Fréttablaðið - 23.03.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.03.2019, Blaðsíða 6
Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík Sími 569-6000 - www.os.is Ársfundur Orkustofnunar 2019 Fundurinn verður haldinn 3. apríl 14:00 - 17:00 á Grand Hótel Reykjavík D A G S K R Á 13:45 Mæting 14:00 Ávarp ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra - Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir 14:15 Ávarp orkumálastjóra - Dr. Guðni A. Jóhannesson 14:30 ACER‘s Functions and Responsibilities Alberto Pototschnig, forstjóri, ACER 15:00 Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna á tímamótum Lúðvík S. Georgsson, forstöðumaður Jarðhitaskólans 15:15 Kaffihlé 15:30 Samtenging hagkvæmnis, umhverfisáhrifa og fjáröflunar smárra vatnsaflsvirkjana á Íslandi Hrafnhildur Jónsdóttir, sérfræðingur í gæðum framleiðslugagna, Marel 15:45 Raforkueftirlit og raforkuöryggi Rán Jónsdóttir, verkefnisstjóri – verkfræði raforkumála, Orkustofnun 16:00 Smávirkjanir á Íslandi Erla B. Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri – skipulag raforkuvinnslu, Orkustofnun 16:15 Ný áætlun Uppbyggingasjóðs EES 2014 – 2021 á sviði endurnýjanlegrar orku Baldur Pétursson, verkefnisstjóri – fjölþjóðleg verkefni og kynningar, Orkustofnun 16:30 Fundarlok / Léttar veitingar Fundarstjóri: Harpa Þ. Pétursdóttir, lögfræðingur alþjóðleg verkefni, Orkustofnun Skráning á fundinn og útsending fundar á os.is 120 milljarða króna gjaldeyristekjur Miðað við áætlaða markaðs- hlutdeild WOW air má gera ráð fyrir að gjaldeyristekjur sem tengjast – beint og óbeint – ferðamönnum sem koma hingað til lands með flugfélag- inu hafi verið um 120 milljarðar króna á síðasta ári, að því er fram kemur í skýrslu Reykja- vík Economics. Til saman- burðar voru gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu alls ríflega 500 milljarðar króna á árinu. Þá er áætlað í skýrslunni að á sama ári hafi tekjur vegna neyslu erlendra ferðamanna, sem flugu með WOW air, á ferðalögum innanlands verið rúmar 89 milljarðar króna. Útreikningar skýrsluhöf- unda gefa jafnframt til kynna að skatttekjur vegna farþega WOW air hafi numið um 12 milljörðum króna á árinu 2017. Er það um 24 prósent af beinum skatttekjum ársins vegna erlendra ferðamanna. Brotthvarf WOW air af flugmarkaði gæti leitt til þess að landsframleiðsla drægist saman um á bilinu 0,9 til 2,7 prósent á einu ári, samkvæmt rannsókn sem ráðgjafarfyrirtækið Reykjavík Economics hefur unnið að beiðni flugfélagsins um efnahagsleg áhrif félagsins á íslenskan þjóðar­ búskap. Til samanburðar var upp­ safnaður samdráttur í landsfram­ leiðslu um 10 prósent í kjölfar falls fjármálakerfisins á árunum 2009 og 2010. Rannsókn greinenda Reykjavík Economics leiðir jafnframt í ljós að brotthvarf WOW air af markaði myndi þýða að gengi krónunnar veiktist, sem kæmi fram í hækkun innflutningsverðs og aukinni verð­ bólgu, þúsundir manna misstu vinnuna og afkoma hótela og veit­ ingahúsa og annarra fyrirtækja í ferðaþjónustu og tengdum atvinnu­ greinum rýrnaði. Í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins, sem Fréttablaðið hefur undir hönd­ um, er enn fremur bent á að brott­ hvarf flugfélagsins af markaðinum yfir Atlantshafið muni ekki endilega þýða að önnur flugfélög taki upp á því að fljúga yfir hafið með milli­ lendingu á Keflavíkurflugvelli. Allt eins líklegt sé að þau félög muni fljúga beint á milli Evrópu og Amer­ íku án viðkomu á