Kraftur - 01.01.2015, Blaðsíða 3

Kraftur - 01.01.2015, Blaðsíða 3
3 Kraftur 1. tbl. 2015 Leiðari Halldóra Víðisdóttir fráfarandi formaður Krafts Kraftur með byr í seglunum Árstíðaskipti, sumarið framund- an með sínum björtu og löngu dögum, skólafrí og sumarfrí með fjölskyldu og vinum sem flestir ætla sér að nýta til hins ýtrasta. Um þessar mundir eru einnig breytingar við stjórnvölinn hjá Krafti, en fjórir ungir og drífandi einstaklingar eiga nú sæti í stjórninni í fyrsta sinn sem er mikið fagnaðarefni. Gamlir stjórnarmeðlimir hverfa á braut og aðrir taka við og stýra skútunni í rétta átt og í þá átt sem við höfum verið að stefna að undanfarin misseri. Undirrituð er ein af þeim sem segir skilið við frábært og lærdómsríkt starf undanfarin tvö ár en ég er sko aldeilis ekki horfin frá félaginu þó að aðrir aðilar leiði starfið. Kraftur er félag sem hefur margt til brunns að bera en á ennþá heilmikið inni og þar skiptir samstaða allra félagsmanna máli. Félagið hefur nú þegar náð miklum árangri með Stuðningsneti Krafts sem býður upp á jafningjastuðning og er það eitt helsta einkennismerki félagsins sem þarf að halda áfram að efla og auka þarf vitneskju almennings á því hvað stendur þar til boða. Félagið hefur náð góðum árangri hvað varðar upplýsingaflæði og fræðslu fyrir félags- menn, reglulega eru gefin út blöð, upplýsingarit, bæklingar og hefur félagið staðið fyrir málþingum sem er vel. Félagið hefur síðast en ekki síst bætt hagsmunagæsluna fyrir unga krabbameinsgreinda einstaklinga og þeirra aðstandendur en á þessu ári var úthlutað í fyrsta sinn úr Neyðarsjóði Krafts til ungra einstaklinga sem lent hafa í fjárhagserfið- leikum vegna sinna veikinda. Við hjá Krafti erum ákaflega stolt af þessum sjóði og vonum að hann muni létta róðurinn hjá ungum einstaklingum með krabbamein og gera lífið betra á meðan á þessum erfiða tíma stendur. Það á enginn að þurfa að hafa áhyggjur af fjárhag á meðan svona þung veikindi standa yfir og þess vegna er það von okkar og trú að sjóðurinn verði ekki langlífur, þ.e. að þegar fram líða stundir verði hægt að leggja hann niður því þörfin verði ekki lengur til staðar. Við getum einungis vonað að sumarið færi okkur góða veðráttu og helst að allir dagar færi okkur sól, það bara bætir svo mikið lundina. Við þurfum ekki að vona neitt með félag eins og Kraft, við hreinlega vitum að það er bjart framundan og félagið muni halda áfram að dafna með stuðningi frá ykkur félagsmönnum og sterkri stjórn sem situr nú í brúnni. Undirrituð þakkar kærlega fyrir ómetanleg tvö ár sem formaður þessa flotta félags og óskar félagsmönnum alls hins besta í framtíðinni.. Gleðilegt sumar! Halldóra með dóttur sinni Marín

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.