Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.03.2019, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 14.03.2019, Qupperneq 4
OHvorki lánveiting til fyrirtækisins né fyrirhuguð eiginfjáraukning teljast til ríkisaðstoðar. Úr minnisblaði fjármála- og efna- hagsráðuneytisins ÁRA5ÁBYRGÐ FIAT ATVINNUBÍLAR FIAT DUCATO Verð frá 4.024.194 án vsk. 4.990.000 m/vsk. FIAT TALENTO L2H1 Verð frá 3.298.387 án vsk. 4.090.000 m/vsk. FIAT DOBLO Verð frá 2.225.806 án vsk. 2.760.000 m/vsk. FIAT FIORINO Verð frá 1.854.032 án vsk. 2.299.000 m/vsk. ÁRA5ÁBYRGÐUMBOÐSAÐILI FIAT • ÞVERHOLTI 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 • WWW.FIATPROFESSIONAL.IS WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 KJARAMÁL Stjórn Íslandsbanka og bankaráð Landsbankans hafa til- kynnt að laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, og Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, lækki frá 1. apríl. Bankasýslan greindi Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, frá þessu í gær. Bjarni tók stjórnir bankanna á beinið eftir að umfjöll- un Fréttablaðsins um launahækk- anir bankastjóra vakti hörð við- brögð. Stjórn Íslandsbanka segir sam- komulag hafa náðst við Birnu um að lækka grunnlaun hennar, án hlunn- inda, úr 4,2 milljónum á mánuði í 3.650 þúsund. Hlunnindi nema 200 þúsundum á mánuði svo heildar- launin lækka úr 4,4 milljónum í 3.850 þúsund. Eða um 12,5 prósent. Í bréfi Friðriks Sophussonar, stjórnarformanns Íslandsbanka, segir að forsenda fyrir þessari breyt- ingu sé að atvinnuöryggi banka- stjórans verði tryggt næsta hálfa árið. Eða að „ráðningarsamningi verði ekki slitið af hálfu vinnuveit- anda fyrir 1. september 2019, bregð- ist það skulu laun á uppsagnarfresti nema 4.200.000 kr. á mánuði“. Bendir Friðrik á í bréfinu að með þessu séu allar hækkanir sem orðið hafa á launum bankastjórans síðan ríkið eignaðist hann dregnar til baka. Bankaráð Landsbankans lætur hins vegar 17 prósenta launa- hækkun Lilju Bjarkar frá 1. apríl 2018 ganga til baka. Á móti fær hún vísitöluhækkun frá 1. júlí 2017 til 1. janúar 2019, eða um 7,8 prósent. Laun Lilju höfðu frá 1. júlí 2017 hækkað um 82 prósent. Fram kemur í bréfi bankaráðsins að heildarlaun Lilju lækki úr 3.800 þúsundum í 3.503 þúsund, eða um 7,8 prósent. – smj Bankastjórar taka á sig launalækkun eftir átölur fjármálaráðherra Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. SAMKEPPNI Að mati ríkisábyrgðar- sjóðs er rekstrar- og lausafjárvandi Íslandspósts ohf. (ÍSP) það alvarleg- ur að hann verður ekki leystur með frekari lánveitingum. Þetta kemur fram í umsögn sjóðsins til fjármála- og efnahagsráðuneytisins (FJR). Á hluthafafundi, sem fram fór 6. mars síðastliðinn, var samþykkt heimild til að auka hlutafé um allt að 1,5 milljarða á næstu fimm árum. Þetta kemur fram í minnisblaði FJR sem lagt var fyrir á fundi fjár- laganefndar í fyrradag. Í september í fyrra lánaði ríkið ÍSP 500 milljónir til að mæta bráðum lausafjárvanda. Fyrir jól samþykkti Alþingi heimild til að lána allt að milljarð til viðbótar eða að auka hlutafé um allt að 1,5 milljarða. Sú fjárveiting er bundin því skilyrði að FJR og samgöngu- og sveitarstjórnarráðu- neytið (SRN) upplýsi fjárlaganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd um framgang fjárhagslegrar endur- skipulagningar ÍSP og framtíðar- rekstrarfyrirkomulag hans. Í minnisblaðinu er rakið að stefnt sé að því að áðurnefndu 500 millj- óna láni verði breytt í hlutafé og að hlutafé verði aukið eftir þörfum út árið. Líklegt þykir að enn þurfi að auka þurfi hlutaféð um 500 milljón- ir í vor. Þá verði ráðinn sérfræðingur til að vera