Kraftur - 01.01.2015, Blaðsíða 15

Kraftur - 01.01.2015, Blaðsíða 15
15 Kraftur 1. tbl. 2015 Siggi með móður sinni, Jóni Ómari bróður sínum og Grétari fósturföður sínum um jólin 2013, aðeins hálfum mánuði eftir uppskurðinn. aðgerð og þá efldi ég enn frekar leitina og aflaði mér frekari upplýsinga um kannabisolíuna,“ segir hún og játar að hafa ekki vitað eitt eða neitt um þetta efni áður en hún aflaði sér þessara upplýsinga. „Kannabis er auð- vitað ólöglegt hér á landi og því var það sannarlega ekki auðveld ákvörðun að reyna þetta og alls konar hindranir í vegunum að auki. Hvar áttum við t.d. að fá efnið og hvernig áttum við að búa til þessa olíu? Eitt af því sem okkur vantaði líka var 97% spíri sem notaður er í blönd- una en hann er ekki hægt að fá með góðu móti hér á landi.“ Guðrún segist þó ekki hafa gefist upp. „Maður reynir allt í þessum sporum og ég fann út að það þarf mjög sérhæfða vinnslu á plöntunni sem gefur þessa olíu. Þegar við gátum ekki fengið spírann leitaði ég áfram og frétti að margir notuðu kókosolíu í staðinn. Í kjölfarið fórum við að kanna hvar hægt væri að fá efnið og ætlum við ekki að fara fleiri orðum um það – enda ólöglegt að hafa slíkt efni undir höndum,“ segir hún leyndardómsfull á svipinn. „Á þessum tíma, þ.e. um mitt síðasta sumar, fór Siggi í enn eina aðgerðina en blaðran kom alltaf aftur. Við ákváðum því að prófa kannabisolíuna, sem við höfðum lært að búa til, og það skipti engum togum að blaðran minnkaði eftir að hann fór að neyta hennar og hefur ekki látið á sér kræla enn sem komið er. Við kynntumst reynd- ar líka manni sem hafði alveg læknast af krabbameini eftir að hafa tekið olíuna um tíma. En ég tek skýrt fram að olían kemur ekki í staðinn fyrir læknismeðferðir – heldur er aðeins viðbót.“ Siggi segir læknana vita af neyslunni á olíunni. Þeir vilji hins vegar ekkert tjá sig um virknina – enda engar vísinda- legar rannsóknir að baki. „Þeir loka hins vegar augunum og segja ekkert. Játa hvorki né neita,“ segir hann og brosir. Þau mæðgin komu fram í sjónvarpsþættinum Brestir þar sem þau sögðu frá þessu öllu og tala um afar sterk viðbrögð í kjölfarið. „Það voru ótrúlega margir sem höfðu samband og lýstu yfir stuðningi við okkur og við fengum ekki nein neikvæð viðbrögð. Margir sendu okkur nafnlausar upp- lýsingar og það kom meira að segja fyrir að pakki var skilinn eftir hér á hurðarhúninum,“ segir Guðrún. „Siggi tekur olíuna inn á kvöldin áður en hann fer að sofa – enda eru róandi efni í kannabisolíunni. Hann sefur því vært á meðan olían gerir sitt gagn.“ Siggi játar þessu og segir líðan sína allt aðra og betri eftir að hann byrjaði neyslu á olíunni. „Ég held því áfram að taka þetta – enda hefur ekkert annað komið í staðinn sem gefur eins góða raun í barátt- unni við vatnssöfnunina í höfðinu,“ segir hann og bætir við að hann sé nú byrjaður í lyfjameðferð og hafi farið í eina myndatöku frá því í janúar og æxlið hafi þegar minnkað – sem þakka má lyfjunum með kannski hjálp frá kannabis- inu. „Ég vil meina að það sé hvoru tveggja að þakka og er vongóður um að mér takist að sigrast á þessu krabbameins- æxli. Þetta er enginn sprettur sem ég er að taka núna – heldur langhlaup sem tekur langan tíma. Ég er svo lán- samur að eiga frábært bakland; góða foreldra, stjúpföður, systkini og stóran hóp fjölskyldu og vina sem standa þétt við bakið á mér. Vinkona okkar stofnaði stuðningssíðu á netinu, þar sem fólk hefur fylgst með minni líðan og það er ótrúlega falleg og góð orka sem ég fæ frá öllu þessu yndislega fólki, það verður seint fullþakkað. Einnig vil ég nefna alla þá lækna sem komið hafa að mínum veikindum, þeir hafa reynst mér eins vel og hægt er, það er óhætt að segja að ég hafi unnið í læknalottóinu. Þess eru líka dæmi að fólk hafi læknast af svona krabbameini og því gæti ég ekki verið í þeim hópi?“ Fjölskyldan tekur öll þátt í þessu ferli, að sögn Guðrúnar. Sjálf reka þau hjónin sitt eigið fyrirtæki og því getur hún unnið mikið heima sem hefur komið sér vel í veikindum Sigga. Þá hefur fjölskyldan farið saman í nokkrar utan- landsferðir, m.a. til Malaga þar sem Siggi sótti meðferð á heilsuhæli. „Það er kennt við vísindamann, konu, sem hét Johanna Budwig og var sjö sinnum tilnefnd til Nóbels- verðlauna fyrir rannsóknir sínar á sviði krabbameins- vísinda. Þar er m.a. ráðlagt basískt fæði og þar er kannabis- olían einnig notuð í lækningarskyni. Þá höfum við farið í styttri ferðir og nú síðast um páskana fórum við saman til Barcelona,“ segir Guðrún. Siggi bætir við að lyfjameðferðin fari ágætlega í sig og þess vegna reyni hann að láta sjúk- dóminn ekki stýra lífi sínu og geri það sem hann treystir sér til.

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.