Kraftur - 01.01.2015, Blaðsíða 18

Kraftur - 01.01.2015, Blaðsíða 18
18 Kraftur 1. tbl. 2015 Þegar einstaklingur greinist með krabbamein vakna ýmsar spurningar hjá honum og ekki síður ástvinum hans. Fyrstu viðbrögð fólks eru gjarnan ótti og öryggisleysi og fjölmargar spurningar skjóta upp í kollinum um hvaðeina er varðar sjúkdóminn og það sem framundan er. Ráðgjafar- þjónusta Krabbameinsfélags Íslands tók til starfa árið 2007 en þar er boðið uppá fræðslu, upplýsingar, ráðgjöf og stuðning af ýmsu tagi fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þess. Þar starfa þrír sér- hæfðir starfsmenn, tveir hjúkrunarfræðingar og félags- ráðgjafi. Auk þess er Kraftur með aðstöðu í húsakynnum Ráðgjafarþjónustunnar og á í góðu samstarfi við Ráðgjafar- þjónustuna Þegar komið er í fyrsta sinn í húsakynni Ráðgjafarþjónust- unnar minnir margt þar á hlýlegt kaffihús. Gestgjafarnir taka á móti fólki með bros á vör og kaffiilmur fyllir vitin í notalegu andrúmslofti þar sem sjá má fallega listmuni á veggjum og kertaljós á borðum sem jafnan eru þéttskipuð glaðlegu og hressilegu fólki á öllum aldri. Hlýlegt andrúmsloft „Við leggjum mjög mikið upp úr því að hafa hlýlegt og heimilislegt andrúmsloft hér og reynum að láta öllum líða vel sem hingað koma,“ segir Sigrún Lillie Magnúsdóttir, forstöðumaður Ráðgjafarþjónustunnar sem er hjúkrunar- fræðingur að mennt. „Það segir sig sjálft að flestir sem hingað koma hafa persónulega reynslu af krabbameini eða eru aðstandendur. Það skiptir afar miklu máli að fólk hafi tök á að sækja sér daglega ráðgjöf og stuðning og sjáum við hér hvað jafningjastuðningur er máttugur,“ útskýrir Sigrún Lillie en auk hennar starfa Gunnjóna Una Guðmunds- dóttir, félagsráðgjafi, og Auður E. Jóhannsdóttir, hjúkrunar- fræðingur í Ráðgjafarþjónustunni. Aðspurð um starfsemina segir Sigrún Lillie hana vera í stöðugri þróun og aðsókn- in hafi farið ört vaxandi undanfarin ár. „Þeir sem nýta sér þjónustu okkar eru á öllum stigum sjúkdómsins, þ.e. fólk sem er í greiningarferlinu, nýgreindir, í meðferð – jafnvel að endurgreinast og svo auðvitað aðstandendur sem eru stór hópur notanda þjónustu okkar,“ segir Sigrún um leið og hún leggur á borð fyrir hópinn sem þá stund- ina er rétt að ljúka Qi-gong hugleiðslu og nýtur veitinga og samveru í kjölfarið. Sigrún heldur áfram: „Það er stór hópur fólks sem kemur hingað nær daglega og sá hópur fer stækkandi ár frá ári. Það hefur komið mér á óvart hversu margir af þeim sem nýta þjónustuna eru að koma löngu eftir að meðferð er lokið. Þessir einstaklingar hafa ekki leitað eftir aðstoð á meðan á meðferð stóð og standa frammi fyrir því að hafa ekki fundið jafnvægi í lífinu eftir þær breyttu aðstæður sem greining krabbameins veldur. Það er aldrei of seint að leita sér aðstoðar með fræðslu, ráðgjöf og stuðningi. Hér er boðið uppá stuðningsviðtöl við félagsráðgjafa, sérhæfða hjúkrunarfræðinga og að auki djúpslökun fyrir utan almenna ráðgjöf um hvaðeina er varðar krabba- mein.“ Sigrún bætir við að allir séu velkomnir í Ráðgjafar- þjónustuna og enginn sé spurður um ástæður þess að hann komi. „Af reynslunni vitum við að þeir sem hingað leita þurfa á því að halda og reynslan hefur einnig sýnt að þeir sem einu sinni koma hingað, koma gjarnan aftur. Segir Sigrún Lillie Magnúsdóttir forstöðumaður Ráðgjafarþjónustu KÍ Viðtal Ragnheiður Davíðsdóttir Sigrún Lillie Magnúsdóttir „Hingað eru allir hjartanlega velkomnir“

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.