Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 74
Náttúrufræðingurinn
74
Sveinn Peter Jakobsson fæddist í Reykjavík 20. júlí 1939
og lést þar 12. júlí 2016. Foreldrar hans voru Jakob Sveinsson
frá Hvítsstöðum í Álftaneshreppi á Mýrum (1905–83), yfir-
kennari við Austurbæjarskóla, og Ingeborg Vaaben Morten-
sen (1905–94), hjúkrunarkona frá Vester-Aaby á Fjóni. Eldri
bróðir Sveins er Steinar Bendt (f. 1935), verkfræðingur.
Sveinn varð stúdent frá máladeild Menntaskólans í Reykja-
vík vorið 1960. Þá um haustið hóf hann nám í jarðfræði við
Kaupmannahafnarháskóla og lauk því með mag.scient.-gráðu
1969. Meðal kennara hans þar var Arne Noe-Nygaard sem
tekið hafði þátt í jökla- og jarðfræðirannsóknum á Íslandi
á fjórða áratugnum, m.a. á móbergsmynduninni, og fylgst
með Heklugosinu 1947–48. Noe-Nygaard var jafnframt for-
stöðumaður steindasafns háskólans, Mineralogisk Museum,
frá 1942 til 1978, og vann mikið starf við að opna safnið –
og raunar jarðvísindin sjálf – fyrir almenningi. Þegar leið á
námið var Sveinn heima á Íslandi á sumrin, meðal annars við
undirbúning prófritgerðar sinnar um jarðfræði Vestmanna-
eyja, en á vetrum vann hann með náminu á Mineralogisk
Museum. Þar fann hann, falið í skúffuskáp sem sneri fram-
hliðinni þétt upp að vegg í kjallara safnhússins, steinasafnið
sem Jónas Hallgrímsson hafði sent Forchhammer, kennara
sínum, frá Íslandi, og lá síðan gleymt og grafið í kjallaranum í
125 ár.1 Einnig skrifaði Sveinn um önnur steinasöfn, Magnúsar
Grímssonar2 og fleiri íslensk steinasöfn í Kaupmannahöfn;3
árið 2000 birtu Sveinn og Kristján Jónasson gagnagrunn
steinasafns Náttúrufræðistofnunar.4 Vafalítið er að Arne Noe-
Nygaard hafði talsvert mótandi áhrif á Svein, bæði sem jarð-
fræðing og safnmann.
Fyrsta grein Sveins um jarðfræði birtist árið 1966 í Acta
Naturalia Islandica, ritröð Náttúrufræðistofnunar, um Gríms-
neshraunin,5 en í Grímsnesi áttu foreldrar hans sumarbústað.
Rúmum áratug síðar hafði hann látið aldursgreina hraunin.6
Surtseyjargosið hófst haustið 1963 og Sveinn skrifaði lýsingu
á myndun Surtseyjar í Varv (1966), tímarit jarðfræðinema í
Kaupmannahöfn.7 Tveimur árum síðar (1968) kom út fyrsta
grein hans um jarð- og bergfræði Vestmannaeyja í Surtsey
Research Progress Report, riti Surtseyjarfélagsins.8 Þar átti
hann eftir að birta margar greinar næstu áratugina, því með
þessari grein hófst rannsóknarverkefni sem varð gildur þáttur
í ævistarfi Sveins: Myndun og jarðfræðileg þróun Vestmanna-
eyja. Prófritgerð Sveins (1969) við Kaupmannahafnarháskóla
fjallar um berg- og steindafræði eyjanna.9
Að námi loknu hóf Sveinn störf á Náttúrufræðistofnun
Íslands, áður Náttúrugripasafni Íslands. Þar var fyrir Guð-
mundur Kjartansson jarðfræðingur (1909–72), en Sigurður
Þórarinsson (1912–83), sem verið hafði deildarstjóri þar frá
1947, tók við prófessorsstöðu við Háskólann árið 1968. Næstu
40 árin var Sveinn aðaljarðfræðingur Náttúrufræðistofnunar,
þar til hann lét formlega af störfum vegna aldurs 2009. For-
stöðumaður stofnunarinnar var hann 1972–74, 1981–83 og
1990–94 og deildarstjóri jarðfræðideildar 1969–1994. Sér-
greinar Sveins voru berg- og steindafræði, greinar sem nú til
dags krefjast viðamikils tækjabúnaðar til rannsókna og verið
SVEINN P. JAKOBSSON jarðfræðingur
— Minning —
Náttúrufræðingurinn 88 (1–2), bls. 74–78, 2018