Kraftur - 01.01.2015, Blaðsíða 6

Kraftur - 01.01.2015, Blaðsíða 6
6 Kraftur 1. tbl. 2015 Þegar fólk veikist af lífsógnandi sjúkdómum, eins og krabba- meini, koma Sjúkratryggingar til móts við sjúklinga með niðurgreiðslu á nauðsynlegum lyfjum og ýmsum tækjum og búnaði sem sjúklingar þurfa á að halda. Þar má t.d. nefna konur sem veikjast af brjóstakrabbameini sem fá nauðsyn- leg hormónalyf niðurgreidd auk þess sem þær þurfa ekki að bera nema hluta kostnaðar við uppbyggingu brjósta, við kaup á hárkollum, tattúveringu og fleira því tengt. Að sjálfsögðu þykir engum þetta tiltökumál – enda brjóst og útlit stór hluti af sjálfsímynd kvenna. En öðru máli virðist gegna um karl- menn sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli. Fylgi- kvillar slíkrar aðgerðar eru þeir að karlmenn þurfa að kljást við risvandamál og þurfa því að taka inn sérstakt lyf til að geta stundað kynlíf. Þessi lyf eru aftur á móti ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum og því verða karlmann, sem fá þessa tegund krabbameins, að greiða að fullu þau lyf sem hjálpa þeim að þessu leyti. Hannes J. Ívarsson er einn af þeim. Hann greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir 3 árum. Hannes segir jafnræði ekki ríkja hvað varðar niðurgreiðslu á lyfjum og læknisbúnaði fyrir karla í hans sporum og hefur ákveðið að láta á það reyna fyrir dómstólum. Eftir viðtal sem Erla María Markúsdóttir átti við Hannes í Fréttatímanum þann 20. febrúar sl. vaknaði mikil og tímabær umræða um þessi viðkvæmu mál – ekki síst vegna hreinskilnislegrar um- ræðu Hannesar um þetta viðkvæma mál. „Það var í raun ek- kert sem kom mér á óvart í krabbameinsmeðferðinni sjálfri,“ segir Hannes. „Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfæraskurð- læknir, skar mig upp og hann sagði mér skýrt og greinilega frá öllu því sem fór fram,“ segir Hannes, sem er einnig afar ánægður með þá þjónustu og stuðning sem Krabbameins- félagið veitir honum. „Eftir aðgerðina tók við endurhæfingarferli. Til að byrja með var ég með þvagpoka og þegar hann er fjarlægður myndast þvagleki og þá verður maður að vera með sérstakt herrabindi. Það voru því frekar mikil viðbrigði að vera kominn í þessa stöðu,“ segir Hannes. Eftir aðgerð sem þessa glíma karlmenn Segir Hannes Ívarsson sem fékk krabbamein í blöðruháls- kirtil og berst fyrir því að fá niðurgreidd stinningarlyf og búnað vegna risvandamála í kjölfar veikindanna. „Þetta er spurning um jafnrétti“ Hannes J. Ívarsson

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.