Íslandi. „Ef svo færi að ferðamönnum, sem og millilendingafarþegum, fækkaði verulega myndu þeir innviðir sem Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. Brotthvarfið myndi leiða til gengisveikingar og aukinnar verðbólgu. Þúsundir manna myndu missa vinnuna. Ferðamönnum mun fækka við kaup Icelandair Gangi kaup Icelandair Group á eignum WOW air eftir er líklegt að f lugvélum í f lota Icelandair muni aðeins fjölga um tvær. Við það mun ferðamönnum til landsins fækka frá árinu 2018. Þetta segir Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent. „WOW air rekur ellefu f lugvélar en stjórnendur Icelandair munu ef laust þurfa að nýta níu þeirra fyrst um sinn til að koma í stað Boeing 737 MAX flugvéla sem hafa verið kyrrsettar. Mögulega mun Ice­ landair bæta við sig tveimur ábata­ sömum f lugleiðum sem WOW air f laug á áður en Icelandair ekki. Það er ljóst að umsvif WOW air, í hvaða mynd sem það verður rekið áfram, munu dragast verulega saman ef af kaupunum verður,“ segir hann. Um þessar mundir rekur Ice­ landair 36 flugvélar, að sögn Snorra. Það gæti því stefnt í að samanlagður flugfloti f lugfélaganna tveggja, sem hefur staðið undir um 80 prósent­ um af öllu f lugi til og frá landinu, muni minnka um rúmlega 10 pró­ sent. Snorri segir að við það muni ferðamönnum til landsins fækka sem hafi áhrif á efnahagslíf ið. „Ferðamenn gætu orðið færri en tvær milljónir í ár,“ segir hann. Isavia reiknaði með í janúar að ferðamenn yrðu 2,3 milljónir í ár. Honum þykir líklegt að Icelandair vilji frekar kaupa eignir úr rekstr­ inum en að kaupa hlutafélagið WOW enda sé félagið skuldum vafið og reksturinn þungur. Icelandair gæti þá tekið yfir leigusamninga á f lugvélum og fengið til liðs við sig þjálfað starfsfólk. Enn fremur eigi WOW air flugtíma á flugvöllum sem gætu verið verðmætir. „Ég held að kveikjan að kaupun­ um hjá Icelandair sé annars vegar að f lugfélagið á í vandræðum eftir að hafa fest kaup á Boeing­flugvélum sem hafa verið kyrrsettar. Hins vegar að um sé að ræða björgunar­ aðgerðir sem eru tilraun til að bjarga því sem bjargað verður því að ef WOW air verður gjaldþrota mun það hafa verulega neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna á Íslandi og f lug­ rekstur. Gangi þessi kaup ekki eftir tel ég að WOW air eigi sér vart við­ reisnar von. Það erfitt að ímynda sér að annar kaupandi sé handan við hornið,“ segir Snorri. – hvj Gangi þessi kaup ekki eftir tel ég að WOW air eigi sér vart viðreisnar von. Snorri Jakobsson, hlutabréfagrein- andi hjá Capacent MARKAÐURINN Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is Skýrsluhöfundar segja að beint og óbeint framlag WOW air til vergrar landsframleiðslu hafi verið töluvert en frá stofnun félagsins árið 2011 og til ársins 2018 óx landsframleiðsla um 32 prósent á föstu verðlagi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR hafa verið byggðir upp á Keflavíkur­ flugvelli nýtast verr en ella. Fjárfest­ ingaráform Isavia myndu þá líklega ekki ganga eftir en félagið áformar að fjárfesta fyrir um 20 milljarða króna á ári næstu fjögur árin,“ segir í skýrslu Reykjavík Economics. Beint og óbeint framlag WOW air til vergrar landsframleiðslu er tölu­ vert, eins og rakið er í skýrslunni, en þar er bent á að frá stofnun lág­ gjaldaf lugfélagsins árið 2011 til ársins 2018 hafi landsframleiðsla vaxið um 31,6 prósent á föstu verð­ lagi. Hlutur einkennandi atvinnu­ greina ferðaþjónustunnar, eins og þær eru