Fréttablaðið - 10.05.2019, Síða 26

Fréttablaðið - 10.05.2019, Síða 26
Hefur þú farið í hvalaskoðun? Á snjósleða upp á jökul? Í fjórhjólaferð? En skipulagða gönguferð með leiðsögn á ókunnar slóðir? Hefurðu farið í bað í ein- hverri af náttúrulaugunum? Farið í f ljótasiglingu? Skoðað hraunhella og íshella? Kafað eða snorklað í gjám, sem eiga enga sína líka? Siglt um firði á kajak eða sæþotu? Farið í jöklagöngu og siglt um jökullón? Hefurðu borðað veislumáltíð í afskekktum firði? Veitt á sjóstöng? Farið í fjallahjólaferð? Skoðað margmiðlunarsöfn og fræðst um náttúru og sögu landsins? En á hestbak? Hefurðu kynnst ævin- týraeyjunni Íslandi á þann hátt sem erlendir gestir okkar gera?“ spyr Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Fjölbreytt afþreying og ný upplifun „Á undanförnum árum hafa milljónir erlendra gesta ferðast þúsundir kílómetra til að njóta fjölbreyttrar afþreyingar um allt land. Áhugi og eftirspurn erlendra ferðamanna hefur leitt til þess að ferðaþjónusta er nú langstærsta útflutningsgrein landsins,“ segir Bjarnheiður. „Eins einkennilega og það kann að hljóma, þá eru Íslend- ingar í f lestum tilfellum frekar fáséðir gestir hjá þeim fyrirtækjum sem bjóða upp á afþreyingu í ferða- þjónustu hér á landi. Enda er það einfaldlega þannig, að ef tekið er mið af gistináttatölum Hagstofu Íslands, þá ferðast Íslendingar hlutfallslega miklu minna um eigið land, heldur en nágrannaþjóðir okkar,“ upplýsir hún. „Þannig voru gistinætur Íslendinga árið 2017 aðeins um 13% allra gistinátta á gististöðum og tjaldstæðum á landinu – en samsvarandi tölur um gistinætur heimamanna í Noregi voru 70,3%, í Danmörku 62,9%, í Finnlandi 69,2% og í Svíþjóð 75,1%.“ Íslendingar duglegir að ferðast „Íslendingar hafa hins vegar verið mjög duglegir við að ferðast til útlanda undanfarin ár og var árið 2018 metár hvað það varðar. Í fyrra voru utanferðir Íslendinga um 668.000, eða tæpar tvær ferðir á hvert mannsbarn í landinu. Íslendingar sköpuðu mikil verð- mæti á áfangastöðum erlendis. Útgjöld þeirra, eða með öðrum orðum innflutningur á erlendri ferðaþjónustu, námu tæpum 200 milljörðum króna. Meðalútgjöld í ferð voru um 297 þúsund kr. Sem eru umtalsvert hærri útgjöld en meðalútgjöld erlendra ferða- manna hér á landi. Þau voru um 144 þúsund kr. árið 2018. Það er óneitanlega margt gott sem kemur að utan, en hvernig væri nú að gefa Íslandi meiri gaum og beina auknum viðskiptum í tengslum við ferðalög til íslenskra fyrirtækja? Erlendir gestir okkar eru langflestir mjög ánægðir með þá þjónustu sem við veitum og er það góð vísbending um að ferðaþjónusta á Íslandi uppfylli almennt væntingar um gæði. Flest erum við jú meðvituð um að með því að velja íslenskar vörur og þjónustu styðjum við við inn- lendan iðnað, atvinnusköpun, hagvöxt, kaupmáttaraukningu, vöruþróun og nýsköpun. Þar að auki eru viðskipti við íslensk ferðaþjónustufyrirtæki inn- spýting í byggðir vítt og breytt um landið og jákvætt afl í byggða- þróun. Rúsínan í pylsuendanum er svo sú, að það er tiltölulega umhverfisvænn kostur að ferðast innanlands. Þannig getur þú með ferðalögum innanlands styrkt stoðir samfélagsins og hag- kerfisins og notið um leið alls þess stórfenglega sem Ísland hefur upp á að bjóða.“ Skelltu þér í Íslandsferð Bjarnheiður segist síður en svo vera að mælast til þess að fólk hætti að fara til útlanda, enda fátt sem víkkar meira sjóndeildar- hringinn og stuðlar að skilningi á milli ólíkra menningarheima. „Ferðalög um Ísland eru líka eftir- sóknarverð – og ekki síst fyrir yngstu kynslóðina, sem ég veit af eigin reynslu að kann vel að meta undur landsins og ævintýri. Skelltu þér í Íslandsferð í sumar – þér verður tekið fagnandi!