Kraftur - 01.01.2015, Blaðsíða 16

Kraftur - 01.01.2015, Blaðsíða 16
16 Kraftur 1. tbl. 2015 „Við gleymum því tímunum saman að Sigurður sé veikur og oft grínumst við og hlægjum að hlutum sem aðrir myndu ekki gera – enda erum við sannfærð um að jákvæðni og gleði sé stór áhrifaþáttur í bataferlinu“ Hann segist ætla að halda áfram að taka olíuna sam- hliða lyfjameðferðinni og ætli síðan að sjá til eftir það. Þau Siggi og mamma hans segja það mikla lífsreynslu að standa frammi fyrir lífsógnandi sjúkdómi og það hafi vissulega verið áfall þegar Siggi greindist. Þau hafi hins vegar strax tekið þann pól í hæðina að líta á þetta sem verkefni sem yrði að vinna og taka einn dag fyrir í einu. „Við höfum ekki látið veikindin stjórna lífi okkar – þótt óneitantanlega hafi þau haft ýmis áhrif á fjölskyldulífið,“ segir Guðrún. „Hér á bæ er það lífsgleðin sem ræður ríkjum og vonin um að sigrast á Almeria | Mallorca | Tenerife | Albir | Benidorm Sumarferðir eru fyrir fjölskyldur Fáðu meira með Sumarferðum …eru betri en aðrar Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur | Sími 514 1400 | sumarferdir.is Finndu okkur á Facebook þessum sjúkdómi er mjög sterk. Sigurður er æðruleysið upp- málað, hann kvartar aldrei, gerir alltaf gott úr hlutunum og sér bara það besta í stöðunni hverju sinni. Við gleymum því tímunum saman að Sigurður sé veikur og oft grínumst við og hlægjum að hlutum sem aðrir myndu ekki gera – enda erum við sannfærð um að jákvæðni og gleði sé stór áhrifaþáttur í bataferlinu. Hér er því enginn barlómur,“ segja þessi lífsglöðu og jákvæðu mæðgin að lokum. Hressileg fjölskylda á Þjóðhátíð

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.