Fréttablaðið - 14.03.2019, Síða 13

Fréttablaðið - 14.03.2019, Síða 13
Mér finnst bara svo ótrúlegt hvað það er ennþá mikil afneitun á áhrifum kynferðis á stöðu barna. Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar þennan umrædda frammistöðu­ mun, sem er þó aðeins tímabund­ inn. En hann virðist vera dýr­ keyptur fyrir börn og það er hátt gjald fyrir drengi að upplifa sig ekki nógu góða í samanburði við stúlkurnar, að þeir nái ekki eins góðum árangri. Efnið þarf að vera áhugavert „Blómatími stúlkna og drengja er á ólíkum tímum í námi, bæði í upp­ hafi skólagöngu og áfram þegar kynþroskinn tekur við. Önnur spurning er því sú hvort við viljum mæta frammistöðumuninum og menningu kynjanna að einhverju leyti? Ef ekki, þá þarf heldur engu að breyta. Ég hef aftur á móti horft upp á það og séð það í mælingum að við náum á annan hátt til stúlkna heldur en til drengja,“ segir Mar­ grét Pála. „Ef við tökum dæmi um efni sem við bjóðum börnunum upp á í lestri þá er það alls ekki sniðið að drengja­ áhuga. Auðvitað er skörun þar líka, við erum aldrei að tala bara um tvö box fyrir kynin og ég ítreka það. En þegar kemur að drengjunum okkar, þá eru aðrir þættir sem höfða til þeirra og þar af leiðandi þarf að beita ólíkri nálgun. Við hjá Hjalla­ stefnunni trúum að við þurfum þess. Þess vegna pössum við að vera ekki með gamlar hefðbundnar kynjafyrirmyndir í námsefni en um leið fjölbreytni þannig að ólík börn finni eitthvað fyrir sig, ekki síst að hafa lesefni og námsefni sem höfðar til bæði stúlknamenningar og drengjamenningar.“ Ekki aðeins efnið skiptir máli við kennslu heldur einnig aðferðir. Drengir og stúlkur þurfa ólíka nálgun í náminu og flestar stúlkur hafa meiri áhuga og meira úthald á meðan flestir drengir gætu þurft að fara út að hlaupa eftir 10 mínútur og koma svo aftur að verkefninu. Ekki það að öll börn í Hjallastefnu­ skólum geta farið úr kennslu til að hreyfa sig og koma aftur þegar þeim hentar en drengirnir notfæra sér það miklu meira en stelpurnar. Margrét Pála tók þátt í skólaráð­ stefnu á vegum Samtaka atvinnu­ lífsins á dögunum þar sem hún hélt erindi um stöðu ungra drengja. „Þá var ég að skoða niðurstöður úr samræmdum prófum hjá okkur síðastliðin þrjú ár og þar kemur fram að drengir í Hjallastefnunni eru ekki bara yfir meðallagi í lestri á landsvísu heldur einnig á höfuð­ borgarsvæðinu, þeir eru á toppnum í lestri. Það er ekki af því að okkar drengir eru öðruvísi en aðrir drengir, það er af því að við mætum þessum ólíku þörfum. Við sjáum líka alveg að drengirnir okkar verða læsir seinna en stúlkurnar en það er allt í lagi, því þeir vita ekki einu sinni af því. Þessi grunnur sem er lagður að börnum í upphafi skóla­ göngunnar mun fylgja þeim allt skólakerfið,“ segir hún. Vanda þurfi til verka þegar kemur að börnum og þörf sé á að gefa þeim besta mögu­ lega atlæti sem unnt er. „Ég finn til þegar ég sé að stúlkur í 1., 2., og 3. bekk í grunnskóla eru með alltof létt efni og drengir með alltof þungt efni. Ef drengir geta ekki lesið sér til gagns munu þeir alltaf lenda í vandræðum út lífið. Og hvað gera börn í vandræðum?“ Ótrúlegt að enn sé afneitun „Stúlkurnar fá minni athygli og hvatningu í skólakerfinu. Dreng­ irnir fá meiri athygli en hún er oft svo neikvæð. Það er verið að skammast svo oft í drengjunum og þeir fara að taka þetta til sín og eru blórabögglar. Ef það er stans­ laust verið að segja þér að þú sért óþekkur, þá ferðu að trúa því og það hefur af leiðingar. Það er sterk samsömun á þessum aldri, fyrsta ári í grunnskóla. Þegar einn dreng­ ur er skammaður, þá upplifa allir drengirnir það. Stelpur fá aftur á móti skilaboð um að þær séu dug­ legar og prúðar og þær fara að þróa með sér þennan ótta um að þær eigi alltaf að vera duglegar og prúðar. Þetta er stórkostlegt vandamál,“ segir Margrét Pála. „Mér finnst bara svo ótrúlegt hvað það er ennþá mikil afneitun á áhrifum kynferðis á stöðu barna. Drengir þurfa miklu meiri hvatn­ ingu til að tala um tilfinningar sínar og þora að treysta öðrum drengjum fyrir sér, að læra að taka á móti vinum sínum og umfaðma þá. Þetta er nokkuð sem stúlkurnar æfast svo mikið í sjálfkrafa, því þetta er í fyrirmyndunum þeirra. Hjá stúlk­ unum þarf meiri hvatningu til sjálf­ stæðis, að þora að sleppa tökum og taka sér rými.“ Jafnrétti er ekki í höfn enn, en konur hafa verið að taka sér meira rými í samfélaginu í eina og hálfa öld. Í dag eru mun f leiri kven­ kyns fyrirmyndir í samfélaginu sem stíga fram og ögra rótgróinni kynjamenningu, margir sigrar hafa unnist og margt neikvætt er horfið. Hins vegar verður því ekki neitað að umræðan um stöðu drengja og karl­ manna hefur verið á undanhaldi. Drengja­ og karlamenningin hefur lítið verið endurskoðuð. „Auðvitað er ég ekki að segja að við séum komin alla leið en íslensk­ ar konur hafa staðið sig frábærlega vel. Nú þurfa drengir og karlar að rísa upp og ræða sína stöðu. Karlar sem eru með ung börn og ná ekki að sinna börnum sínum nógu vel á unga aldri, og svo þegar börnin verða eldri þora þau síður að tala við pabba því að mamma var bara til staðar. Karlar sem eru líka beittir of beldi, karlar sem verða fyrir nauðgun, karlar sem lokast frekar inni með tilfinningar sínar og ræða síður sinn sálarháska. Karlar sem þora ekki að ræða sína stöðu. Þetta er mín tilfinning, mjög sterk,“ segir Margrét Pála. Það sé sársaukafullt og kostn­ aðarsamt að vera sífellt að takast á við af leiðingar af samfélagi sem sinnir ekki börnum og ungmenn­ um á besta mögulegan hátt. Rót vandans þurfi að skoða í upphafi, hjá börnum á leik­ og grunnskóla­ aldri og þá sé nauðsynlegt að líta til kynjamunar. Í DAG FIMMTUDAGINN 14. MARS OPNUM VIÐ Á NÝ EFTIR BREYTINGAR Velkomin í stærri og betri Vínbúð í Skeifunni Við tökum vel á móti ykkur! F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13F I M M T U D A G U R 1 4 . M A R S 2 0 1 9 1 4 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 8 E -A 8 D 8 2 2 8 E -A 7 9 C 2 2 8 E -A 6 6 0 2 2 8 E -A 5 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 7 2 s _ 1 3 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.