Fréttablaðið - 13.03.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.03.2019, Blaðsíða 2
Það gekk mjög vel, enda nýjar og fínar vélar. Tómas J. Gestsson, framkvæmda- stjóri Heimsferða AUGLÝSIR FRAMBOÐSFREST Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags auglýsir framboðsfrest vegna kosningar stjórnar félagsins fyrir kjörtímabilið 2019-2021. Á hverjum lista skulu vera tillögur um 7 stjórnarmenn til tveggja ára samkvæmt 10. gr. laga félagsins. Um er að ræða varaformann og ritara auk fimm meðstjórnenda. Listi uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs liggur frammi á skrifstofu félagsins frá og með miðvikudeginum 13. mars 2019. Öðrum listum ber að skila á skrifstofu félagsins fyrir kl. 12.00 á hádegi miðvikudaginn 20. mars nk. Fylgja skulu meðmæli 120 félagsmanna. Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags Snjór N-lands, talsverð rigning eða slydda með A-ströndinni og léttir til SV-lands. N 5-15 í kvöld. Hiti 0 til 5 stig S lands en 0 til 6 stiga frost nyrðra. SJÁ SÍÐU 14 Leiddur á braut Ungur maður sem viðstaddur var mótmæli á Austurvelli í gær var leiddur á brott af lögreglu eftir að hann eyðilagði spjald hjá hópi sem mótmælti meðferð stjórnvalda á f lóttafólki hér á landi. Gerðist það í kjölfar þess að aðrir mótmælendur kröfðust afsagnar Sigríðar Á. Andersen dómsmála- ráðherra vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í svokölluðu Landsréttarmáli. Sjá nánar af því á síðu 6. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI UMHVERFISMÁL Reykjavíkurborg ætlar að endurheimta votlendi og móta land á 87 hektara svæði á norðurbakka Úlfarsár. „Slík endurheimt er talin hafa hamlandi áhrif á loftslagsbreyting­ ar þar sem votlendi bindur kolefni auk þess sem það skapar grund­ völl fyrir aukinn líffræðilegan fjöl­ breytileika,“ segir í tilkynningu frá borginni. Málið hafi verið undir­ búið í samstarfi við Landgræðslu ríkisins. „Í fyrsta áfanga verkefnisins verð­ ur 12 hektara svæði næst sveitar­ félagamörkum við Mosfellsbæ tekið fyrir. Aðgerðir þar felast í að fjar­ lægja rusl og girðingar af svæðinu, mokað verður ofan í þverskurði og mótaðar tjarnir. Þess er vænst að með aðgerðunum aukist líffræði­ legur fjölbreytileiki bæði hvað varðar gróður og dýralíf.“ – gar Binda kolefni í Úlfarsárdal SAMGÖNGUR Evrópska flugöryggis­ stofnunin, EASA, tilkynnti síð­ degis í gær um bann við umferð Boeing 737 MAX 8 þotna í Evrópu. Fyrr um daginn ákvað Icelandair að taka sínar þrjár MAX 8 vélar úr rekstri um óákveðinn tíma í kjölfar þess að Bretar lokuðu lofthelgi sinni fyrir tegundinni. Fjöldi f lugfélaga og flugmálayfir­ valda um heim allan hafa kyrrsett vélarnar. Bann EASA nær einnig til Boeing 737 MAX 9 véla sem er lengri gerðin af MAX 8. Icelandair reiknar ekki með að lenda í sérstökum vanda fyrst um sinn vegna f lugbannsins þar sem nokkuð er í háannatímann í f lug­ inu og yfir 30 þotur í f lota félagsins. Spurningar hafa vaknað um öryggi MAX 8 þotanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu skömmu eftir f lugtak með rúmlega fjögurra mánaða millibili. MAX 8 vél hrap­ aði í Indónesíu í lok október með þeim af leiðingum að 189 létust. Vél Norwegian nauðlenti í Íran um miðjan desember eftir að bilun kom upp. Um síðustu helgi hrapaði vél í Eþíópíu og með henni fórust 157 manns. Flugmálayfirvöld í Kína kyrr­ settu vélar sinna f lugfélaga á mánudag. Í gær bönnuðu flugmála­ yfirvöld í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Malasíu og Ástralíu