára. Þessu var svo fylgt eftir með stóraukinni fjárveitingu á fjárlögum, 290 milljónum króna til að setja upp Perlu- sýninguna. Að auki varð 70% hækkun á fjárheimildum til grunnreksturs safnsins. G-REITURINN Með hliðsjón af þingsályktuninni góðu frá 2016 nr. 70/145 og greinarinnar um Náttúruminjasafn í núverandi stjórn- arsáttmála telja margir æskilegt að kannaðir verði sam- starfsmöguleikar milli Náttúruminjasafnsins og Háskóla Íslands og endurvaktar hugmyndir um samvinnu stofnan- anna, m.a. í hús næðis málum. Um þetta var samþykkt sérstök ályktun á aðalfundi félagsins 2017. Á 100 ára afmæli HÍN árið 1989 kynnti þáverandi menntamálaráð herra áætlanir um að reist yrði hús yfir Nátt- úrugripasafn Íslands. Í framhaldi af því var úthlutað lóð í Vatnsmýri austan við Norræna húsið og Öskju fyrir byggingu Náttúruhúss sem var hugsað sem safnbygging og aðsetur Náttúrugripasafns. Á aðalskipulagi Reykjavíkur er enn gert ráð fyrir Náttúruhúsi á þessum stað og að þar rísi aðalstöðvar NMSÍ (G-reitur í deili skipulagi Háskólasvæðisins). HÍN telur að hagsmunir þessara tveggja stofnana, NMSÍ og HÍ, fari prýðilega saman með samstarfi og samnýtingu í nýrri byggingu á þessum reit. Starfsemi safnsins á sviði gagnasöfn- unar og upplýsingamiðlunar eflir rannsóknir og kennslu í Háskólanum á sviði náttúru Íslands sem og í safnafræðum. Akademískar rannsóknir Háskólans í náttúru-, safna- og kennslufræðum eru nauðsynlegar fyrir starfsemi Náttúru- minjasafnsins. Með þessari tilhögun gætu yfirvöld slegið tvær flugur í einu höggi – leyst ríflega aldargamlan vanda safnsins og bætt um leið aðstöðu Háskólans til kennslu og rannsókna í náttúrufræðum. Hinn 7. mars var síðan fundur með Jóni Atla háskólarektor, Guðbjörgu aðstoðarrektor og Guð mundi R. Guðmundssyni, forstöðumanni NMSÍ, formanni HÍN og Skúla Skúlasyni. Rætt var um G-reitinn og um hugsanlegt samstarf NMSÍ og HÍ þar og fleira. Þótt skiptar skoðanir hafi komið fram um ráðstöfun þessa svæðis var fundurinn á mjög jákvæðum nótum og vel tekið undir hugmyndir um samvinnu stofnan- anna á reitnum. Jafnframt var ljóst að Háskólinn myndi ekki leita eftir því lengur að komast með starfsemi inn í Loftskeyta- stöðina en þar hefði hún þrengt að starfseminni sem fyrir er, meðal annars að aðstöðu HÍN og Náttúrufræðingsins. STYRKIR HÍN fékk Umhverfisstyrk Landsbankans, 400.000 kr., til að koma upp upptökubúnaði svo hægt sé að streyma mánað- arlegum fræðsluerindum félagsins á samfélagsmiðla, og koma jafnframt upptöku af erindunum fyrir til lengri tíma á vefsetrið Youtube þar sem hægt er að hlusta á þau og skoða hvenær sem er. Tækjabúnaðurinn sem þarf er: Vefmyndavél, þrífótur, upptökutölva, hljóðnemar og tölvuforrit (camtasia). Einnig fékk félagið rekstrarstyrk frá umhverfis- og auð- lindaráðuneyti, 1.000.000 kr. LOKAORÐ Síðustu tvö ár hafa verið umbrotaár í íslenskri pólitík og virðast auk þess ætla að verða tímamótaár í hinni löngu bar- áttu HÍN um að komið verði á fót Náttúruminjasafni sem standi undir nafni. HÍN var stofnað árið 1889 og verður því 130 ára á næsta ári. Eitt meginstefnumið félagsins var frá upphafi að koma á fót sem fullkomnustu náttúrugripasafni á Íslandi. Segja má að Náttúrufræðistofnun Íslands með rannsóknarsöfnum sínum og grunnrannsóknum myndi burðarstoð undir slíku safni en höfuðsafnið sjálft með sýningarhaldi og fræðslu er enn ekki risið. En nú sést hilla undir það og vonandi getur félagið fagnað stórafmæli sínu á næsta ári í fullvissu þess að þetta markmið sé í seilingarfjarlægð. Reykjavík 26. 2. 2018 Árni Hjartarson, formaður HÍN Á fundi á skrifstofu háskólarektors 7. mars 2017. Skúli Skúlason, Hilmar J. Malmquist, Jón Atli Benediktsson, Guðmundur R. Guðmundsson, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Árni Hjartarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.