Fréttablaðið - 23.03.2019, Blaðsíða 112

Fréttablaðið - 23.03.2019, Blaðsíða 112
Minningarsjóður um Jean-Pierre Jacquillat, fyrrum aðal stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands, mun á þessu ári veita efnilegum tónlistarmanni styrk til framhaldsnáms erlendis á skólaárinu 2019-2020. Veittur er einn styrkur að upphæð 1.500.000 kr. Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform, sendist fyrir 1. maí nk. til formanns sjóðsins: Minningarsjóður um Jean-Pierre Jacquillat Pósthólf 35, 121 Reykjavík Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna verka eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda. 2017 Sölvi Kolbeinsson -saxófón 2016 Baldvin Oddson-trompet 2015 Rannveig Marta Sarc-fiðla 2014 Sólveig Thoroddsen-harpa 2013 Hulda Jónsdóttir-fiðla 2012 Benedikt Kristjánsson-söngur 2011 Matthías I. Sigurðsson-klarinett 2010 Gunnhildur Daðadóttir-fiðla 2009 Helga Þóra Björgvinsdóttir-fiðla 2008 Jóhann Nardeau-trompet 2007 Melkorka Ólafsdóttir-flauta 2006 Elfa Rún Kristinsdóttir-fiðla 2005 Ögmundur Þór Jóhannesson-gítar 2004 Víkingur Heiðar Ólafsson-píanó 2003 Birna Helgadóttir-píanó 2002 Lára Bryndís Eggertsdóttir-orgel 2001 Pálína Árnadóttir-fiðla 2000 Hrafnkell Orri Egilsson-selló 1999 Una Sveinbjarnardóttir-fiðla 1998 Árni Heimir Ingólfsson-píanó/tónv. 1997 Þórður Magnússon-tónsmíðar 1996 Ingibjörg Guðjónsdóttir-söngur 1995 Sigurbjörn Bernharðsson-fiðla 1994 Guðni A. Emilsson-hljómsveitarstj. 1993 Tómas Tómasson-söngur 1992 Þóra Einarsdóttir-söng Styrkur til tónlistarnáms MINNINGAR SJÓÐUR JPJ Ím y n d u n a ra fl / M -J PJ f y r r u m s t y r k þ e g a r LEIKHÚS Matthildur Byggt á skáldsögu eftir Roald Dahl Borgarleikhúsið Leikhandrit: Dennis Kelly Tónlist og söngtextar: Tim Minchin Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson Íslenskun: Gísli Rúnar Jónsson Leikarar: Erna Tómasdóttir, Ísabel Dís Sheehan, Salka Ýr Ómarsdóttir, Björgvin Franz Gíslason, Rakel Björk Björnsdóttir, Björn Stefáns- son, Vala Kristín Eiríksdóttir, Sölvi Viggósson Dýrfjörð, Ebba Katrín Finnsdóttir, Baldur Björn Arnarsson, Arnaldur Halldórsson, Erlen Isabella Einarsdóttir, Þórey Lilja Benjamínsdóttir Wheat, Vala Frostadóttir, Lísbet Freyja Ýmisdóttir, Jón Arnór Pétursson, Patrik Nökkvi Pétursson, Emil Björn Kárason, Gabríel Máni Krist- jánsson, Edda Guðnadóttir, Linda Ýr Guðrúnardóttir, María Pála Marcello, Þóra Fanney Heiðars- dóttir, Hlynur Atli Harðarson, Hilmar Máni Magnússon, Þorleifur Einarsson, Arnar Dan Kristjánsson, Viktoría Sigurðardóttir, Andrea Lapas, Arna Sif Gunnarsdóttir, Guðmunda Pálmadóttir og Steve Lorenz Danshöfundur: Lee Proud Tónlistarstjórn: Agnar Már Magnússon Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: María Th. Ólafsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Myndband: Ingi Bekk Leikgervi: Margrét Benedikts- dóttir Hljóð: Garðar Borgþórsson og Þórður Gunnar Þorvaldsson Vorsöngleikur Borgarleikhússins hlýtur að vera merki um að vetrar- hretinu sé senn að ljúka. Roald Dahl kynnti hina kláru Matthildi fyrir heiminum árið 1988 í bókarformi og síðan hefur vegferð hennar verið löng og frækin. Fræg Hollywood- bíómynd árið 1996, ýmsar hljóðút- gáfur í millitíðinni og síðan sló hún endanlega í gegn með söngleik árið 2010 þar sem saga hennar var endurskrifuð af breska leikskáldinu Dennis Kelly, með