Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 77

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 77
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 77 Horft til lands af kolli Eldfells 2012. Jarðfræði Vestmannaeyja, forn og ný, var Sveini jafnan hugstæð – hann rann- sakaði bergfræði Eldfellshrauns meðan á gosinu stóð og útfellingar 20 árum síðar á hálf-kólnuðu hrauninu. Ljósm. Lovísa Ásbjörnsdóttir. vísindasöfn á Norðurlöndum.42 Skömmu áður var Sveini boðið til Sovétríkjanna ásamt Karli Grönvold og undirrituðum – til Moskvu, Leníngrad og Jerevan í Armeníu – og hvarvetna vildi Sveinn skoða náttúruminjasöfnin og var stundum jafnvel „boðið bak við“ að skoða vinnustofur starfsmanna. Sveinn sat í stjórn Surtseyjarfélagsins 1972–2009 og í stjórn Norrænu eldfjallastöðvarinnar 1973–1987, varaforseti í stjórn Ferðafélags Íslands var hann 1980–1987 og formaður Íslands- nefndar Alþjóðajarðfræðisambandsins (IUGS) 1983–2005, sat í ýmsum nefndum um umhverfismál og náttúrugripasöfn, í samstarfshópi um byggingu Náttúruhúss í Reykjavík 1990– 1991 og var formaður fagráðs fyrir náttúruvísindi og um- hverfisvísindi hjá Rannsóknasjóði RANNÍS 2003–2005. Sveinn var kjörinn félagi í Vísindafélagi Íslendinga 1977, hann var félagi í Jarðfræðafélagi Íslands, Dansk Geologisk Forening, Det Kongelige Danske Videnskabernes Selskab og American Geophysical Union. Sveinn Jakobsson var eftirminnilegur maður þeim sem þekktu hann. Sem vísindamaður helgaði hann líf sitt jarð- vísindunum sem hann stundaði af mikilli staðfestu, vand- virkni og virðingu, metnaðarfullur fyrir sína hönd, stofnunar sinnar og jarðfræðinnar sjálfrar. Kortlagningar- og sýnasöfn- unarferðir hans hljóta að hafa skipt hundruðum. Árum saman réð hann aðstoðarmann úr hópi stúdenta yfir sumarið og fóru sögur af dæmalausu harðfylgi hans og þrautseigju í slíkum ferðum. En jafnframt var hann fagurkeri fram í fingurgóma, lífsnautnamaður í hófi, unnandi fagurra lista og músíkalskur vel. Arnar Árnason, tengdasonur Sveins, lýsti heimili hans svo í minningargrein: Sveinn bjó hús sitt fallegum og fágætum munum. Á veggjum voru myndir eftir suma af helstu málurum landsins og gömul landakort sem hann hafði safnað víða að. Hillur voru fullar af mörgum merkustu bókum sem skrifaðar hafa verið bæði á íslensku og erlendum málum. Skápar geymdu tónlist af ýmsu tagi, íslensk þjóðlög, evrópska klassík og amerískan jass. Af kvikmyndum valdi hann helst þær sígildu, ekki síst verk Charlie Chaplin, Nútímann og Einvaldinn. Sveinn var tvíkvæntur. Árið 1967 gekk hann að eiga Guð- ríði Hannibalsdóttur bankaritara (f. 1937). Þau skildu 1969. Dóttir þeirra er Hulda Þóra, yfirmaður áætlunargerðar við Aberdeen-háskóla í Skotlandi (f. 1966). Maki hennar er Arnar Árnason mannfræðingur (f. 1966) og börn þeirra Hrafnkatla, Hörn og Grímnir. Árið 1972 kvæntist Sveinn Gunnu Hof- dahl lögfræðingi (f. 1951), þau skildu 1978. Dætur þeirra eru Thordis Hofdahl (f. 1974) grunnskólakennari í Kaupmanna- höfn, gift Hjelm Kaplan verkfræðingi, sonur þeirra Johan, og Elisabeth Hofdahl (f. 1975) menntaskólakennari í Kaup- mannahöfn sem á soninn Niels Jakob. Sigurður Steinþórsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.