Fréttablaðið - 23.03.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.03.2019, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta­ blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 jeep.isJEEP® GRAND CHEROKEE ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF FÁANLEGUR MEÐ 33” EÐA 35” BREYTINGU OPIÐ Í DAG Á MILLI KL. 12 - 16 Þrjú í fréttum Bullað um geisla, Katalónía, og Aron til Katar Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðf lokksins varaði við hættu af geislum frá fjar­ skiptamöstrum á Úlfarsfelli. Geisla­ varnir ríkisins og Eðlisfræðifélagið sögðu enga hættu staðfesta. „Enginn er óskeik­ ull,“ svaraði Vigdís. Alfred Bosch utanríkisráðherra Katalóníu heimsótti Ísland og ræddi stöðuna í héraðinu og réttar­ höldin yfir katalónskum sjálfstæð­ issinnum í Madríd. „Það á að leysa málið á hinn íslenska hátt. Með viðræðum, atkvæðagreiðslum og friði,“ sagði Bosch. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði karlalands- liðsins í fótbolta er á leið til Katar á samning við félags­ liðið Al Arabi sem Heimir Hallgríms­ son þjálfar. Aron klárar tímabilið með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni og fer til Al Arabi í sumar. Hann verður fyrsti íslenski leikmaðurinn sem leikur í Katar. DÓMSMÁL „Heimildarmenn mega vita að heiðvirðir blaðamenn eru til­ búnir til að fara í fangelsi fyrir þá. En það styrkir þetta trúnaðarsamband enn meira að nú vita heim ildar­ menn að ekki má þröngva blaða­ mönnum til að svara spurningum um heimildir sínar fyrir dómi. Þetta nýja fordæmi Hæstaréttar hjálpar því til við að taka af allan vafa um það,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, um dóm Hæstaréttar sem féll í gær og mark­ aði endalok lögbannsmálsins. Í dómi Hæstaréttar er fjallað með ítarlegri hætti en áður hefur verið gert um þá vernd sem blaða­ menn njóta við störf sín samkvæmt íslenskum lögum og á grundvelli tjáningarfrelsisákvæða stjórnar­ skrárinnar og Mannréttindasátt­ mála Evrópu. Í dóminum er lengst dvalið við heimildavernd blaðamanna og gerð ítarlegri grein fyrir þessum rétt­ indum blaðamanna og heimildar­ manna þeirra. Því er slegið föstu að heimildaverndin nái ekki eingöngu til þess að upplýsa ekki nákvæm­ lega hver heimildarmaðurinn sé heldur felist einnig í verndinni að blaðamanni verði ekki gert skylt að veita upplýsingar sem geti leitt til þess að kennsl verði borin á heim­ ildarmanninn. Um kröfu Glitnis Holdco þess efnis að blaðamönnum verði gert að svara spurningum um gögnin, segir Hæstiréttur að útilok­ að sé að tryggja að svör við slíkum spurningum veiti ekki vísbendingar um frá hverjum umrædd gögn stafa. Allan vafa þar að lútandi verði að túlka heimildarmanni í hag og ætla verði blaðamanni verulegt svigrúm til að meta sjálfur hvort svör við spurningum tengdum tilvist slíkra gagna kunni hugsanlega að veita vísbendingar um hver heimildar­ maður hans sé. Þá tekur Hæstiréttur einnig af skarið um afstöðu heimildar­ mannsins sjálfs til nafnleyndar og slær því föstu að til að blaðamanni verði heimilt að svara spurningum um heimildarmann sinn þurfi hann ótvírætt samþykki heimildarmanns sjálfs. Ekki dugi að heim ildar­ manninum hafi láðst að láta þess getið að hann óski nafnleyndar og blaðamanni verði ekki gert að lýsa því yfir að slíkrar nafnleyndar hafi verið óskað. Auk ítarlegrar umfjöllunar um vernd heimildarmanna ítrekar Hæstiréttur fyrri fordæmi sín um hvernig túlka beri tjáningarfrelsið þegar það stangast á við friðhelgi einkalífs. Vísað er til þess hve stutt var til kosninga og því brýnna en ella að skerða ekki upplýsta frétta­ umfjöllun meira en nauðsyn krefði. Þá sé réttur til að fjalla opinberlega um málefni kjörinna stjórnmála­ manna rýmri en ella og að sama skapi þurfi þeir sem gegna slíkum opinberum trúnaðarstörfum að þola að þeir kunni eftir atvikum að njóta lakari verndar til friðhelgi einkalífs en aðrir, ekki síst þegar umfjöllunarefnið sé af sama toga og í umræddu máli. adalheidur@frettabladid.is Dómurinn leggur línur um heimildavernd blaðamanna Hæstiréttur fjallar ítar- lega um heimildavernd blaðamanna í dómi um lögbannsmálið. Rit- stjóri segir heiðvirða blaðamenn frekar fara í fangelsi en segja til heimildarmanna. For- dæmið treysti trúnaðar- sambandið enn frekar.   Ófært að lögbann standi þrátt fyrir afstöðu dómstóla „Það er umhugsunarverðast hversu lengi lögbannið fékk að standa án þess að nokkur dómstóll hafi talið það stand­ ast. Frumvarp það sem nú er í samráðsgátt, um breytingu á lögunum um kyrrsetningu og lögbann, myndi að mínu mati fela í sér mikla bragarbót að þessu leyti, sem er nauð­ synleg,“ segir Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Jóhannes Kr. Kristjánsson og Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, í Hæstarétti í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON TÖLUR VIKUNNAR 17.03.2019 TIL 23.03.2019  2,3 milljarða króna bótakrafa er nú nefnd vegna þeirra sem sýknaðir voru í Guð­ mundar­ og Geirfinns­ málunum. 145 milljónir króna mun vanta í bæjarsjóð Vestmannaeyja vegna loðnubrestsins. 200 hið minnsta fórust í óveðri í Mósambík. 600 umsækjendur eru nú á biðlista eftir leigu­ íbúðum hjá Brynju – hússjóði Öryrkja­ bandalagsins. 1,7 milljónir króna greiddi forsætisráð­ neytið fyrir kvöldverðar­ boð fyrir 35 ráðstefnu­ gesti Arctic Circle í Hellisheiðarvirkjun. 2 3 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 3 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 6 F B 1 2 8 s _ P 1 2 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A 0 -E B 6 C 2 2 A 0 -E A 3 0 2 2 A 0 -E 8 F 4 2 2 A 0 -E 7 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 8 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.