Kraftur - 01.01.2015, Blaðsíða 9

Kraftur - 01.01.2015, Blaðsíða 9
Berglind Þóra Haraldsdóttir, 20 ára, greindist með eitla- krabbamein árið 2013. Hún hefur nú lokið meðferð og æfir með FítonsKrafti. Berglind stundar nám í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. „Mér fannst þetta vera eitthvað fyrir mig. Hér hitti ég fólk með svipaða reynslu og ekki sakar að þetta er hinn besti félagsskapur,“ segir Berglind sem er félagi í Krafti og sótti ráðstefnu í Noregi í fyrra þar sem hún kynntist félagsskapnum „Young survivors“, þ.e. ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein. Berglind segir það líka veita sér öryggistilfinningu að þjálfarinn, Atli, sé sérhæfður í þjálfun krabbameinsgreindra. „Mér finnst líka fjölbreytnin í FítonsKrafti mjög spennandi. Nú erum við t.d. að prófa Boot Camp og um helgina göngum við á Helgafellið,“ segir hún og bætir við að fleira spennandi sé á döfinni. Alexander Lárusson er 23 ára Tækniskólanemi sem lengi hefur starfað með Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna og Ungliðahópnum sem SKB rekur með Krafti og Ljósinu. Hann greindist með krabbamein 10 ára og segist fyrir löngu hættur að leiða hugann að því. „Ég hafði lengi ætlað að koma mér af stað í einhvers konar hreyfingu og þegar ég sá auglýsingu frá FítonsKrafti dreif ég mig af stað og sé ekki eftir því,“ segir Alexander sem er sérstaklega hrifinn af fjölbreytninni. „Hér erum við alltaf að reyna eitthvað nýtt og gaman að geta fléttað saman endurhæfingu, líkams- rækt og útiveru af ýmsu tagi.“ Páll Axel Gunnarsson, 23 ára, greindist með krabbamein árið 2007. Hann var þá í Tækniskólanum en varð að hætta námi þegar hann greindist. Hann hefur alltaf verið virkur þátttakandi í Ungliðahópnum og Krafti og stundað ein- hvers konar líkamsrækt af og til. „Mér finnst FítonsKraftur spennandi valkostur sem býður uppá eitthvað nýtt og spennandi,“ segir hann og bætir við að ekki saki að félags- skapurinn sé frábær undir handleiðslu reynslumikils þjálfara. Alexnder Lárusson Berglind Þóra Haraldsdóttir Páll Axel Gunnarsson KOMDU Í FÓTBOLTA

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.