Kraftur - 01.01.2015, Blaðsíða 8

Kraftur - 01.01.2015, Blaðsíða 8
8 Kraftur 1. tbl. 2015 FítonsKraftur endurhæfing og hreyfing FítonsKraftur er nýjasta afurðin í þjónustu Krafts. Um er að ræða endurhæfingu í formi hreyfingar og útvistar fyrir ungt fólk á aldrinum 18 - 40 ára sem greinst hefur með krabbamein. Hugmyndin að FítonsKrafti er fengin frá danska félaginu Proof of life sem var stofnað árið 2006. Stofnendum Proof of life fannst vanta endurhæfingu fyrir ungt fólk eftir krabbameinsmeðferð og stofnuðu hópinn sem einbeitti sér af hlaupum og útvist. Hugmyndin hefur síðan verið heimfærð til Noregs þar sem Sjukt sprek var stofnað árið 2012. Báðir hóparnir hafa haldið úti öflugu og góðu starfi með því að bjóða upp á fjölbreytta endurhæf- ingu fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein bæði í formi hreyfingar og útivistar. FítonsKraftur er undir handleiðslu Atla Más Sveinsonar íþróttafræðings. Atli útskrifaðist frá Háskóla Íslands vorið 2011 sem íþrótta- og heilsufræðingur og lauk meistara- gráðu í íþróttafræðum frá University of Northern Colorado vorið 2013 með sérhæfingu í þjálfun fólks með krabbamein. Hluti af námi hans fór fram í The Rocky Mountain Cancer Rehabilitation Institude (RMCRI) sem er fyrsta krabba- meins endurhæfingarstöð sinnar tegundar í Bandaríkjun- um þar sem hann öðlaðist réttindi sem Cancer Excercise Specialist. Meðfram meistaragráðunni lauk hann einnig réttindum sem Health Fitness Specialist frá American College of Sports Medicine (ACSM). Þegar einstaklingur byrjar í FítonsKrafti fer hann í viðtal og þolpróf hjá þjálfara. Staðfestingargjaldið er 5000 kr. og innifalið er líkamsræktarkort í Heilsuborg, æfingar í Heilsuborg undir handleiðslu þjálfara, gestaæfingar, úti- vist o.fl. sem hópnum dettur í hug að gera. Skipulagðar æfingar eru í Heilsuborg tvisvar í viku á þriðjudögum kl. 18:30 og föstudögum kl. 16:30. Æfingarnar eru fjölbreyttar og farnar eru óhefðbundnar leiðir í endurhæfingu. Lagt er upp með að félagar Fítons- Krafts fái að kynnast öðrum þjálfunaraðferðum og íþrótt- um eins og t.d. BootCamp, Mjölni og Crossfit svo eitthvað sé nefnt. Útivist eða önnur hreyfing er stunduð í hverjum mánuði svo sem fjallgöngur, útihlaup, hjólreiðar o.fl. Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu Krafts kraftur.org undir FítonsKraftur. Til að skrá sig í FítonsKraft er best að senda tölvupóst á fitonskraftur@kraftur.org eða hringja í síma 663 – 2252 og mun Atli þjálfari svara öllum fyrirspurnum með glöðu geði. Hópurinn er einnig með Facebook síðu sem heitir FítonsKraftur. Grein Atli Már Sveinsson Ragnheiður Davíðsdóttir Útivera er stór þáttur í starfsemi FítonsKrafts.

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.