flug véla í sinni lofthelgi. Bann EASA tók gildi klukkan 19.00 í gær og þurfti að snúa nokkr­ um MAX 8 vélum við í loftinu. Dæmi eru um að vélar af þessari tegund hafi verið notaðar í leigu­ f lugi til og frá landinu. Heims­ ferðir hafa leigt slíka vél í gegnum Evrópa bannar flug á Boeing 737 MAX 8 Flugmálayfirvöld og flugfélög víða um heim hafa kyrrsett Boeing 737 MAX 8 vélar. Icelandair kyrrsetti sínar vélar í gær. Félagið reiknar ekki með vanda fyrst um sinn. Framkvæmdastjóri Heimsferða segir MAX 8 hafa reynst vel. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK tékkneska flugfélagið Smartwings. Sú vél er staðsett á Kanaríeyjum. Tómas J. Gestsson, framkvæmda­ stjóri Heimsferða, sagði að sú vél hefði f logið til og frá Íslandi í gær. „Þeir voru að nota MAX 8 vél síðasta haust og í byrjun árs. Það gekk mjög vel, enda nýjar og fínar vélar. Alltaf á réttum tíma,“ sagði Tómas. „Þetta eru vélar sem byrja á Kanaríeyjum. Ég spurðist fyrir um hvort þeir muni ekki nota 737 MAX vélarnar það sem eftir er vetrar. Bara til þess að vera viss.“ Eftir að Tómas spurðist fyrir kom í ljós að vélin sem kom til Íslands í gærmorgun og fór síðdegis var af gerðinni MAX 8. „Við vitum aldrei fyrir fram hvaða vélar þeir nota. Þeir eiga eftir að f ljúga þrjú f lug í viðbót fyrir okkur frá Kanaríeyjum, miðað við það sem hefur gengið á geri ég ráð fyrir að þeir muni f ljúga 737 MAX 8 síðustu flugin,“ sagði Tómas í gær en nú virðist ólíklegt að af því verði enda gildir bann EASA hér á landi. Isavia hefur ekki upplýsingar um hvort f leiri MAX 8 vélar f ljúgi til og frá landinu í leiguflugi. Flugfélögin sem hafa notað vélarnar hér á landi, Icelandair og TUI, hafa kyrrsett þær. Ekki fengust upplýsingar frá Sam­ göngustofu um hvort rætt hafi verið um að banna vélarnar í lofthelgi Íslands sérstaklega. arib@frettabladid.is SÝRLAND Allt að 2.000 liðsmenn hr yðjuverk asamt ak anna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) lögðu niður vopn í gær og gáfu sig fram við Sýrlensku lýðræðissveit­ irnar (SDF) við bæinn Baghuz. SDF hefur ráðist á ISIS í Baghuz frá því í febrúar en bærinn er síðasta landsvæðið sem hryðjuverkasam­ tökin halda. „Þegar hersveitir okkar hafa fengið staðfest að allir hafi gefist upp sem vilja mun orrustan halda áfram,“ hafði Reuters eftir Mustafa Bali hjá SDF, sem bætti því við að sigur væri í nánd. ISIS er við það að tapa sínu síðasta vígi. Fallið er hátt, enda hélt ISIS stóru svæði þegar samtökin lýstu yfir stofnun hins svokallaða kalífa­ dæmis árið 2014. Samtökin héldu mestu landsvæði vorið 2015 en hafa síðan þá beðið hvern ósigurinn á fætur öðrum á svæðinu. – þea Kalífadæmið að falli komið VENESÚELA Tarek Saab, ríkissak­ sóknari Venesúela, fór í gær fram á við hæstarétt að rannsaka hvort Juan Guaidó stjórnarandstöðuleið­ togi hafi gerst sekur um skemmdar­ verk á orkuinnviðum landsins. Stór hluti ríkisins hefur verið án raf­ magns frá því á fimmtudag. Nicólas Maduro forseti hefur full­ yrt að bandarísk tækni hafi verið notuð til þess að skemma innviði. Hann hefur því kennt stjórnarand­ stöðunni um, enda hafa Banda­ ríkjamenn lýst því yfir að þeir líti á Guaidó sem réttmætan forseta. – þea Vill rannsókn á Juan Guaidó Juan Guaidó, stjórnarand- stöðuleiðtogi Venesúela. 1 3 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 3 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 8 C -1 E 5 4 2 2 8 C -1 D 1 8 2 2 8 C -1 B D C 2 2 8 C -1 A A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.