Kraftur - 01.01.2015, Blaðsíða 19
19
Kraftur
1. tbl. 2015
Það þykir okkur vænt um,“ segir hún. Aðspurð um kostn-
að fólks við þjónustuna segir hún hana vera að mestu leyti
endurgjaldslausa utan þess sem fólk greiði fyrir einstaka
námskeið og má þar nefna að greitt er fyrir námskeið í
núvitund, námskeið í hugrænni atferlismeðferð og við
svefnvanda. Einnig hefur verið náið samstarf við endur-
hæfingarteymi Landspítalans með námskeiðslotur sem
snúa að mörgum þáttum krabbameins. „Hér eru reglulega
námskeið í hugrænni atferlismeðferð og af og til námskeið
í Núvitund en þau námskeið eru niðurgreidd og kosta
aðeins brot af því sem slík námskeið myndu kosta á
hinum almenna markaði. Við bjóðum einnig uppá kaffi, te
frá Tefélaginu, brauð frá Brauðhúsinu í Grímsbæ og viðbit
frá Mjólkursamsölunni en þessi fyrirtæki styrkja okkur og
gestir okkar greiða ekkert fyrir það.“
Fjölbreytt starfsemi
Sigrún nefnir einnig hópavinnu fyrir ekkjur og ekkla í sam-
starfi við Nýja dögun, námskeið fyrir konur sem hafa bjúg
á handlegg eftir brjóstnám og hádegisfyrirlestra sem eru
haldnir annan hvern miðvikudag um allt milli himins og
jarðar. „Þótt flest þau námskeið tengist að einhverju leyti
heilbrigðismálum höfum við einnig boðið uppá námskeið
allt annars eðlis eins og t.d. spænskunámskeið, Gott útlit–
betri líðan, Rakstursnámskeið fyrir karla eða námskeið í
skapandi skrifum, svo eitthvað sé nefnt. Allt er þetta án
kostnaðar fyrir gesti,“ segir Sigrún brosandi og talar um að
fólk, sem hefur reynslu af krabbameini á einn eða annan
hátt, þurfi líka að hvíla hugann frá veikindunum og takast
á við allt aðra hluti.
„Við höfum einnig boðið konum, sem greinst hafa með
brjóstakrabbamein, uppá flugukastveiði sem við nefnum
„Kastað til bata“ en það verkefni hefur verið í gangi
síðastliðin 5 ár. Annað verkefni sem við bjóðum upp á
er „Karlarnir og kúlurnar“ en þar er körlum boðið upp á
fræðslu og ekki síst að fara á golfvöllinn í góðum félags-
skap. Þessi verkefni eru samstarfsverkefni Brjóstaheilla -
Samhjálpar kvenna, Góðra hálsa, Frískra manna, Framfarar,
Krabbameinsfélagsins og Krafts,“ segir Sigrún og nefnir
einnig nýjasta verkefnið sem er samstarf Krabbameins-
félagsins við FítonsKraft, sem er ný þjónusta á vegum
Krabbameinsfélags Íslands og Krafts.
„FítonaKraftur er endurhæfingar- íþrótta- og útivistar-
hópur fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein.
Því starfi er stýrt af Atla Má Sveinssyni, sem er með MA
gráðu í íþróttafræði með sérhæfingu á sviði fólks sem
greinst hefur með krabbamein. Í FítonsKrafti stundar fólk
endurhæfingu og útivist undir handleiðslu sérfræðings á
þeim hraða og miðað við þær forsendur sem fyrir hendi
eru hjá hverjum og einum. Við erum mjög ánægð með
samstarfið við Kraft í þessu verkefni sem hefur farið afar
vel af stað og notið mikillar hylli.“
Viljum koma til móts við ólíkar kröfur
Þegar hér er komið sögu er salurinn í hinni hlýlegu Ráð-
gjafarþjónustu að fyllast – enda fyrirlestur að hefjast í
hádeginu. Sigrún og hennar fólk ganga á milli gesta sem
þegar hafa komið sér fyrir með veitingar og bíða þess
að fyrirlestur dagsins hefjist. Að lokum nefnir hún alla
stuðningshópa Krabbameinsfélagsins sem eiga náið sam-
starf við Ráðgjafarþjónustuna og vinna ómetanlegt starf í
sjálfboðavinnu í þágu krabbameinsveiks fólks og aðstand-
enda þess.
„Hingað eru allir hjartanlega velkomnir alla virka daga
frá 09.00 – 16.00 til þess að þiggja það sem við höfum
uppá að bjóða eða bara njóta samsvista við aðra,“ segir
Sigrún og aðspurð um framtíðarsýn Ráðgjafarþjónust-
unnar segir hún: „Það er mikilvægt að halda áfram að koma
til móts við þær ólíku þarfir sem fólk hefur eftir greiningu
krabbameins.
Markmið okkar er alltaf að aðstoða einstaklinginn við að
finna nýjar leiðir til að takast á við breyttar aðstæður. Það
er svo ótal margt hægt að gera og við erum svo lánsöm að
njóta samstarfs við svo marga aðila sem gera okkur það
kleift. Ein gerum við lítið en með samvinnu margra er
svo ótal margt hægt að gera,“ segir forstöðumaðurinn og
hjúkrunarfræðingurinn í Ráðgjafarþjónustunni að lok-
um og sest með gestum sínum og hlustar á áhugaverðan
fyrirlestur um heilsusamlegar neysluvenjur.
Boðið er upp á Qi-gong, í Ráðgjafarþjónustunni