Fréttablaðið - 14.03.2019, Síða 62

Fréttablaðið - 14.03.2019, Síða 62
BÍLAR ALPHA ONE 2.380.000,- MOUNTAIN CAT 2.380.000,- A Arctic Cat velsledum' ' - Urðarhvarfi 4 / 203 Kópavogi sími 557 4848 / www.nitro.is Miðhrauni 13 / 210 Garðabæ S 578 0820 / www.arcticsport.is Takmarkad magn! - VORTILBOÐ Í á æt lu nu m Vol k s wagen Group fyrir síðasta ár var gert ráð fyrir 4-5% hagnaði af veltu, en uppgjör VW Group leiddi í ljós 3,8% hagnað af veltu síðasta árs. Hagnaður af veltu árið áður var 4,2% og féll því um 0,4% á milli ára. Helsta vanda- mál flestra bílamerkja Volkswagen Group á síðasta ári tengdist nýrri WLTP-mengunarreglugerð þar sem framleiðendurnir þurftu tíma- bundið að taka margar bílgerðir sínar úr sölu þar sem þær uppfylltu ekki nýju reglugerðina. Sérstak- lega hitti reglugerðin illa fyrir bíla- merkin Audi og Bentley. Fyrir vikið varð tap af rekstri Bentley upp á 288 milljónir evra en hagnaður var á rekstri Bentley árið áður upp á 55 milljónir evra. WLTP olli erfiðleikum Forsvarsmenn Volkswagen Group segja að nýja WLTP-reglugerðin muni áfram á þessu ári hafa nei- kvæð áhrif á rekstur samstæð- unnar, en þó í mun minna mæli en í fyrra. Heildarhagnaður Volks- wagen Group í fyrra nam 13,92 milljörðum evra, eða um 1.900 milljörðum króna. Það voru fyrir- tækin Audi og Porsche sem áttu sem fyrr vænan skerf í hagnaðarsköpun VW Group, en Audi skilaði 4,7 millj- örðum evra í hagnað og Porsche 4,1 milljarði og því áttu þessi tvö bíla- merki 63% af hagnaði Volkswagen Group. Volkswagen-merkið skilaði hins vegar 3,2 milljörðum evra í hagnað og skapaði því minni hagn- að en bæði hin miklu minni bíla- merki Audi og Porsche. Sem fyrr er stærðin ekki allt! Sala Volkswagen Group minnkaði í Ameríkuálfun- um tveimur um 2% í fyrra, ekki síst vegna þess að fyrirtækið dró sig út úr taprekstri á ákveðnum svæðum í Mexíkó og vandamálum í Brasilíu og Argentínu. Salan í Bandaríkj- unum jókst hins vegar um 2%. Kína með 39% af sölu VW Group Salan í Kína jókst um 0,5% og þar seldi Volkswagen Group 4,5 millj- ónir bíla í fyrra og er landið stærsta markaðssvæði samstæðunnar. Salan í Kína er 39% af allri fram- leiðslu VW Group. Þar sem sam- dráttur var almennt í bílasölu í Kína í fyrra jók VW Group við markaðshlutdeild sína í landinu og var hún 18,5% í fyrra. Í áætl- unum Volkswagen Group fyrir árið í ár er gert ráð fyrir 5% hagn- aði af sölu og hann á svo að hækka í 6,5-7,5% á næsta ári. Ein afleiðing þeirrar viðleitni Volkswagen Group að ná fram meiri hagnaði af sölu er fækkun starfsfólks og því má búast við uppsögnum eða samningum um starfslok hjá fyrirtækinu í ár og á næstu árum. Forsvarsmenn Volkswagen Group segja að það rími ágætlega við nýjar áherslur á smíði rafmagnsbíla sem krefjast um 30% færra starfsfólks í samsetningu þar sem þeir eru einfaldari smíði en bílar með brunavélar. Minni hagnaður Volkswagen Group Merkin Audi og Porsche skiluðu hvort um sig meiri hagnaði en Volkswagen-merkið sjálft. VW Group hagnað- ist um 1.900 millj- arða króna og 63% hagnaðarins komu frá bílamerkjunum Audi og Porsche. SALA VOLKSWAGEN GROUP Í KÍNA ER 39% AF ALLRI FRAMLEIÐSLU SAMSTÆÐ- UNNAR OG MARKAÐSHLUT- DEILDIN ÞAR 18,5 PRÓSENT. 1 4 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R30 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 4 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 8 E -B C 9 8 2 2 8 E -B B 5 C 2 2 8 E -B A 2 0 2 2 8 E -B 8 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 0 7 2 s _ 1 3 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.