Kraftur - 01.01.2015, Blaðsíða 22

Kraftur - 01.01.2015, Blaðsíða 22
22 Kraftur 1. tbl. 2015 Stuðningsnet Krafts var formlega sett á laggirnar árið 2009 í þeirri mynd sem það er starfrækt núna. Þegar fimm ár voru liðin frá stofnun þess hafði engin rannsókn verið gerð á virkni þess meðal stuðningþeganna sem þá voru orðnir 119 að tölu. Því var því tekið fagnandi þegar Hulda Hjálmarsdóttir, formaður Krafts, bauðst til að vinna þessa rannsókn í lokaritgerð sinni til BS prófs í sál- fræði við Háskóla Íslands. Ritgerðin, sem ber yfirskrift- ina Jafningjastuðningur fyrir unga krabbameinsgreinda og aðstandendur hjá Stuðningsneti Krafts, fjallar að stærstum hluta um spurningar sem lagðar voru fyrir stuðningsþega sem höfðu nýtt sér Stuðningsnetið á ár- unum 2009-2014, úrvinnlu þeirra og útlistun á niður- stöðum. Spurt var um upplifun og ávinning af jafningjastuðningi hjá Krafti og hversu ánægðir stuðningsþegar voru með hann. Þá var einnig verið að athuga hvort rétt væri staðið að þjálfun stuðningsfulltrúa í Stuðningsnetinu. Ekki reyndist unnt að ná til allra stuðningsþeganna þar sem ekki var heimilt að halda utan um gögn af þessu tagi fram til ársins 2012. Haft var samband við 38 stuðningsþega sem voru til á skrá og reynt að ná til ann- arra, sem ekki voru skráðir, með því að hafa samband við stuðningsfulltrúa Stuðningsnetsins frá þeim tíma en sú vinna bar lítinn árangur þar sem margir stuðnings- þega voru látnir, fluttir úr landi eða láðst hafði að halda til haga nöfnum þeirra. Að endingu voru 37 stuðningsþegar sem samþykktu að taka þátt í rannsókninni. Útbúinn var spurningalisti í rafrænu formi og sendur á þátttakendur í tölvupósti. Hulda naut faglegrar aðstoðar Gyðu Eyjólfsdóttur, sálfræðings, sem tók þátt í stofnun Stuðningsnets Krafts og veitti því forstöðu fyrstu árin.Rauði þráðurinn í spurningunum laut að þáttum í fari stuðnings- fulltrúanna sem þátttakendur voru beðnir að taka af- stöðu til. Þar báru hæst spurningar er gengu út á sam- sömun með stuðningsfulltrúanum, upplifun, samhygð og hluttekningu, hlustun og skilning og hvort stuðningsfull- trúinn deildi sinni eigin reynslu á viðeigandi hátt. Þá voru einnig lagðar opnar spurningar fyrir stuðningsþegana. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að mörgu leyti já- kvæðar fyrir Stuðningsnet Krafts en rúmlega helming- ur þátttakenda taldi sig hafa haft ávinning af jafningja- stuðningnum. Einnig var stór hluti þeirra sem töldu jafn- ingjastuðninginn hafa hjálpað sér að aðlagast breyttum aðstæðum í kjölfar krabbameinsgreiningarinnar. Í heild- ina litið voru 65% þátttakenda frekar eða mjög sáttir með þá þjónustu sem þeir fengu hjá Stuðningsneti Krafts. Einnig kom í ljós að þjálfun stuðningsfulltrúa er á réttri leið en jafnvel má leggja ennþá meiri áherslu á hlustun og skilning og segja frá reynslu sinni af krabbameini á viðeigandi hátt á námskeiði stuðningsfulltrúa. Það er að segja að halda áfram að leggja áherslu á hlutverkaleiki, virka hlustun og deila af reynslu sinni á viðeigandi hátt. Sálfræðingur félagsins þarf að leggja ríkari áherslu á það á námskeiðinu hvað það skiptir miklu máli fyrir stuðning þegar haft er samband aftur eftir fyrsta skipti stuðnings. Það kom ítrekað fram að stuðningsþegum þótti eftirfylgd ábótavant og þarf því sálfræðingur að innleiða betra gæða- eftirlit og hafa samband eftir að stuðningur hefur farið fram til að bjóða fram frekari þjónustu. Slík eftirfylgd kemur sér líka vel fyrir stuðningsfulltrúana sem fá þá endurgjöf hvað þeir eru að gera vel og hvað má bæta í stuðningnum. Ljóst er að margt er vel gert hjá Stuðningsneti Krafts og alveg ljóst að þörf er á slíkri jafningjafræðslu meðal krabba- meinsgreindra og aðstandenda þeirra. Engu að síður gefa niðurstöðurnar til kynna að margt megi bæta. Kraftur mun rýna vel í niðurstöður rannsóknarinnar og nýta sér þær upplýsingar sem þar koma fram til að gera gott Stuðnings- net enn betra. Rannsókn á Stuðningsneti Krafts Grein Hulda Hjálmarsdóttir, formaður Krafts, höfundur BS ritgerðarinnar

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.