Kraftur - 01.01.2015, Blaðsíða 11

Kraftur - 01.01.2015, Blaðsíða 11
11 Kraftur 1. tbl. 2015 LÖGMANNSÞJÓNUSTA SÍÐAN 1907 logos@logos.is www.logos.is 42 New Broad Street London EC2M 1 JD England +44 (0) 207 920 3020 +44 (0) 207 920 3099 Efstaleiti 5 103 Reykjavík Iceland 5 400 300 5 400 301 Umfjöllun Þórir Ármann Valdimarsson er 23 ára stuðningsfulltrúi í Fellaskóla. „Ég gaf kost á mér vegna þess að ég hef brenn- andi áhuga á málefninu og langar til þess að gera allt sem ég get gert til þess að láta gott af mér leiða í þessum efn- um. Ég lauk sjálfur meðferð á krabbameini þegar ég var 15 ára gamall og hef því fengið að kynnast því af eigin raun hvað svona stuðningsfélag er mikilvægt þegar jafn alvarlegur sjúkdómur og krabbamein er bankar uppá.“ Þórir segist vilja vinna að nýjum hugmyndum sem hann hefur um fjáröfl- unarleiðir og vinna einnig að því að efla aðsókn að Stuðnings- netinu og margt fleira sem hann segist eiga uppi í erminni sem hann hyggst miðla í stjórn Krafts. Jenný Þórunn Stefánsdóttir er 22 ára laganemi við HR sem vinnur einnig í World Class. Hún er móðir lítils drengs, sem hún kallar reyndar „kraftaverkadrenginn“ og er því í fæðingarorlofi núna. „Ég ákvað að gefa kost á mér til stjórnar- setu í Krafti til að láta gott af mér leiða og ekki síst vegna þess að ég hef sjálf reynslu af því að greinast með krabbamein. Þórir Á. Valdimarsson með frænda sínum Jenný Þórunn Stefánsdóttir Ólafur Einarsson Nýir fulltrúar í stjórn Krafts Ég fékk sjaldgæfa tegund þessa sjúkdóms árið 2012 en er á góðum stað í lífinu núna,“ segir Jenný sem ætlar að láta til sín taka í félaginu og hefur áhuga á að fá fleiri félagsmenn og stækka það enn frekar. Ólafur Einarsson er 24 ára og vinnur á sambýli fyrir ein- hverfa. Hann hefur verið virkur í Ungliðahóp Ljóssins, SKB og Krafts frá 18 ára aldri. „Ég ákvað að gefa kost á mér til að gera gott félag enn betra og gefa einnig til baka eitthvað sem félagið gaf mér þegar ég þurfti á því að halda. Það hefur hjálpað mér helling að hitta aðra sem hafa gengið í gegnum það sama og ég og í raun verið ómetanlegt og lærdómsríkt. Jafningjafræðslan, það að hitta aðra, ræða málin og miðla er svo sterk og ekki má gleyma félagslega þættinum,“ segir Ólafur og kveðst langa til að finna leiðir til að safna meiri pening fyrir Kraft og Neyðarsjóðinn og búa til skemmtilega viðburði fyrir félagsmenn. „Ég vil einnig styrkja jafningja- fræðsluna og vináttuböndin hjá félagsmönnum til að koma í veg fyrir einangrun félagsmanna okkar. Hafa fjölbreytta dagskrá bæði skemmtun og fræðslu í bland,“ segir Ólafur. Ástrós Rut Sigurðardóttir er 27 ára einkaþjálfari og lífsstíls- ráðgjafi. Hún ákvað að gefa kost á sér þar sem hún hefur mikinn áhuga á starfinu og langar að viðhalda þessu frábæra umhverfi sem Kraftur hefur uppá að bjóða, eins og hún orðar það. „Að fá stuðning frá félagi eins og þessu þegar heimurinn fer á hliðina hjá manni er algjörlega ómetanlegt og nú er kominn tími til að ég fari í stuðningsstólinn og gefi af mér til baka,“ segir Ástrós og getur þess að maðurinn sinn hafi fengið ristilkrabbamein árið 2012 og því þekki hún ýmsar hliðar á kerfinu og þau tvö gengið í gegnum margt þennan tíma. „Ég vil ná betri tengingu milli Landspítala og Krafts og koma þessu í skipulagt og einfalt ferli. Allir sem greinast með krabbamein á aldrinum 18-40 ára eiga skilið að fá góðan stuðning og ráðgjöf hjá okkur í Krafti og þetta dásamlega félag á að vera mikilvægur hlekkur fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Kraftur er nú þegar mikilvægur hlekkur, ég vil gera félagið enn betra. Einnig vil ég hjálpa til við að gera Neyðarsjóðinn stærri og sýna fólki betur og betur hversu ómissandi sjóð- urinn er. Ég og maðurinn minn höfum mikla reynslu af því. Þetta krefst vinnu og atorkusemi og ég er meira en tilbúin,“ segir Ástrós. Ástrós Rut Sigurðardóttir

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.