Kraftur - 01.01.2015, Blaðsíða 26
26
Kraftur
1. tbl. 2015
Aðventukvöld Krafts fór fram þann 4. desember í húsa-
kynnum Ráðgjafarþjónustunnar í Skógarhlíðinni. Að þessu
sinni var hin árlega jólastund félagsins veglegri en oft
áður þar sem boðið var uppá létt jólahlaðborð með síldar-
salati, paté, flatkökum og hangikjöti, rúgbrauði, laufa-
brauði, piparkökum, konfekti og auðvitað vantaði ekki
jólablönduna, Malt og Appelsín. Dúndufréttir hófu leikinn
kl. 18.00 en það var fyrirtækið Dalpay sem bauð okkur uppá
þessa frábæru hljómsveit og auk þess fékk félagið að gjöf
geisladiska með hljómsveitinni sem það hefur selt í fjár-
öflunarskyni. Jóhanna Hannesdóttir las upp út bók sinni
100 heilsuráð til langlífis og jólahappdrættið okkar sló öll
met að þessu sinni – enda fengu nánast allir happdrættis-
vinning. Bjarki Már Sigvaldason og Ástrós Rut eiginkona
hans og nýkjörin stjórnarkona í Krafti, seldu falleg kerti
til styrktar Neyðarsjóði Krafts og svo voru bolirnir okkar
glæsilegu til sölu, ásamt geisladiskunum með Dúndurfrétt-
um. Mæting var mjög góð og rúmlega 70 manns á öllum
aldri skemmtu sér konunglega. Kraftur færir Dalpay, og
öllum þeim góðu styrktaraðilum sem lögðu til happdrættis-
vinninga og veitingar, alúðarþakkir.
Aðventustund Krafts
Viðburðir
Viðburðir
Krafts
Bjarki og Ástrós seldu kerti til styrktar Krafti
Dúndurfréttir héldu uppi fjörinu Aðventustundin var vel sótt