Fréttablaðið - 14.03.2019, Page 68

Fréttablaðið - 14.03.2019, Page 68
Rokk & Rómantík á Laugavegi sérhæfir sig í fatnaði og fylgihlutum sem kennd eru við got-nesku, eða „goth“, og er þannig óhjákvæmilega hálfgerð sérverslun með BDSM-dót. „Goth hefur náttúrlega alltaf verið tengt við BDSM en þetta þarf ekkert allt endilega að vera kyn ferðis legt enda snýst þetta um meira. Lífsstíl, og tíska er bara tíska,“ segir Karlotta Laufey í Rokk & Rómantík. Karlotta hlær þegar hún er spurð um satanískar tengingar og hug- myndir um tískustrauma lóðbeint frá helvíti. „Fólk á það til að vera svo- lítið hrætt við búðina og þorir varla að koma,“ segir Karlotta en f lestir róist þegar á hólminn er komið og finni eitthvað sem höfði til þeirra. thorarinn@frettabladid.is Harka og mýkt, blúndur og leður, fara vel saman í gothinu. Beislið, eða „harnessið“ eins og það er oftast kallað, hefur á síðustu árum orðið að algengum tískufylgihlut en liðsmenn Hatara eru þekktir fyrir að skarta slíku. Hatari hefur magnað eftirspurnina eftir hálsólum eða „chokers“ hressi- lega en þetta hefur verið vinsæll fylgihlutur síðan á níunda áratugnum og tengist sumpart pönkmenningu en einnig BDSM-leikjum þar sem ólin táknar vald drottnarans yfir hinum undirgefna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Er andi í glasinu? Þetta andaglasborð er frá Killstar sem er vinsælt goth- vörumerki og hryggjarstykkið í vöruúrvalinu í Rokk & Rómantík. Hermt er að borð af þessu tagi henti vel til þess að særa fram anda en það virkar einnig sem saklaus heimilisprýði. Til dæmis sem bakki undir kerti. Hið gotneska hverfist ekki aðeins um myrkur, drunga og svart leður og gegn- sær og vandaður neta- og blúndunær- klæðnaður vekur ekki síður erótísk hugrenningatengsl hjá mörgum. Goth og BDSM eru ekki tískustraumar frá helvíti Svart, leður, hálsólar, latex og gaddabelti eru í brennidepli í kjölfar vinsælda Hatara. Munúðarfullt og djarft er þetta vissu- lega, svo mjög að mörgum þykir nóg um. Þegar betur er að gáð er ósköp lítið að óttast og eins og Karlotta Laufey í goth- búðinni Rokk & Rómantík bendir á þá er tíska bara tíska. Anna Kristín og Karlotta Laufey í Rokk & Róman- tík finna fyrir sívaxandi almennum áhuga á goth-tískunni. „Margir sem koma hingað eru mjög forvitnir, bæði um þessa tísku og bara um búðina sem er náttúr- lega öðruvísi en allar aðrar búðirnar hérna,“ segir Karlotta sem er alltaf tilbúin til þess að deila þekkingu sinni á hinu gotneska. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 1 4 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R36 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 1 4 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :5 8 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 8 E -9 0 2 8 2 2 8 E -8 E E C 2 2 8 E -8 D B 0 2 2 8 E -8 C 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 7 2 s _ 1 3 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.