viðbættri tón- list og lagatextum eftir ástralska grínistann Tim Minchin. Nú liggur leið Matthildar á stóra svið Borgar- leikhússins og mætti hún skelegg til leiks síðustu helgi, leikstýrt af Bergi Þór Ingólfssyni og allur texti þýddur af Gísla Rúnari Jónssyni. Matthildur fékk frábæra dóma á Englandi á sínum tíma og er enn í sýningum. Sagan hverfist um undrabarnið Matthildi og baráttu hennar fyrir skilningi og jafnrétti. Inn í sögunna f léttast f lókið full- orðinsumhverfi þar sem hún þarf að standa fyrir sínu. Strax skal tekið fram að Matthildur er langur söngleikur sem slær upp í þrjá tíma, að hléi meðtöldu. Sýningin heldur dampi að mestu. Framvindan er fjörug og ferðalag Matthildar spennandi en ekki gallalaust, þar ber helst að nefna undarlega og endur tekna hliðarsögu þar sem söguhetjan segir vinkonu sinni ævintýri af sirkusfólki. En fyrst ber að ramma inn söguheiminn … Vala Kristín stelur sýningunni Heimilisaðstæður Matthildar eru vægast sagt hörmulegar. Faðir hennar, Ormur Ormars, leikinn af Birni Stefánssyni, og móðir, Norma Ormars, sem leikin er af Völu Krist- ínu Eiríksdóttur, vilja minna en ekkert með hana hafa. Söngleikur- inn byrjar á fæðingu Matthildar og Vala Kristín gerir sér lítið fyrir og stelur sýningunni frá fyrsta atriði. Túlkun hennar á Normu er töfrandi í öllu sínu hallæri, bæði bráðfyndin og beljandi. Ekki tekst jafn vel til hjá Birni sem leitar frekar í auðvelda og endurtekna takta en heildræna nálgun. Bakland Matthildar saman- stendur af bókasafnsverðinum Fili- píu, sem leikin er af Ebbu Katrínu Finnsdóttur, og kennaranum Fríðu Hugljúfu, leikinni af Rakel Björk Björnsdóttur, sem gera sér fyllilega grein fyrir því hvaða manneskju þessi smáa stelpa hefur að geyma. Ebba Katrín gerir vel í sínum fáu atriðum en persóna hennar þróast lítið og hefur að mestu það verkefni að bregðast við áðurnefndri sirkus- sögu. Meiri ábyrgð liggur á herðum Rakelar Bjarkar sem stígur fram í sínu fyrsta hlutverki á atvinnu- sviði. Leikur hennar var litaður af svolitlum taugatrekking og stífleika en hún leitar í öruggt skjól söngsins til að fylla út í karakterinn, sem hún gerir ágætlega. Kærkomið og bræðandi Lykilþáttur verksins hverfist um hvernig Matthildur notar mann- gæskuna til að sigrast á mann- vonsku Karítasar Mínherfu skóla- stýru. Til að opna sýninguna, og hjörtu áhorfenda, upp á gátt þarf Karítas Mínherfa að vera herfa í hæsta gæðaf lokki og hræða líf- tóruna úr áhorfendum. Björgvin Franz Gíslason geymir ýmsa hæfi- leika og nýtur þess að japla á hlut- verki skólastýrunnar en hann nær aldrei að framkalla hræðsluna sem til þarf. Karítas Mínherfa í hans höndum er safarík dragdrottning frekar en ógnandi hrotti. Að hluta til ber Bergur Þór ábyrgðina en fyrstu kynni af Karítas Mínherfu eru illa leyst en lokalagið hennar, Uppreisnar-andi, er aftur á móti frábært að öllu leyti. Þung er byrðin að bera heilan söngleik á litlu baki en allar líkur eru á því að hinar tvær Matthild- arnar verði alveg jafn heillandi og Ísabel Dís Sheehan sem stóð á sviðinu á frumsýningarkvöldinu. Það er kærkomið og bræðandi að sjá slíka kvenfyrirmynd á sviði. Barnaleg kæti og æsingur einkennir aðra meðlimi leikhópsins, unga sem eldri. Markvert er hversu frábærlega ungu einstaklingarnir í hópnum standa sig, öll sem eitt. Enn önnur sönnun á því að langtímafjárfest- ing