Fréttablaðið - 23.03.2019, Blaðsíða 90
Það má segja að
99% af ferðinni
hafi farið í að fylgjast
með syninum meðtaka
allt í kringum áhuga
hans á United og
fótbolta yfir-
höfuð.
Jónatan Fjalar
Vilhjálms-
son
Starri Freyr
Jónsson
starri@frettabladid.is
Foreldrum Ragnars Otta Jónat-anssonar, sem fermdist á síð-asta ári, fannst skynsamlegast
að gefa honum eftirminnilega
upplifun í fermingargjöf, frekar en
tölvu eða álíka gjöf. Fyrir valinu
varð fótboltaferð til Manchester
með föður hans en þeir feðgar
halda með Manchester United í
enska boltanum auk þess sem fót-
bolti er helsta áhugamál Ragnars.
„Ég er alinn upp við enska boltann
og sá fljótt að Manchester United
myndi blómstra næstu áratugina,“
segir Jónatan Fjalar Vilhjálms-
son, faðir Ragnars. „Sonurinn var
fljótur að læra af pabba sínum og
fór snemma að sýna boltanum
áhuga. Svo hóf hann sjálfur að
æfa með Haukum í Hafnarfirði og
þegar skilningurinn á fótboltanum
jókst styrktist Ragnar í trú sinni á
Manchester-liðinu. Nú reynum við
að horfa á alla leiki í sjónvarpinu
og gleðjumst og gremjumst saman
yfir gengi liðsins.“
Þegar kom að því að velja leik
voru margir áhugaverðir í boði en
foreldrarnir vildum hafa leikinn
sem næst fermingartímanum auk
þess sem United þurfti að leika
gegn einu af stóru liðunum. „Því
völdum við leik gegn Arsenal en
United voru nýbúnir að selja leik-
manninn Henrikh Mkhitaryan
til Arsenal og United fékk Alexis
Sanchez á sama tíma. Við vorum
spenntir að sjá hvernig þeim gengi.
Það var hægt að kaupa svokallaða
VIP-ferð þar sem ekkert var til spar-
að og það var auðveld ákvörðun að
hafa samband við Fótboltaferðir og
ganga frá kaupum á slíkri ferð.“
Stútfullir af eftirvæntingu
Leikurinn var spilaður í lok apríl
á síðasta ári og dvöldu feðg-
arnir fjóra daga í London. Fyrsti
dagurinn fór í að skoða Football
Museum og drekka í sig sögu
fótboltans, taka þátt í ýmsum
þrautum tengdum fótbolta og eiga
þar frábæra stund saman. „Næsti
dagur var helgaður ferð á Old
Trafford, heimavöll Manchester
United, þar sem fermingarbarnið
fékk að velja fullt af æfingafötum
og vörur merktar félaginu. Við
fórum í skoðunarferð um völlinn
þar sem m.a. bikarasafn félagsins
var skoðað og farið var stuttlega
yfir sögu United. Völlurinn var
galtómur, enda ekki leikdagur, og
Fullkomið
fótboltaævintýri
í Manchester
Fermingarferð Ragnars Otta Jónatanssonar á síðasta
ári til Manchester var frábært ævintýri. Þar sá hann
uppáhaldsliðið sitt, Manchester United, vinna Arsenal
í ferð sem hann og pabbi hans gleyma seint.
Ragnar Otti Jónatansson mætti vel klæddur á fyrsta leikinn í Manchester.
Jónatan Fjalar ásamt Ragnari Otta á Old Trafford, degi fyrir stóra leikinn.
VIP-passinn
kom sér vel
og feðgarnir
fengu frábæra
þjónustu.
Skartgripur með táknræna merkingu, seldur til
styrktar blindum og sjónskertum á Íslandi.
Íslenskt handverk. Fæst um land allt.
