Fréttablaðið - 10.05.2019, Síða 8

Fréttablaðið - 10.05.2019, Síða 8
Ef Norður-Kórea endurtekur þessa hegðun gæti það reynst erfið hindrun í yfirstandandi viðræðum. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu Minntist föður síns Rússar minntust þátttöku Sovétríkjanna í síðari heimsstyrjöld í gær. Af því tilefni marseruðu fjölmargir um stræti Moskvu með myndir af ætt- ingjum sem börðust fyrir ættjörðina í stríðinu. Vladímír Pútín forseti tók sjálfur þátt og hélt á mynd af föður sínum, Vladímír Spírídonovíts Pútín, sem særðist alvarlega í orrustunni um Leníngrad. Faðirinn lést hins vegar ekki af sárum sínum heldur lifði hann til ársins 1999. NORDICPHOTOS/AFP NORÐUR-KÓREA Suðurkóreski her- inn hefur aukið eftirlit sitt með nágrönnunum í norðri og er í við- bragðsstöðu eftir að herinn greindi frá því að Norður-Kórea hefði skotið tveimur skammdrægum eld- flaugum í gær. Norður-Kórea skaut síðast flaugum austur á haf á laugar- daginn var. Samkvæmt yfirstjórn suðurkór- eska hersins var f laugunum skotið í austur frá Kusong. Þær f lugu 420 og 270 kílómetra og náðu fimmtíu kílómetra hæð áður en þær skullu á yfirborði sjávar. Ef rétt reynist eru þetta fyrstu eldflaugatilraunir Norður-Kóreu frá því í nóvember 2017. Kim Jong-un einræðisherra hefur í millitíðinni fundað með leiðtogum Suður-Kóreu, Bandaríkj- anna, Kína og Rússlands og undir- ritað yfirlýsingar um að sækjast ætti eftir friði og kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Síðustu viðræður Kim og Donalds Trump Bandaríkjaforseta fóru fram í febrúar en þar hafnaði Trump kröfu einræðisherrans um af létt- ingu þvingana áður en algjör kjarn- orkuafvopnun fer fram. Fundinum lauk án undirritunar sameigin- legrar yfirlýsingar. Suðurkóreski miðillinn KBS hafði eftir Moon Jae-in, forseta Suður- Kóreu, að Norður-Kóreumenn virtust nú ósáttir við að ekkert sam- komulag hefði náðst á umræddum fundi. Reuters sagði í umfjöllun sinni samskiptin hafa verið afar stirð frá því fundi var slitið og setti tilraunirnar í samhengi við þetta frost í viðræðunum. Moon sagði aukinheldur að til- raunir gærdagsins gætu talist brot á samþykktum öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna. Hins vegar sé of snemmt að segja til um það. „Hvað sem því líður vil ég vara Norður- Kóreu við því að ef Norður-Kórea endurtekur þessa hegðun gæti það reynst erfið hindrun í yfirstandandi viðræðum.“ Norður-Kóreumenn hafa hins vegar ekki enn hótað því að ráðast á andstæðinga sína, eins og Kim hefur áður gert þegar togstreitan hefur verið sem mest. Norðurkór- eska ríkissjónvarpið (KCNA) sagði um tilraunir laugardagsins að þetta hefðu verið hernaðaræfingar í sjálfsvarnarskyni. „Þessar æfingar eru ekkert annað en hefðbundnar hernaðaræfingar og beinast ekki gegn neinum. Ef ríki ógnar öðru ríki sérstaklega með hernaðaræfingum er það annað mál. Á síðustu tveimur mánuðum hafa Bandaríkin og Suður-Kórea staðið að sameiginlegum hern- aðaræfingum sem beindust sér- staklega gegn okkur. Ekki er ljóst hvers vegna allir þegja um þessar ögrandi hernaðaræfingar,“ sagði í frétt KCNA. Aðgerðir Bandaríkjanna í deil- unni við einræðisríkið virðast sömuleiðis vera að harðna. Mark Cassayre, erindreki Bandaríkj- anna hjá Sameinuðu þjóðunum, fordæmdi sérstaklega „fyrirlitlegt“ ástand mannréttindamála í Norð- ur-Kóreu og sagði það ekki eiga sér nokkra hliðstæðu í heiminum. Talið er að á milli 80 til 120 þúsund pólitískir fangar séu í formlegum fangabúðum, sæti pyntingum og öðrum