Kraftur - 01.01.2015, Blaðsíða 21

Kraftur - 01.01.2015, Blaðsíða 21
Örvar segist hafa fengið afar sterk og jákvæð viðbrögð frá fólki vegna þessa framtaks og fjölmargir gefið í söfnunina og sent honum hlýjar kveðjur. „En ánægjulegast var að upplifa gleði þeirra sem við styrktum. Þetta var allt fólk sem sá fram á fremur fátækleg jól og í sumum tilfellum áttu foreldrar ekki peninga til að kaupa jólaföt á börnin sín eða jólagjafir. Margir fóru hrein- lega að gráta af gleði og í sumum tilfellum hélt fólk að einhver væri gera þeim hrekk og trúðu varla að þetta væri staðreynd,“ segir Örvar og talar um fjölda þakkarbréfa sem honum barst frá fólkinu. „Ég man sérstaklega eftir einstæðri móður sem stundaði háskólanám. Hún sá fram á að þurfa að hætta námi vegna þess að hún gat ekki greitt skráningargjaldið í skólann auk þess sem hún átti aðeins fimm þúsnud krónur til að halda jólin. Þessi unga kona fékk styrk frá okkur til að halda jólin og svo aukastyrk til að greiða skráningargjaldið. Hún var alsæl og trúði varla að þetta væri að gerast.“ Örvar segist ætla að safna aftur fyrir næstu jól til þess að geta styrkt fjölskyldur þar sem krabbamnein hefur sett strik í reikn- inginn. „Það er víst alveg nóg að þurfa að kljást við lífsógnandi sjúkdóm þótt ekki bætist við fjárhagsáhyggjur fyrir jólin. Í ein- hverjum tilfellum gæti hugsast að þessi tilteknu jól verði þau síðustu sem öll fjölskyldan ver saman. Það er því sérstaklega gaman og afar gefandi fyrir mig að geta aðstoðað fólk á þennan hátt. Ég vil því nota tækifærið og þakka af alhug öllum þeim sem lögðu fé í söfnunina og gerðu mér kleift að hjálpa þessu fólki. Það er ekki hægt að hugsa sér betri jólagjöf en þá að geta hjálpað öðrum,“ segir þessi fórnfúsi fjölskyldufaðir að lokum. Kraftur þakkar honum af alhug fyrir einstakan velvilja í garð félagsmanna sinna. Hér má sjá eitt af mörgum þakkarbréfum sem Örvari barst: Elsku hjartans Örvar, Ég á varla orð til að lýsa þér, ég held að það orð sé varla til. Ég er rétt svo núna að jafna mig, og ná áttum á hringingunni frá þessari yndislegu konu sem hringdi í mig frá Krafti um daginn, og það leið þó nokkuð langur tími þar til að ég þorði virkilega að kíkja á yfirlitið frá bankanum, og sá að þetta var virkilega satt! Að fólk, eins og þú, sért virkilega til gefur manni ákveðinn styrk og trú til að halda áfram á fullu í sinni baráttu til þess að ná heilsu. Þó ekki væri nema bara til þess að geta lagt þér lið í næstu söfnun. Allt þetta fólk sem lagði söfnun þinni lið sýnir hvað það er til mikið af óeigingjörnu, góðhjörtuðu og yndislegu fólki þarna úti, og við ykkur vil ég segja, takk elskurnar mínar, þið björguðuð jólunum. Og þú, Örvar, yndislegur engill sem kemur á besta tíma ársins, sérð til þess að fjöldi fólks kemur til með að eiga gleðilega hátíð í raun eingöngu fyrir þína góðmennsku og framtakssemi. Það er gott að geta notið þess að eiga fyrir höndum áhyggju- lausa hátíð. Ég veit ég gat lítið sagt í síman þegar það var hringt því ég grét, og grét þakklætistárum allan tímann, en ef þú hefðir verið viðstaddur augliti til auglitis þá hefði ég stokkið um hálsinn á þér og ekki sleppt þér. Ég vona að konan í símanum hafi stokkið yfir borðið og gefið þér þá þakklætiskossa og knús á þessu augnabliki frá mér. Ég hlakka til að hitta þig einn daginn og þakka þér almennilega fyrir, þó á þessum tímapunkti sé ég ekki viss um hvernig ég gæti gert það. Þú bjargaðir okkur ekki bara þessi jól heldur líka á komandi tímum, og ég vona að ég/við getum launað þér greið- ann einhvern tímann, í einhverri mynd. Og það er alveg bókað mál að næst þá hjálpum við til við þessa söfnun. Með mikilli gleði í hjarta, þá óska ég þér gleðilegra jóla hó, hó, hó! Megi guð geyma þig og þína fjölskyldu, þú ert allavega kominn í hjartað okkar núna, og sleppur ekki. Bestu JólaJólaJólakveðjur Örvar segist hafa fengið afar sterk og jákvæð viðbrögð frá fólki vegna þes a framtak og fjölmargir gefið í söfnunina og s nt honum hlýjar kveðjur. „En ánægjul gast var að upplifa gleði þeirra sem við styrktum. Þetta var allt fólk sem sá fram á fremur fátækleg jól og í sumum tilfellum áttu foreldrar ekki pe inga til að kaupa jólaföt á börnin sín eð jólagjafir. Margir fóru hrein- lega að gráta af gleði og í sumum tilfellum hélt fólk að einhver væri gera þeim hrekk og t úðu varla ð þetta væri staðr y d,“ segir Ör ar og talar um fjölda þakkarbréfa sem honum barst frá fólkinu. „Ég man sérstaklega eftir einstæðri móður sem st ndaði háskólanám. Hún sá fram á að þurfa ð hætta námi vegna þess a hún gat ekki greitt skráningargjaldið í skólann auk þess sem hún átti aðeins fimm þúsund krónur til að halda jólin. Þessi unga kona fékk styrk frá okkur til að halda jólin og svo aukastyrk til að greið skráni g rgjaldið. Hún var alsæl og trúði varl að þetta væri að gerast.“ Örvar segist ætla að safna aftur fyrir næstu jól til þess að geta styrkt fjölskyldur þar sem krabbamnein hefur sett strik í reikn- inginn. „Það er víst alveg nóg að þurfa að kljást við lífsógnandi sjúkdóm þó ekki bætist við fjárhagsáhyggjur fyrir jólin. Í ein- hverjum tilfellum gæti hugsast að þessi tilteknu jól verði þau síðustu sem öll fjölskyldan ver saman. Það er því sérstaklega gaman og afar gefandi fyrir mig að geta aðstoðað fólk á þennan hátt. Ég vil því nota tækifærið og þakka af alhug öllum þeim sem lögðu fé í söfnunina og gerðu mér kleift að hjálpa þessu fólki. Það er ekki hægt að hugsa sér betri jólagjöf en þá að geta hjálpað öðrum,“ segir þessi fórnfúsi fjölskyldufaðir að lokum. Kraftur þakkar Örvari af alhug fyrir einstakan velvilja í garð félagsmanna sinna. Hér að neðan má sjá eitt af mörgum þakkar- bréfum sem Örvari barst: Örvar og Ragnheiður, framkvæmdarstjóri Krafts, eftir jólagóðverkið. Þakkarbéf til Örvars

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.