skilgreindar af Hagstofu Íslands, hafi á sama tímabili vaxið úr 4,7 prósentum í 8,5 prósent. Sviðsmynd Reykjavik Economcis felur í sér að 10 til 30 prósent af núverandi vinnsluvirði ferðaþjón­ ustunnar tapist ef flugfélagið hverfur af markaði. Útreikningar ráðgjafar­ fyrirtækisins gefa til kynna að nei­ kvæð áhrif brottfallsins á landsfram­ leiðslu yrðu frá 0,9 prósentum til 2,7 prósenta á einu ári en áhrifanna gæti vitaskuld gætt lengur. Þá yrðu staðbundin áhrif, að mati hagfræðinganna, að öllum líkindum meiri á Suðurnesjum en umræddar tölur gefa til kynna. Tekið er fram í skýrslunni að ástæða samdráttarins í landsfram­ leiðslu sé fækkun flugfarþega vegna minna sætaframboðs. „Afar ólíklegt er að önnur f lug­ félög geti aukið, svo nokkru nemi, við framboð sitt í sumar með svo skömmum fyrirvara. Í þessu sam­ hengi má nefna að f lugfélög víða um heim eru í auknum mæli að leita eftir flugvélum til leigu vegna alþjóðlegrar kyrrsetningar Boeing 737 MAX flugvélategundarinnar,“ segir í skýrslunni. „Allar líkur“ á gengisveikingu Sérfræðingar Reykjavík Economics nefna jafnframt að ef til brottfalls WOW air komi séu „allar líkur“ á að gengi krónunnar veikist, enda hafi rekstur flugfélagsins stutt við bæði gengið og viðskiptajöfnuð. Þá sýni reynslan að verðbólga aukist í kjöl­ far veikingar krónunnar. Sé miðað við að þriggja prósenta veiking krónunnar skili sér í eins prósentustigs aukningu í verðbólgu, þá eru verðbólguáhrif af tíu prósenta gengisveikingu 3,3 prósentustig, að því er segir í skýrslunni. Þó er tekið fram að við slíkar aðstæður myndi Seðlabanki Íslands líklega reyna að stemma stigu við gengisfallinu. Sviðsmyndagreining Reykjavík Economics miðar einnig við að á bilinu 5 til 15 prósent þeirra sem starfa innan einkennandi atvinnu­ greina ferðaþjónustunnar, en þar eru alla jafna starfandi um 29 þúsund manns, missi vinnuna við brotthvarf WOW air af flugmarkaði. Ef gert sé ráð fyrir tíu prósenta atvinnuleysi innan greinarinnar þýði það að um 2.900 manns missi vinnuna. „Það er umtalsvert atvinnuleysi á íslenskan mælikvarða og líklega yrðu Suðurnesin einna helst fyrir barðinu á því,“ segja skýrsluhöf­ undar. Í skýrslu Reykjavík Economics segir jafnframt að brotthvarf WOW air geti haft neikvæð áhrif á afkomu hótela og veitingahúsa og annarra ferðaþjónustufyrirtækja, líkt og áður var rakið. Horfa beri sérstak­ lega til þess þegar áhrif flugfélagsins á fjármálastöðugleika séu metin. „Framboðsskellur“ í f lugi væri mikið áfall fyrir ferðaþjónustu­ fyrirtæki og útlánatöp gætu fylgt í kjölfarið. Þá gæti fækkun farþega til landsins orðið til þess að gistinátta­ verð lækkaði sem kæmi verulega niður á rekstri og efnahag fyrirtækja í ferðaþjónustu. ✿ Áhrif brotthvarfs WOW air á verga landsframleiðslu Fimm sviðsmyndir Hagvaxtarspá Hagstofunnar fyrir 2019 í milljörðum króna 2.851 2.851 2.851 2.851 2.851 Tap í vinnsluvirði ferðaþjón- ustu – gefnar forsendur 10,0% 15,0% 20,0% 25,0% 30,0% Hlutdeild ferðaþjónustu í vergri landsframleiðslu 8,9% 8,9% 8,9% 8,9% 8,9% Samdráttur í vergri landsframleiðslu 0,9% 1,3% 1,8% 2,2% 2,7% 2 3 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 3 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 6 F B 1 2 8 s _ P 1 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A 0 -F F 2 C 2 2 A 0 -F D F 0 2 2 A 0 -F C B 4 2 2 A 0 -F B 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 8 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.