mannréttindabrotum í Norður-Kóreu. Bandaríska dómsmálaráðuneytið tilkynnti svo í gær að Bandaríkja- menn hefðu lagt hald á norðurkór- eskt fraktskip vegna gruns um að það hafi brotið gegn alþjóðlegum viðskiptaþvingunum með því að f lytja kol frá Norður-Kóreu. Sam- kvæmt tilkynningunni lagði annað ríki fyrst hald á skipið í apríl á síð- asta ári en það var í gær á leið inn í bandaríska landhelgi undir stjórn Bandaríkjamanna. thorgnyr@frettabladid.is Moon varar Norður-Kóreu við frekari eldflaugaskotum Norður-Kóreumenn virðast hafa gert sínar fyrstu eldflaugatilraunir frá árinu 2017. Samskiptin orðin stirð eftir árangurslausan fund með forseta Bandaríkjanna í febrúar. Einræðisríkið segir tilraunir og hernaðaræfingar einungis í sjálfsvarnarskyni og gagnrýnir æfingar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, hvatti Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að slíðra sverðið á nýjan leik í gær. NORDICPHOTOS/AFP ÍRAN Frakkland, Þýskaland og Bretland, evrópsku aðildarríkin að JCPOA-samningnum um að Íranar fái ekki að koma sér upp kjarnorku- vopnum í skiptum fyrir afléttingu viðskiptaþvingana, hvöttu Írana í sameiginlegri yfirlýsingu í gær til þess að halda samningnum á lífi. Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði á miðvikudag að Íran ætlaði að hætta að framfylgja samningn- um og ef til vill byrja að framleiða auðgað úran til eigin nota í stað þess að selja það úr landi, líkt og samn- ingurinn kveður á um. Sagði hann það gert vegna þeirra viðskipta- þvingana sem Bandaríkin hafa lagt á Íran eftir riftun Bandaríkjanna. Ríkin sögðust hafna þeim afar- kostum sem Íran setti þeim um að fá þvingunum Bandaríkjanna aflétt innan sextíu daga gegn áframhald- andi samstarfi. Federica Mogherini, utanríkis- málastjóri ESB, sagði samninginn mikilvægt öryggisatriði. – þea Evrópa hafnar afarkostum Íransstjórnar PÁFAGARÐUR Frans páfi setti í gær lög fyrir kaþólsku kirkjuna sem skylda embættismenn hennar til þess að tilkynna um og rannsaka kynferðisbrot kirkjunnar manna og yfirhylmingu þeirra. Þetta er í fyrsta sinn sem kirkjan setur sér lög sem þessi að því er segir í The New York Times. Með þessu þykir páfi vera að festa í lög ábyrgðarhlutverk biskupa. Hingað til hefur það verið mismun- andi eftir löndum hvort skylt sé að tilkynna brot. Lögin snúast um brot gegn börnum eða fólki með fötlun. „Það er gott að verklagsreglur verði eins um allan heim og þann- ig getum við betur komið í veg fyrir og barist gegn glæpum sem þessum,“ sagði Frans páfi um nýju löggjöfina. – þea Gert skylt að tilkynna um kynferðisbrot BANDARÍKIN Yfirvöld í Bandaríkj- unum handtóku Daniel Everette Hale, fyrrverandi upplýsingagrein- anda hjá þjóðaröryggisstofnuninni NSA, í gær. Hale er ákærður fyrir að hafa lekið að minnsta kosti sautján leynilegum skjölum til blaða- manns. Hann á yfir höfði sér allt að fimmtíu ára fangelsisdóm. Hale á að hafa prentað út 36 leyni- leg skjöl í febrúar 2014 og af hent blaðamanninum að minnsta kosti sautján þeirra. Samkvæmt BBC er talið líklegt að samskiptin hafi leitt af sér umfjöllun The Intercept um drónaárásir Bandaríkjamanna. Inter cept hafði ekki tjáð sig um málið í gær. – þea Fimmtíu ára fangelsis krafist Skjölin snerust líklega um dróna. NORDICPHOTOS/AFP Federica Mogh- erini utanríkis- málastjóri. 1 0 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F 8 -4 A 4 C 2 2 F 8 -4 9 1 0 2 2 F 8 -4 7 D 4 2 2 F 8 -4 6 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.