Kraftur - 01.01.2015, Blaðsíða 17
17
Kraftur
1. tbl. 2015
Undanfarin 9 ár hafa Ljósið og Foreldrahús verið í sam-
starfi um að bjóða upp á sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir
börn og unglinga sem eiga og/eða hafa átt ástvini sem hafa
greinst með krabbamein.
Að láta ljós
sitt skína
Elísabet Lorange listmeðferðarfræðingur hefur haft yfirum-
sjón með námskeiðinu og henni til halds og traust eru þau
Helga J. Sigurðardóttir og Rósa Gunnsteinsdóttir iðjuþjálfar
sem og Kristján T. Friðriksson íþróttafræðingur og Alexander
Manrique ráðgjafi.
Megintilgangur námskeiðins er að styrkja sjálfsmeðvitund
ungra aðstandenda og bæta tilfinningaþroska þeirra útfrá því
sem þau eru að takast á við í traustu og skapandi umhverfi.
Ytra fyrirkomulag námskeiðsins hefur þróast í gegnum árin
en markmiðið er alltaf miðað við að sinna þörfum þátttak-
enda.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á að veita öruggt umhverfi,
byggja upp traust innan hópsins og að allir fá tækifæri til
þess að njóta sín á sinn hátt. Leitast er við að hafa notalega
og nærandi stemningu þar sem svigrúm er fyrir gleði og grát.
Leiðbeinendur sameina hæfni á sviði sköpunar og mann-
legra samskipta og aðstoða þannig börnin og unglingana við
að nýta sér sitt eigið innsæi, getu, reynslu og tjáningu.
Þau viðfangsefni sem þátttakendurnir fá tækifæri til vinna
með og skoða eru samskipti, tilfinningar og tengsl sín við sitt
nánasta umhverfi, þ.e. fjölskyldu, vini og skóla.
Boðið er upp á margar leiðir til þess að opna sig og tjá sig út
frá ofangreindum viðfangsefnum eins og t.d. með myndlist,
leikrænni tjáningu, hreyfingu og leikjum. Með því er verið að
efla sjálfstæði, sköpun, tengsl, sjálfsþekkingu og samvinnu.
Hlustun og tjáning eru mikilvægir þættir sem haldið er vel
utan um hjá hverjum og einum innan hópavinnunnar. Þannig
fá allir að upplifa þá virðingu, vinsemd og viðurkenningu sem
þeir þurfa og eiga skilið.
Mikilvægt er að trúnaður ríki meðal allra, bæði þátttakenda
og leiðbeinenda. Það þýðir að það sem opnað er á og unnið er
með fer ekki út fyrir hópinn. Það getur komið upp sú staða að
leiðbeinendur telji vera þörf á að vinna með mál frekar og þá
er það alltaf gert með samþykki og samvinnu þess er á í hlut.
Allt sem kemur upp á námskeiðinu er unnið vandlega með og
ef þess þarf bæði fyrir utan námskeiðið og/eða eftir lok þess.
Nauðsynlegt er að hlúa vel að ungum aðstandendum og gefa
þeim tækifæri til þess að tengjast öðrum sem eru með svipaða
reynslu að baki og við það að hlusta, deila, vera saman og njóta
sín eflist þeirra samkennd, sjálfsstyrkur og lífskraftur. En það
eru þættir sem mikilvægt er að búa að til að þroskast í gegn-
um þá lífsreynslu sem þeir eiga að baki og eiga því í kjölfarið
auðveldara með að láta ljós sitt skína.
Ljósið hefur frá upphafi haft að leiðarljósi að sinna allri
fjölskyldunni þegar einn greinist. Auk þess að fá tækifæri til
að koma á námskeið í Ljósinu geta börnin eða unglingarnir
fylgt nánum aðstandendum í meira starf innan Ljóssins eins
og t.d. í handverkshópana.
Dorrit, forsetafrú heiðraði hóp Ljóssins með nærveru sinni
Grein
Elísabet Lorange