Fréttablaðið - 14.03.2019, Síða 56

Fréttablaðið - 14.03.2019, Síða 56
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín J. Helena Green (Kiddý) Sóltúni, áður Hraunbæ 102, lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni, laugardaginn 2. mars. Útförin fer fram frá kapellunni í Fossvogi föstudaginn 15. mars kl. 15.00. Ragnar Leó Kr. Jusic Alma S. Guðmundsdóttir Þorbjörg Kristín Þorgrímsdóttir Ragnar Axel Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ásta Kristjánsdóttir áður Melhaga 8, Reykjavík, lést á Dvalarheimilinu Grund 22. febrúar síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grundar fyrir kærleiksríka umönnun. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Dvalarheimilið Grund. Þorkell Magnússon Magnús, Ásta María, Sigríður Margét, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Maríu Guðrúnar Guðmundsdóttur Tjarnarási 12, síðast til heimilis á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi. Guðrún Gunnlaugsdóttir Jónas Steinþórsson Kristján Gunnlaugsson Dallilja Inga Steinarsdóttir Guðmundur Gunnlaugsson Dagbjört I. Bæringsdóttir Þröstur Gunnlaugsson Helga Guðmundsdóttir Jóhann Gunnlaugsson Vaka H. Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, Jón Benediktsson símsmiður, Aflagranda 40, andaðist laugardaginn 2. mars síðastliðinn að heimili sínu. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kristólína Ólafsdóttir Ólafur Hjörtur Jónsson Guðlaug Björg Björnsdóttir Mótið verður hjá okkur í Grunda-skóla. Við erum með stóran sal með ágætu sviði og fleiri góð rými sem við getum notað fyrir smiðjur. Svo gista öll börnin í skól- anum hjá okkur. Það er aðalsportið,“ segir Valgerður Jónsdóttir glaðlega. Hún er stjórnandi Skólakórs Grunda- skóla á Akranesi og heldur utan um skipulag og framkvæmd Landsmóts barna- og unglingakóra sem þar verður haldið um helgina.  Valgerður kveðst strax hafa byrjað með kór í Grundaskóla þegar hún hóf kennslu á Akranesi 2011. „Fyrst var ég með einn kór en nú er hann tveir aldursskiptir hópar, í yngri hópnum eru rúmlega 30 og um 20 í þeim eldri,“ lýsir hún og segir krakkana áhuga- sama. „Þeir eru duglegir að mæta á æfingar og sýna mikla gleði.“ Hún hefur áður farið á kóralandsmót með krakka. „Það er nauðsynlegt að vera búinn að sjá hvað hafa þarf í huga áður en maður tekur að sér skipulagn- ingu svona móts,“ segir hún og nefnir að leitað hafi verið til tónlistarfólks og kennara á Akranesi með ýmislegt tengt mótinu auk þess sem stjórn- endur kóranna komi að kennslu og hljóðfæraleik. Þá getur hún þess að æft verði nýtt tónverk eftir Elínu Gunn- laugsdóttur, það heiti Fögnuður og hafi verið samið sérstaklega fyrir mótið. Landsmótin eru haldin annað hvert ár á mismunandi stöðum á land- inu. Krakkarnir sem þar mæta eru í frá 5. bekk og upp úr. Flestir kórarnir sem hafa bókað sig núna eru af Suðvestur- landi og einn frá Akureyri. Valgerður segir áherslu lagða á að tengja mótið við lífið á Skaganum þannig að bæjar- búar geti átt von á að rekast á kóra á f lakki um bæinn á laugardeginum. Nokkrir þeirra koma fram á Dvalar- heimilinu Höfða og í Akraneskirkju og lokatónleikarnir eru öllum opnir. Rauði þráðurinn í efnisvalinu eru til- finningar, samkennd og jákvæðni, að sögn Valgerðar. Hún hvetur sem flesta til að mæta á lokatónleikana á sunnu- daginn klukkan 13.30 í sal Grunda- skóla og njóta öflugs tónlistarstarfs barna- og ungdómskóra á Íslandi. gun@frettabladid.is Söng, söng, meiri söng Um 250 söngglaðir krakkar verða áberandi á Akranesi 15.-17. mars. Þar verður haldið Landsmót barna- og unglingakóra. Gestgjafi er eldri hópur Skólakórs Grundaskóla. Skólakór Grundaskóla er gestgjafakór landsmótsins í ár. MYND/ELÍS ÞÓR Eðlisfræðingurinn Albert Einstein fæddist í Ulm í Bæjaralandi, Þýska- landi, á þessum degi árið 1879 og hefði því orðið 140 ára, væri hann enn á lífi í dag. Einstein markaði djúp spor í vísinda- og mannkynssöguna. Skildi eftir sig rúmlega 300 fræðileg verk og á annað hundrað annarra verka til viðbótar. Svo margrómuð var viska Einsteins að víða er fólki enn í dag líkt við manninn til þess að gefa í skyn að viðkomandi sé afburðagreindur. Einna helst er Einstein þekktur nú á dögum fyrir afstæðiskenningu sína. Kenningin er grundvallaratriði í nú- tímaeðlisfræði. Þá er hann sömuleiðis þekktur fyrir jöfnu sína, E=mc2. Einstein bjó í Sviss frá árinu 1895 til Þ E T TA G E R Ð I S T: 14 . M A R S 18 79 Albert Einstein fæðist Albert Einstein Merkisatburðir 14. mars 44 f.Kr. Casca og Cassius ákveða, kvöldið fyrir morðið á Júlíusi Sesar, að Markús Antoníus fái að lifa. 313 Jin Huaidi, keisari í Kína, er tekinn af lífi. 1647 Bæjaraland, Köln, Frakkland og Svíþjóð skrifa undir vopnahlé í Ulm. 1885 Óperan Mikado eftir Gilbert og Sullivan frumsýnd í Lundúnum. 1911 Kristján Jónsson verður ráðherra Íslands. 1933 Verkamannafélagið á Akureyri hindrar uppskipun á tunnum úr norska skipinu Novu vegna kjaradeilu. 1939 Slóvakía lýsir yfir sjálfstæði vegna þrýstings frá Þjóðverjum. 1950 Steingrímur Steinþórsson verður forsætisráðherra. 1964 Jack Ruby er sakfelldur fyrir morðið á Lee Harvey Oswald. 1981 Tommaborgarar opna dyr sínar í Reykjavík. 2005 Milljón mótmælir í Sedrusbyltingunni í Beirút í Líbanon. Þeir eru duglegir að mæta á æfingar og sýna mikla gleði. Valgerður Jónsdóttir Stjórnandi skólakórs Grundaskóla á Akra- nesi. 1914 og hafnaði þar þýskum ríkis- borgararétti sínum árið 1896. Hann fékk svissneskan ríkisborgararétt ári seinna sem hann hélt út ævina. Síðan fluttist hann til Berlínar árið 1914. Þegar hann heimsótti Bandaríkin árið 1933 komust Adolf Hitler og nasistar til valda í Þýskalandi. Þar sem Einstein var af Gyðingaættum ákvað hann að snúa aftur ekki heldur settist að í Bandaríkjunum þar sem hann starfaði meðal annars við Princeton- háskóla. Fræg er sagan af því þegar David Ben-Gurion, forsætisráðherra Ísraels, bauð Einstein árið 1952 að taka við embætti forseta ríkisins. Staðan er að mestu táknræns eðlis en Einstein ákvað að hafna boðinu. – þea 1 4 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R24 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 1 4 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 8 E -8 1 5 8 2 2 8 E -8 0 1 C 2 2 8 E -7 E E 0 2 2 8 E -7 D A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 1 3 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.