“ Ísland gjörðu svo vel Undanfarin ár hefur orðið sprenging í uppbyggingu á alls kyns þjónustu við ferðamenn um land allt. Allir vita að hringinn í kringum landið er hægt að njóta einstakrar náttúrufegurðar en færri vita að nú er hægt að krydda ferðalagið með fjölbreyttri afþreyingu og nýrri upplifun. Bjarnheiður bendir á hversu mikil og skemmtileg afþreying er um allt land á Íslandi. Plan-B Art Festival 2019 fer fram í fjórða sinn í sumar, dagana 9.-11. ágúst, í Borgar- nesi. Logi Bjarnason, myndlistar- maður og einn stofnenda hátíðar- innar, segir að hugmyndin á bak við hátíðina hafi vaknað vegna þess listamenn þaðan vildu búa til vett- vang fyrir listalíf. „Það er svo lítið listalíf þarna upp frá og almennt lítið um félagslíf og unga fólkið flytur í burtu, þann- ig að við vildum skapa vettvang fyrir eitthvað spennandi,“ segir Logi. „Við stofnendurnir erum öll frá Borgarnesi og þaulmenntuð í skapandi greinum, en það eru fá störf í slíku þarna upp frá, svo við vildum búa okkur til störf, þó þetta sé nú fyrst og fremst hugsjónastarf. Borgarnes hentaði líka vel sem sýningarstaðar, því þar standa mjög falleg hús frá 3. og 4. áratugn- um sem hýstu áður iðnað en eru ekki lengur í notkun,“ segir Logi. Leggja áherslu á fagmennsku „Fyrst höfðum við fjölmarga listamenn, en okkur fannst betra að minnka hátíðina aðeins til að geta þá um leið gert hana faglegri. Þó að við höfum lítið fjármagn leggjum við samt áherslu á að gera allt eins faglega og mögulegt er. Við gefum líka út efni í sambandi við sýninguna sem okkur finnst mikilvægt að sé vel gert og við borgum listamönnum fyrir að sýna á hátíðinni,“ segir Logi. „Fyrir marga unga og upprennandi listamenn getur hátíðin því verið fyrsta tækifærið til að fá að sýna verk sín á fagmannlegri sýningu. Við erum ekki með neina áherslu á ákveðna gerð af list og þetta er alþjóðleg listahátíð, þannig að allir listamenn hafa jafnt tækifæri til að sýna verk sín á Plan-B, svo lengi sem þeir eru útskrifaðir úr listnámi. Það er eina krafan sem við gerum,“ segir Logi. „Við auglýsum bara eftir umsóknum og þeir sem hafa áhugaverðar hugmyndir sem eru framkvæmanlegar verða fengnir til að sýna. En þar sem hátíðin stendur bara yfir í eina helgi þá henta myndbandsverk og gjörningar mjög vel. Það er opið fyrir umsóknir um þátttöku í Plan-B Art Festival 2019 núna til 26. maí og við viljum bara fá sem flestar umsóknir, til að geta gefið listafólki með fjölbreyttan bakgrunn tækifæri,“ segir Logi. „Fólk útskrifast úr listaháskól- anum með alls kyns kunnáttu og okkur langar að búa til vettvang þar sem listin fær að njóta sín.“ Umsækjendur geta sent tillögur og ferilskrár á netfangið planbart- festival@gmail.com fyrir miðnætti 26. maí. Öllum umsóknum verður svarað. Vettvangur fyrir upprennandi listafólk Listahátíðin Plan-B Art Festival verður haldin í Borgar- nesi í ágúst. Hátíðin gengur út á að auðga menningar- lífið í Borgarnesi og skapa vettvang fyrir upprennandi listafólk, sem getur sótt um að fá að sýna verk sín. Logi segir að hugmyndin að Plan-B hafi vaknað því listamenn frá Borgarnesi hafi viljað skapa vettvang fyrir listalíf í bænum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 8 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U RLANDSBYGGÐIN 1 0 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F 8 -3 B 7 C 2 2 F 8 -3 A 4 0 2 2 F 8 -3 9 0 4 2 2 F 8 -3 7 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 9 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.