Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.05.2019, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 10.05.2019, Qupperneq 14
Valencia - Arsenal 2-4 1-0 Kevin Gamerio (11.), 1-1 Pierre-Emerick Aubameyang (17.), 1-2 Alexandre Lacazette (50.), 2-2 Gameiro (58.), 3-2 Aubameyang (69.), 2-4 Aubameyang (88.). Chelsea - Frankfurt 1-1 1-0 Ruben Loftus-Cheek (28.), 1-1 Luka Jovic (49.) Framlenging var að hefjast hjá Chelsea og Frankfurt þegar Fréttablaðið fór í prentun. Úrslitin má nálgast á vef Fréttablaðsins. Nýjast Evrópudeildin FÓTBOLTI Þriðja umferð Pepsi Max- deildar karla í knattspyrnu fer af stað í kvöld með þremur leikjum. FH fær KA í heimsókn í Kaplakrika, Stjarnan og HK eigast við í Garða- bænum og síðasti leikur kvöldsins verður viðureign Breiðabliks og Víkings sem fram fer í Árbænum. Breiðablik, sem hefur f jögur stig líkt og fjögur önnur lið á toppi deildarinnar, þarf að leika á Fylkis- vellinum þar sem heimavöllur liðs- ins varð ekki klár í tæka tíð en verið er að leggja gervigras á völlinn. FH, sem er eitt þeirra fimm liða sem hafa fjögur stig eftir tvo leiki, leikur án Brands Olsens í leiknum gegn KA en hann tekur út leikbann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í jafnteflinu gegn KA í síðustu umferð deildarinnar. KA mætir hins vegar til leiks eftir frækinn sigur gegn ríkjandi meisturum Vals. Stjarnan hefur farið rólega af stað í stigasöfnun sinni í sumar en liðið hefur tvö stig eftir jafntefli gegn KR og Grindavík. HK hefur aftur á móti eitt stig eftir svekkjandi jafn tef li gegn nágrönnum sínum í Breiða- bliki. – hó Boltinn heldur áfram að rúlla FÓTBOLTI Það kemur í ljós í dag hvort íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, kemst áfram úr riðli sínum á Evrópumótinu sem fram fer í Dublin á Írlandi þessa dagana. Íslenska liðið hefur þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðir riðlakeppn- innar en liðið lagði Rússland að velli í fyrsta leiknum og þurfti svo að sætta sig við svekkjandi tap gegn Ungverjalandi í öðrum leiknum. Ungverjar eru taplausir á toppi riðilsins en Ísland og Portúgal sem mætast klukkan 16.00 að íslenskum tíma í dag eru hvort um sig með þrjú stig í öðru til þriðja sæti riðilsins. Rússar reka svo lestina án stiga en tvö efstu lið riðilsins fara áfram í útsláttarkeppni mótsins. Jón Gísli Eyland Gíslason, Andri Lucas Guðjohnsen og Mikael Egill Ellertsson hafa skorað mörk íslenska liðsins í riðlakeppninni auk þess sem eitt marka liðsins var sjálfsmark. – hó Örlög piltanna ráðast í dag FH og Víkingur verða í eldlínunni. FÓTBOLTi Ajax var nokkrum andar- tökum frá því að tryggja sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla þegar liðið fékk Tottenham Hotspur í heimsókn á Johan Cruyff-leikvanginn í Amst- erdam í miðri viku. Þrenna Lucas Moura kom í veg fyrir að ungt og efnilegt lið Ajax fengi möguleika á að sigra í fimmta skipti í sögu félags- ins. Ajax var með svipað lið í hönd- unum um miðjan tíunda áratug síðustu aldar en síðasti Meistara- deildartitill hollenska liðsins kom vorið 1995  þegar sigurmark Pat- ricks Kluivert tryggði liðinu sigur í úrslitaleiknum gegn AC Milan það árið. Ajax fór svo í úrslitaleik keppninnar árið eftir þar sem tap gegn Juventus eftir vítaspyrnu- keppni varð staðreynd. Eftir þennan góða árangur voru leikmenn Ajax eftirsóttir og liðið var tætt í sundur af risum evrópska fótboltans og öðrum liðum víðs vegar um Evrópu. Michael Reiziger og Edgar Davids fóru til AC Milan, Clarence Seedorf söðlaði um til Sampdoria, Finidi George gekk í raðir Real Betis og Nwanko Kanu fór í herbúðir Inter Milan. Þá lagði Frank Rijkard skóna á hilluna árið 1995. Árið 1997 fór svo Marc Overmars til Arsenal og Winston Bogarde og Patrick Kluivert til AC Milan.  