í unga fólkinu margborgar sig. Þá er sérstaklega ánægjulegt að sjá Sölva Viggósson Dýrfjörð, sem gerði garðinn frægan sem Billy Elliot, snúa aftur á svið í fjölbreyttum hlutverkum. Þorleifur Einarsson og Arnar Dan Kristjánsson eru ennþá að finna sína hillu á atvinnusviði, og eru að prófa sig áfram með mis- munandi árangri, en svona tækifæri eru ómetanleg fyrir unga leikara sem verða að fá tíma til að þroskast. Sjónarspil fer að ráða Ilmur Stefánsdóttir fer fram úr sér hvað varðar hönnun fyrir stóra sviðið í þetta skiptið og er leikmyndahönnuður á heims- mælikvarða. Hver sviðskimi er fullnýttur, alveg upp í rjáfur, og ímyndunaraf l hennar hreinlega springur yfir sviðið. En þess væri óskandi að betri sviðslausn hefði verið fundin fyrir hið hræðilega Svarthol skólastýrunnar. Leik- gervin og búningarnir eru fantavel unnin af Margréti Benediktsdóttur og Maríu Th. Ólafsdóttur, þá sér- staklega múndering Normu Orm- ars, en endurhugsa hefði mátt bæði búninga skólastýrunnar og Ormars. Þeir virðast báðir sem úr öðru leik- riti. Bergur Þór er fyrir löngu orðinn sérfræðingur í sviðsetningu söng- leikja af þessari stærðargráðu. Hann gefur ungum leikurum stór tækifæri og setur mikla ábyrgð á þeirra herðar. Þessi ákvörðun verð- ur til þess að meiri áhersla er lögð á stórar hópsenur frekar en söguna sem segja skal. Danshöfundurinn Lee Proud snýr aftur til starfa fyrir Borgarleikhúsið og færir sýninguna á annað plan með glæsilegri vinnu. En eins og áður sagði verður stund- um tengslarof á milli sögunnar og söngatriðanna, sjónarspilið fer að ráða för. Hér leikur tónlistin auðvitað stórt hlutverk og tónlistarstjórnun Agnars Más Magnússonar ber með sér léttleika sem er gott mótvægi við orðasúpuna á sviðinu. Söngleikur- inn einkennist af nokkrum lykillög- um þar sem Er ég verð stór og Óþekk börn standa upp úr. Hljóðblöndun sýningar af þessari stærðargráðu er þrautargáta og vinnur hljóðteymið margt vel í þeim efnum. En orða- flaumurinn er síkur að oft er erfitt að greina orðaskil, þá sérstaklega í stærri atriðunum þar sem atið verður stundum svo mikið að texta- flóðið verður yfirþyrmandi. Vorsöngleikur Borgarleikhúss- ins er fyrir löngu orðinn hefð og búið er að byggja grjótharðan grunn fyrir stórt leikhússjónarspil. Sýningarnar verða stærri og mikil- fenglegri í hvert skipti en hætta er á að með stærðinni skapist rof við tilfinningatengslin sem leikhúsið getur skapað. Matthildur er mikil- væg saga fyrir áhorfendur á öllum aldri þar sem samúð sigrar grimmd, greind sigrar vanvit og sakleysi sigr- ar svik. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Stórkostlegt sjónar- spil sem nær ekki að fanga skilaboð sögunnar að fullu. Áfram, stelpa! Matthildur er mikilvæg saga fyrir áhorfendur á öllum aldri, segir gagnrýnandi Fréttablaðsins í dómi sínum. MYND/GRÍMUR BJARNASON BERGUR ÞÓR ER FYRIR LÖNGU ORÐINN SÉRFRÆÐINGUR Í SVIÐSETN- INGU SÖNGLEIKJA AF ÞESSARI STÆRÐARGRÁÐU. 2 3 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R48 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 3 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 6 F B 1 2 8 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 A 0 -D C 9 C 2 2 A 0 -D B 6 0 2 2 A 0 -D A 2 4 2 2 A 0 -D 8 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 8 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.