Kraftur - 01.01.2015, Blaðsíða 25

Kraftur - 01.01.2015, Blaðsíða 25
25 Kraftur 1. tbl. 2015 Nýtt verkefni Alivia Alivia hefur nú ráðist í nýtt verkefni, greiningu á legháls-, brjóst- og ristilskrabbameinum. Hugmynd að verkefninu kviknaði í heimsókn fulltrúa Alivia til Krabbameins- félagsins í júní 2014. Í Póllandi er það mikið vandamál að fá heildarsýn yfir það hversu margir raunverulega eru greindir með krabbamein. Ástæða þess er að fólk er greint ýmist á opinberum sjúkrastofnunum, eða á einkastofum, en einkastofur virðast ekki upplýsa hið opinbera um það hversu margir eru greindir þar. Á Íslandi hjá Krabba- meinsfélaginu er öll skráning krabbameinstilfella miðlæg, og því einfalt að fá heildarsýn yfir málaflokkinn. Full- trúar Alivia heilluðust mjög af kynningar- og greiningar- starfi Krabbameinsfélagsins og þótti þeim merkilegt að sjálfstæð samtök, en ekki ríkisstofnun, skuli sjá um allt þetta starf. Nú hefur Alivia sett sig í samband við leitar- stöð Krabbameinsfélagsins varðandi frekara samstarf og er félagið að vinna í því að útvega verkefninu styrk frá ESB og Sviss. Fjáröflunaraðferðir Fulltrúar Alivia og Krafts skiptust á upplýsingum um aðferðir til fjáröflunar. Hugmyndir sem nýst gætu Krafti eru t.d. að koma fyrir PayPal hnappi á heimasíðunni fyrir fjárframlög, í stað þess að birta bara reikningsupplýsing- ar. Einnig að koma upp velunnarakerfi, sambærilegu og Krabbameinsfélagið starfrækir, þar sem fólk fær val- kvæða gíróseðla í heimabankann. Þá var Krafti bent á að berjast fyrir því að skattalögum á Íslandi sé breytt á þann hátt að fólk geti styrkt gott málefni fyrir ákveðna upphæð ár hvert, gegn skattaafslætti. Þetta má t.d. útfæra með val- möguleika á skattframtali hvers og eins. Í Póllandi er þetta 2%, og hefur þetta úrræði reynst Alivia gríðarlega vel, og í raun staðið að mestu undir þeirra starfsemi. Þá var kynnt fyrir fulltrúum Krafts átakið „A pill for someone else‘s pain“ sem Læknar án landamæra stóðu fyrir á Spáni. FítonsKraftur, nýjasta verkefni Krafts sem kynnt er í þessu tölublaði, var kynnt fyrir Alivia auk þess sem fjallað var vítt og breytt um starfsemina. Það er von Krafts að þetta samstart verði báðum félögunum til góðs í baráttu- málum krabbameinsveiks fólks. Stór áskorun til framtíðar er að finna leið til þess að fjármagna starfsmann Queuescope eftir að styrktrarféð til verkefnisins klárast. Fulltrúar Krafts komu með tillögu að lausn þessa vandamáls sem fælist í því að Queuescope hugmyndafræðin og ráðgjöf því tengdri mætti selja til annarra landa. Julie og Sigríður ásamt Bartoz Polinski

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.