Louis  van Gaal var ráðinn knattspyrnustjóri Barcelona árið 1997 eftir að hafa stýrt Ajax á gull- aldarskeiði liðsins. Seinna, eða árið 1999, fór svo Edwin van der Saar til Juventus, tvíburabræðurnir Frank og Ronald de Boer og Jari Litmanen gengu til liðs við Barcelona. Nú er strax byrjað að kvarnast úr Ajax-liðinu sem kom öllum á óvart. Frenkie de Jong, sem var prímus- mótorinn inni á miðsvæðinu hjá liðinu, hefur samið við Barcelona og Matthijs de Ligt, fyrirliði liðsins sem leikur í hjarta varnarinnar hjá Ajax og er orðinn fastamaður í hol- lenska landsliðinu, er orðaður við flest stærstu lið Evrópu. Marok kósk i vængmaðurinn Hakim Ziyech, sem skoraði seinna mark Ajax í tapinu gegn Tottenham Hotspur, hefur áhuga á að öðlast nýja áskorun í  sterkari deildar- keppni en í Hollandi. Landi hans, Noussair Mazraoui, sem er mjög spennandi hægri bakvörður, gæti verið á leið til Spánar.   Donny van de Beek sem skoraði sigurmark Ajax á móti Tottenham Hotspur í fyrri leiknum og fjögur mörk alls í keppninni hefur einn- ig vakið eftirtekt liða sem gætu freistað hans. David Neres, sem hefur brotið sér leið inn í brasilíska landsliðið í kjölfar góðrar frammi- stöðu sinnar í framlínu Ajax, hefur vakið áhuga ensku toppliðanna. Þá hefur Kasper Dolberg verið nefndur til sögunnar á innkaupalista Real Madrid fyrir sumarið. Við höfum önnur nýleg dæmi um lið sem hafa farið langt eða alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar og í kjölfarið verið rifin í sig af evr- ópsku stórliðunum. Það er Porto sem vann Meistaradeildina vorið 2004 og missti svo stjóra sinn, José Mourinho, og sínar skærustu stjörnur. Svo er það Mónakó sem fór í undanúrslit fyrir tveimur árum og í kjölfarið fóru Kylian Mbappe, Benjamin Mendy, Bernardo Silva og Tiemoue Bakayoko frá liðinu. Unglingastarf Ajax er mjög fag- legt og margrómað en það bygg- ist upp á þeim gildum sem Rinus Michels er hugmyndasmiðurinn að og Johan Cruyff hélt svo á lofti. Fjölmargir leikmenn hafa  komið í gegnum akademíu félagsins og félagið, sem er vel  rekið og ríkt af vel þenkjandi mönnum um fót- bolta í stjórnendateymi sínu, þarf ekki að kvíða því að framtíðin sé svört  þó lykilleikmenn hverfi á braut í sumar. Það mu n hins vegar t ak a tíma að byggja upp jafn öflugt lið og  félagið hefur á að skipa þessa stundina ef  þorri ofangreindra leikmanna  yfirgefur leikmanna- hópinn. Það verðu r verðug t verkefni fyrir Erik ten Hag, þjálf- ara  liðsins, en dæmin sanna  að Ajax er reglulega með lið sem getur gert sig gildandi í Evrópuboltanum.  hjorvaro@frettabladid.is  Stjörnur Ajax eru eftirsóttar Hollenska stórveldið Ajax var hársbreidd frá því að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á mið- vikudaginn en sárgrætilegt tap gegn Tottenham Hotspur kom í veg fyrir að ævintýri liðsins héldi áfram.   Matthijs de Ligt, fyrirliði Ajax og burðarás í varnarleik liðsins, er einn þeirra leikmanna sem evrópsk stórlið munu bera víurnar í þegar opnað verður fyrir félagaskipti í stærstu deildum Evrópu í sumar. NORDICPHOTOS/GETTY Skytturnar stóðust prófið Pierre-Emerick Aubameyang var á skotskónum þegar Arsenal tryggði sér farseðil í úrslit Evrópudeildarinnar sem fer fram í Aserbaídsjan undir lok mánaðarins með sigri gegn Valencia í gær. Þetta er í fyrsta sinn í 19 ár sem Arsenal leikur til úrslita í þessari keppni. NORDICPHOTOS/GETTY 1 0 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 1 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F 8 -1 D D C 2 2 F 8 -1 C A 0 2 2 F 8 -1 B 6 4 2 2 F 8 -1 A 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.