Kraftur - 01.01.2015, Blaðsíða 7

Kraftur - 01.01.2015, Blaðsíða 7
7 Kraftur 1. tbl. 2015 Viðtal undantekningarlaust við getuleysi, að minnsta kosti til að byrja með. „Ég fékk lyfseðil upp á stinningarlyfin Cialis og Viagra. Þessi lyf eru hins vegar mjög dýr, kosta á bilinu 20- 40.000 krónur á mánuði og svo komst ég að því að þau eru ekki niðurgreidd af ríkinu.“ Hannes hefur eins og margir aðrir karlar glímt við risvanda- mál í kjölfar aðgerðarinnar og þarf hann á lyfjunum að halda svo hann geti stundað kynlíf. „Ég hef einnig þurft að greiða fullt verð fyrir sérstaka pumpu sem ráðlagt er að nota til að auka blóðstreymi að getnaðarlimnum. Sú pumpa kostar um 40.000 krónur,“ segir Hannes. Hann sótti um niðurgreiðslu á þessum búnaði og lyfjum en fékk synjun. Í kjölfarið fór Hannes því að bera saman hvaða réttindi annars vegar konur og hins vegar karlar hafa eftir krabbameinsmeðferð. Í leiðarvísi Krabbameinsfélagsins um réttindi krabbameins- veikra er minnst á ýmis réttindi kvenna, svo sem niður- greiðslu til hormónalyfja, hárkollustyrk og styrk til kaupa á gervibrjóstum. Hins vegar er ekkert fjallað um sérstök réttindi karla. Hannes tók þá til sinna ráða og leitaði til heilbrigðis- ráðherra sem beindi honum til Lyfjagreiðslunefndar, sem ákvarðar niðurgreiðslu á lyfjum. „Þar fékk ég þau svör að ég gæti kært til Umboðsmanns Alþingis væri ég ósáttur, en þá er málið aftur komið til heilbrigðisráðherra sem mun væntan- lega aftur vísa mér til Lyfjagreiðslunefndarinnar,“ segir Hannes. Hann fór því tómhentur út af fundinum. Lyfjakostn- aður er hins vegar ekki það eina sem þarf að samræma. „Ég veit um dæmi þar sem karlmaður óskaði eftir að fá hárkollu en fékk höfnun. Rökin voru þau að það færi honum ágætlega að vera með skalla“ „Mörgum karlmönnum líður illa að vera sköllóttir en verða að búa við það, eða greiða að öðrum kosti sjálfir hárkoll- una. Risvandamál eru alltaf feimnismál hjá karlmönnum og því ekki algengt að þeir ræði þessi mál opinberlega. Engu að síður er nauðsynlegt að benda á þetta óréttlæti trygginga- kerfisins og til þess að gera það þarf að tala tæpitungulaust um þessi mál. Kynlíf er einn af grunnþáttum í lífi allra og stór hluti af sjálfsmynd og sjálfstrausti karla er að geta stundað kynlíf. Það ætti því að vera lagt að jöfnu í heilbrigðis- kerfinu að niðurgreiða hjálpartæki og lyf karlmanna til þess að stunda kynlíf – rétt eins og konum er hjálpað til þess að við- halda kvenleika sínum með uppbyggingu brjósta. Annað er óréttlæti“. Að sögn Hannesar ræða karlar þau vandamál sem koma upp í tengslum við krabbamein og meðferðina í smærri hópum, til dæmis í Ljósinu, en ekki sé algengt að þeir ræði þau opinberlega þar sem risvandamál séu alltaf feimnis- mál hjá körlum. „Það var töluvert erfitt að koma fram og ræða þessi mál, en ég er að heyja þessa baráttu fyrir þá karlmenn sem munu þurfa að glíma við krabbamein í framtíðinni.“ Í samstarfi og með stuðningi Krafts hefur Hannes leitað til lögfræðings og ætlar að kæra. Málið er á byrjunarstigi eins og er en Málflutningsstofa Reykjavíkur mun taka þetta að sér. Hannes ætlar að krefjast þess að lyf og hjálpartæki eftir krabbameinsmeðferð verði niðurgreidd til jafns hjá konum og körlum. „Þetta snýst fyrst og fremst um karlmennsku okkar. Þau einkenni sem við tengjum við karlmennsku eru ekki jafn sýnileg og þau sem tengist kvenleika. Karlmenn geta farið í aðgerð þar sem settur er púði í getnaðarlim. Aðgerðina þurfum við að borga að fullu og kostar hún nokkur hundruð þúsund. Á meðan eiga konur rétt á brjóstaaðgerð sem þær fá niðurgreidda til helmings. Það sama á að eiga við um okkur karlmennina,“ segir Hannes. Krabbameinsfélagið og Kraftur, stuðningsfélag ungs fólks með krabbamein, hafa lýst yfir stuðningi við baráttu Hannesar. „Þetta gæti orðið langt ferli og því met ég stuðning þeirra mikils.“

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.