Fréttablaðið - 23.03.2019, Blaðsíða 46
Fyrir börn og fullorðna
„Við ákváðum að hafa nammibar af því að við buðum
mörgum krökkum í veisluna og vorum viss um að
hann myndi slá í gegn hjá þeim. Það kom okkur síðan
skemmtilega á óvart hvað hann var vinsæll hjá full-
orðna fólkinu líka. Ég er að fara ferma aftur í ár og
strákurinn minn vill hafa nammibar eins og bróðir
hans hafði.
Í nammibarinn valdi ég nammi sem var í þemalit-
unum, Oreo kex, svartar og hvítar hjúp-kúlur, svart og
hvítt m&m, litla sykurpúða, karamellupopp og venju-
legt popp.“ Bylgja Dögg Rúnarsdóttir
Bland í poka
Nammibarir hafa notið mikilla vinsælda í fermingar-
veislum síðustu ár. Útfærslurnar eru æði misjafnar en
sælgætið mælist þó ávallt vel fyrir hjá veislugestum.
Bleikt, gyllt og hvítt
„Fermingarbarnið dreymdi um að fá að hafa nammi-
bar en hún hafði miklar skoðanir á veislunni. Mörg
börn voru á gestalistanum og því fannst okkur snið-
ugt að bjóða upp á sælgæti eftir matinn. Litaþemað
var bleikt, gyllt og hvítt og hugmyndin var að velja
nammi í þeim litum en aðalmálið var samt að velja
nammi sem okkur þótti gott. Við vorum með þrjár
tegundir af poppi, venjulegt, osta- og turkish pepper
lakkríspopp. Við vorum með bingókúlur og dökkt
Nóa Kropp, bleikt Smarties, Oreo kex sem er í uppá-
haldi hjá fermingarbarninu, bleikar Lindor kúlur,
bleikar ávaxtakaramellur í bréfi, bleika snjóbolta, og
röndótt marglitt hlaupnammi. Nammið keyptum við
hér og þar vikurnar fyrir ferminguna. Nammibarinn
var gríðarlega vinsæll, sérstaklega hjá börnunum en
líka hjá þeim fullorðnu sem margir fóru heim með
nammi í boxi.“ Kristín Björg Jónsdóttir
Popp og kók
„Við buðum upp á hlaup, lakkrís,
popp og kók í dós. Ég hafði séð
myndir af nammibörum í veislum
á netinu og fannst þetta sniðugt
enda vakti barinn mikla lukku
meðal barna og fullorðinna. Við
keyptum nammið í Costco, Stór-
kaup og svo bara í búðinni hér hjá
okkur, Kjörbúðinni í Grundarfirði.
Litaþema var svart og hvítt. Það
var líka kvikmyndaþema og við
skreyttum t.d. með Star Wars dóti
og skreyttum kransakökuna með
Lego Star Wars körlum. Krukk-
urnar undir nammið keyptum við
í IKEA og pöntuðum pappírspoka
á Aliexpress.“
Bryndís Guðmundsdóttir
Eitthvað fyrir alla
„Fermingarbarnið vildi hafa nammibar og hún valdi
sinn uppáhaldsbrjóstsykur, svo vorum við með
súkkulaðihnappa frá Nóa Síríusi, Appolo lakkrís,
Dumle karamellur, Marianne brjóstsykur, sleikjó,
jelly beans og súkkulaðipeninga.
Við áttum krukkur og fengum líka lánaðar, pöntuð-
um pappabox frá Bandaríkjunum til að setja nammið
í. Okkur vantaði eitthvert ílát undir kortin og fengum
því lánaða bleika tösku. Hún var líka til stærri, í
stíl, og þess vegna settum við nammibarinn í hana.
Nammi barinn vakti mikla lukku fyrir allan aldur, því
í honum var eitthvað fyrir alla.“ Klara Ægisdóttir
Hugmyndir af Pinterest
Hrönn Bjarnadóttir bauð upp á
nammibar í brúðkaupinu sínu en
auðvelt er að yfirfæra hugmynd-
irnar á fermingarveislu.
„Ég vil ekki vita hvað ég eyddi
mörgum klukkutímum á Pinter-
est að skoða alls konar útfærslur
af nammibar. Eftir marga mánuði
datt ég niður á myndir af nammi-
bar sem mér fannst ótrúlega
fallegur og ákvað að nota hann
sem fyrirmynd. Þemað í brúð-
kaupinu var mest gull, glimmer og
kampavínslitað, og mig langaði að
hafa bæði skreytingar og nammi í
þessu litaþema.
Ég bjó sjálf til cakepops og
skreytti á fjóra mismunandi vegu.
Poppið setti ég í glæra poka sem
ég keypti á Aliexpress og batt fyrir
pokann með gylltum silkiborða.
Ég fékk glazed donuts hjá
Krispy Kreme og stráði yfir þá
gylltu matar-glimmeri til að
gera þá meira gyllta. Ég keypti
gylltar karamellukúlur og gyllta
Hershey’s kossa í Ameríku.
Gylltu Lindt kúlurnar keypti ég
í heildsölunni Karl K. Karlsson
á Nýbýlavegi og Haribo gúmmí-
bangsana í litlu pokunum keypti
ég á Amazon.com.
Hrönn Bjarnadóttir
Á nammibarnum
var boðið upp á:
Heimabakaða cakepops, 4
tegundir
Ástríkt popp í litlum
glærum pokum með borða
Krispy Kreme kleinuhringi
með gullglimmeri
Gylltar karamellukúlur
Hershey’s gullkossa
Gylltar Lindt kúlur
Hvíta snjóbolta frá Kólus
Haribo gúmmíbangsa í
litlum gylltum pokum
10 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . M A R S 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RFERMINGARGJAFIR
2
3
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
6
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
A
1
-3
5
7
C
2
2
A
1
-3
4
4
0
2
2
A
1
-3
3
0
4
2
2
A
1
-3
1
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
1
2
8
s
_
2
2
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K