Þríkrossinn
Stuðningur til sjálfstæðis
það var magnað að setjast í
stjórastólinn við varamannaað-
stöðu United og ímynda sér að við
værum leikmenn United. Það voru
því afar glaðir feðgar sem fóru að
sofa þetta kvöld, stútfullir af eftir-
væntingu.“
Mikil fagnaðarlæti
Loks rann langþráður leikdagur
upp og feðgarnir héldu með rútu
að leikvangi félagsins. „Þar sem
við vorum með VIP-miða bauðst
okkur þriggja rétta máltíð fyrir
leik og svo var skundað á völlinn
ásamt 75.000 manns. „Eftir-
væntingin var gríðarleg og bara að
sjá leikmenn United hita upp var
stórskemmtilegt. Þegar leikmenn
komu svo inn á völlinn úr göngun-
um og allir stóðu upp og klöppuðu,
var gaman að sjá augu fermingar-
drengsins galopin og eftirtektina
í hámarki. Leikurinn byrjaði vel
hjá okkar mönnum þegar Paul
Pogba skoraði frábært mark
fyrir framan nefið á
okkur á 16. mínútu.
Gleði drengsins
var algjör og
við vorum svo
glaðir að fá
ekki marka-
lausan leik
hjá United í
fyrstu ferð
Ragnars.
Arsenal
jafnaði
þó fljót-
lega í seinni
hálfleik og
það stefndi í
jafnteflisleik þegar
okkar maður, Fellaini,
skoraði sigurmarkið á 91.
mínútu leiksins. Fagnaðarlætin
voru hvergi meiri en hjá okkur
feðgum og sigurleikur í höfn.“
Nældi í eiginhandaráritun
Eftir leikinn fékk Ragnar þá hug-
mynd að bíða fyrir utan völlinn
til að reyna að fá eiginhandará-
ritun hjá leikmönnum United.
„Það var bókun á annað ævintýri
út af fyrir sig þar sem þúsundir
aðdáenda biðu í sömu erinda-
gjörðum. Flestir leikmanna gengu
fram hjá hópnum en Ragnar gafst
ekki upp. Í blálokin gekk Alexis
Sanchez frá Síle út en þá vorum
við einmitt staðsettir við hlið
gaurs sem hélt á fána Síle og United
treyju merktri honum. Sanchez
tók eftir honum og skundaði beint
til okkar og þar með fékk Ragnar
eiginhandar áritun hjá honum.
Pabbinn gleymdi sér í geðshrær-
ingu sonarins og gleði að fá áritun
enda var takmarkið alltaf að
Ragnar fengi áritun frá leikmanni
eða leikmönnum. Á þessum tíma-
punkti mátti segja að ferðin væri
fullkomnuð.“
Eiga stundina saman
Ragnar segist aldrei gleyma þessari
ferð enda gekk nánast allt upp að
hans sögn. „Ég kunni mjög vel við
borgina og það var gaman að sjá
hvað Old Trafford var stór leik-
vangur. Hápunkturinn var að sjá
mark Fellaini á 91. mínútu í upp-
bótartíma og fagnaðarlætin sem
brutust út í kjölfarið. Allt annað
var skemmtilegt og óvænt, eins og
að ná eiginhandaráritun hjá Alexis
Sanchez sem var geðveikt. Einn-
ig kom mér á óvart hvað margt
skemmtilegt var í boði í borginni,
t.d. risastórt innanhússminigolf og
frábært fótboltasafn.“
Þakklæti er efst í huga Jónatans.
„Það má segja að 99% af ferðinni
hafi farið í að fylgjast með syn-
inum meðtaka allt í kringum
áhuga hans á United og fótbolta
yfirhöfuð. Það kom á óvart hversu
frábær ferðalangur unglingurinn
er, þægilegur ferðafélagi og til í
hvaða ævintýri sem er. Það eru
forréttindi að hafa fengið að vera
með honum í hans fyrstu ferð á
Old Trafford og við munum alltaf
eiga þessa stund saman og hugsa
til hennar með hlýju út ævina.
Nú getum við ekki hætt að hugsa
um hvenær við komumst aftur á
Old Trafford að horfa á hetjurnar
okkar að spila leik. Við feðgarnir
erum orðnir sjúkir í fótboltaferðir
og munum pottþétt fara á f leiri
leiki saman í framtíðinni.“
18 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . M A R S 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RFERMINGARGJAFIR
2
3
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
6
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
A
1
-5
C
F
C
2
2
A
1
-5
B
C
0
2
2
A
1
-5
A
8
4
2
2
A
1
-5
9
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
2
8
s
_
2
2
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K