stjórn, stjórnendum og ráðuneytum innan handar. Gæti þurft a að auka hlutafé aftur 2020. Þá sé mikilvægt að ríkið og ÍSP semji um hvernig skuli bæta félag- inu tap af „ófjármagnaðri alþjón- ustubyrði“ félagsins sem myndast hefur vegna fjölda sendinga að utan. Líklega færi best á því að gerður yrði þjónustusamningur við ÍSP vegna þess og þyrfti slíkt fyrirkomulag að hefjast eigi síðar en 2020 þegar ný póstþjónustulög taka gildi. ÍSP hefur metið tap sitt vegna þessa liðar rúmar 600 milljónir á ári. Þá er einnig stefnt að því að SRN leggi fram frumvarp sem heimili aukna gjaldtöku af sendingum að utan. „Hvorki lánveiting til fyrirtækis- ins né fyrirhuguð eiginfjáraukning teljast til ríkisaðstoðar í skilningi 1. mgr. 61. gr. EES-samningsins. Ríkið hafi horft til þess að lánakjör væru í samræmi við það sem ætla megi að fyrirtækið myndi njóta á markaði og gripið til þeirra ráðstafana sem almennt geta talist skynsamlegar frá sjónarmiði hluthafa,“ segir í minnisblaðinu. Ekki er vikið að því að hluti taps ÍSP sé tilkominn vegna fjárfestinga á samkeppnismarkaði. Þrátt fyrir að FJR telji að ekki sé um ríkisaðstoð að ræða hefur ESA, eftir- litsstofnun EFTA, verið gert viðvart um fyrirhugaðar aðgerðir. Aðalfundur ÍSP fer fram á morg- un. Hann var upphaf lega áætl- aður 22. febrúar en var frestað með skömmum fyrirvara. Þar verður ársreikningur og ársskýrsla félags- ins kynnt og stjórn kjörin. joli@frettabladid.is Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. Þetta kemur fram í umsögn ríkisábyrgðarsjóðs til fjármálaráðuneytisins. Hluthafafundur samþykkti heimild til að auka hlutafé um allt að 1,5 milljarða króna. Eftirlitsstofnun EFTA hefur verið gert viðvart. Miklir fjármunir fóru í viðbyggingu við flutningamiðstöð Póstsins að Stórhöfða. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BORGARMÁL Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, leggur til að launaseðlar á vegum Reykjavíkurborgar verði sundurlið- aðir þannig að fram komi hversu stór hluti launanna rennur til sveitar- félagsins annars vegar og ríkisins hins vegar. Einnig verði birt hversu mikið launagreiðandi greiðir í launa- tengd gjöld. „Þetta snýst bæði um aukið gagnsæi og að auka þekkingu fólks á sköttum og gjöldum, þannig að þetta sé ekki bara einhver ein summa,“ segir Katrín við Fréttablaðið. Tillagan verður lögð fyrir mann- réttinda- og lýðræðisráð Reykja- víkurborgar í dag. Þetta er ekki eina tillaga Katrínar, hún leggur einnig til að Reykjavíkurborg skrifi jákvæða umsögn um frumvarp Sjálfstæðis- og Miðf lokksmanna um að auka sjálfræði sveitarfélaga til að ákveða fjölda fulltrúa. – ab Vill sundurliða launaseðla B R E T L A N D Me ðl i m i r bre sk a þingsins höfnuðu í gærkvöld til- lögu um að ganga úr Evrópusam- bandinu án samnings. Mjótt var þó á munum í kosningunni, en 308 greiddu atkvæði með henni en 312 gegn. Þetta útilokar þó ekki að Bretar gangi úr Evrópusambandinu 29. mars næstkomandi. Í dag greiða þingmenn atkvæði um tillögu sem snýr að því að stjórn- völd fresti útgöngu Breta úr ESB um óákveðinn tíma. Ef sú tillaga verður samþykkt, og samningamenn Evr- ópusambandsins samþykkja ráða- haginn, verður útgöngu Breta úr ESB frestað. Tveimur útgöngusamningum Theresu May, forsætisráðherra Bret- lands, hefur verið hafnað á þessu ári. – bsp Bretar höfnuðu útgöngu úr ESB án samnings 1 4 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 4 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 8 E -8 1 5 8 2 2 8 E -8 0 1 C 2 2 8 E -7 E E 0 2 2 8 E -7 D A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 1 3 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.