Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2017, Page 12
12http://www.ætt.is
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2017
aett@aett.is
Margir kannast við söguna um steinbogann sem
sagt er að hafi verið yfir Brúará í Brekkuskógi,
ána sem sprettur upp á Rótarsandi og renn-
ur niður í skóginn um Brúarárskörðin og það-
an niður í Grímsnesið, þar sem hún sameinast
Hvítá vestan undir Vörðufellinu. Þar renna þær
samhliða nokkra kílómetra, þessar ólíku syst-
ur, gráa og grugguga jökuláin Hvítá og silfur-
tæra bergvatnsáin Brúará, sem er önnur vatns-
mesta lindá landsins. Það er ekki fyrr en undir
Hestfjalli sem þær loksins sameinast og þá er
reyndar ekki svo langt í Sogið, vatnsmestu lindá
landsins, sem rennur í fang þeirra systranna
undir Ingólfsfjalli. Það er trauðla tilviljun að
Brúará skuli bera þetta nafn, enda lifir sú sögn
að náttúrulegur steinbogi eða brú hafi legið yfir
ána í Brekkuskógi. Brú þessi mun hafa auðveld-
að fólki leið yfir ána, en hún var eins og flestar
stórár landsins mikill farartálmi, straumhörð og
stórgrýtt, enda hvergi væð þegar neðar dregur.
Aðeins er getið um eitt nothæft vað á ánni og er það
við Syðri-Reyki í Biskupstungum. Þar sem hún líður
fram á landamærum Haga í Grímsnesi, rétt áður en
hún mætir Hvítá, er vatnsmagnið nær 70 rúmmetrar á
sekúndu. Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur fann
annan steinboga í ánni á svipuðum slóðum. Afar ein-
kennileg gjá, sem ekki er vitað hvernig hefur mynd-
ast, er í ánni á þessum slóðum. Að henni liggja víða
sléttar klappir, beggja vegna, þar sem áin er grunn og
vel væð. Meiri hluti vatnsins streymir víða um þessa
gjá og yfir hana mun steinboginn hafa legið.
Í Biskupasögum sínum segir Jón Halldórsson,
prófastur í Hítardal, sem fæddur var 1665 og lést 1736,
frá steinboga þessum, en hann mun hafa verið rétt ofan
við Brúarfossinn. Jón, sem oft er kallaður „eldri“, er
af mörgum talinn einn merkasti fræðimaður sautj-
ándu aldarinnar. Hann var stúdent frá Skálholtsskóla
1683 og var síðan næstu þrjú árin hjá föðurbróður sín-
um, Ólafi Jónssyni, sem var skólameistari í Skálholti,
og mun þá hafa byrjað ritun annála undir handleiðslu
hans. Jón var einnig heyrari í Skálholti 1688-1692 og
síðan rektor við Skálholtsskóla 1708-1710. Hann var
því öllum hnútum kunnugur þar á staðnum og í nær-
liggjandi sveitum, þótt hann byggi síðar í Hítardal í
Mýrasýslu og sé löngum við þann stað kenndur.
Guðfinna Ragnarsdóttir:
Steinboginn og
hústrú Helga
Í byrjun 17. aldar voru mikil harðindi á landinu,
fátæktin og allsleysið var yfirþyrmandi og margir
hröktust af jörðum sínum. Mannfellir var mikill. Allt
samfélagið var úr skorðum og umkomulausir og upp-
flosnaðir flæktust um landið. Einu staðirnir þar sem
einhverja björg var að fá voru, auk einstaka stórbýla,
biskupssetrin. Varð af þessum sökum mikil ásókn í
þá björg sem veitt var í Skálholti. Þar var þá bisk-
up Oddur Einarsson, sonur séra Einars Sigurðssonar
prests og skálds í Eydölum, en kona hans var Helga
Jónsdóttir. Ýmislegt bendir til þess að Oddur hafi ver-
ið gjafmildur við þá sem minna máttu sín, en Helga
kona hans hafi haldið fast um búrlyklana.
Jón Halldórsson skrifar: Á þeim stóru harðindaár-
um til lands og sjávar hér um Anno 1602, var af fátæku
umferðar og uppflosnuðu fólki úr öllum áttum mik-
il aðsókn að Skálholtsstað. En bryti staðarins meinti
henni mundi réna, ef sú sjálfgerða brú eður steinbogi
á Brúará, hvar af hún hafði að nafn, væri afbrotinn;
fór því til og braut hana með mannafla með vitund ef
ei með ráði biskupshústrúr, Helgu Jónsdóttur, en án
vitundar herra Odds, því það tiltæki féll honum stór-
illa, þá hann fékk það að vita, ávítandi brytann mjög,
„og kvað hvorki sér né honum nokkurt happ þar af
standa mundi.“ Skömmu síðar drukknaði þessi bryti í
Brúará. Bending þótti og nokkur á hinum yngri börn-
unum biskups; Eiríkur „hafði mikinn vitsmunabrest“
en „Margrét var kvenna fríðust á andlitið öðrum meg-
in, önnur kinn hennar fagurrjóð og blómleg, en hin
önnur hvít og visin.“
Margir hafa véfengt söguna um steinbogann og
brytann, en frásögn Jóns Halldórssonar er afar trúverð-
ug enda miklar líkur á að hann hafi heyrt söguna um
ódæði Helgu biskupsfrúar og brytans á Skálholtsárum
sínum, enda voru innan við áttatíu ár frá því stein-
boginn var brotinn og þar til Jón hefur sína annálarit-
un. Jón segir einnig frá því að „Laungu síðar hér um
Anno 1680 tóku sig saman bændur í Biskupstungum:
Jón Jónsson smiður í Miklaholti og aðrir fyrirmenn
sveitarinnar, veltu stórum björgum ofan í árþreingslin
til að koma upp aptur brúnni á ána og hlaða hana upp;
en þá vatnavextir verða miklir á vetrum brjóta þau opt
af þetta forverk og þarf aptur við umbótar hvað ept-
ir annað.“ Það er því augljóst að þarna var áður brú,
enda er Jón Halldórsson samtímamaður þessara fram-
kvæmda.
Þau biskupshjónin, Oddur og Helga, giftust árið
1591 og eignuðust fimm börn. Oddur lést 1631,